Gamli karlinn í Hvíta húsinu.

 

Enn og aftur nær hann að grípa kjarnann, vekja athygli á honum, ásamt því að benda á að baki digurbarkalegum orðum þarf að vera gjörðir, eitthvað sem gefur orðum vægi.

 

Sem dæmi var Trump úthrópaður í Evrópu á fyrri hluta kjörtímabils síns vegna þess að hann benti á að Evrópa væri ekki einu sinni pappírstígrisdýr, ef Evrópuríki settu allavega ekki lágmarksfjárhæðir í varnir sínar.

Eitthvað sem Evrópuríkin varla skildu eftir innrás Rússa í Úkraínu þó við blasti ný heimsmynd, heimsmynd liðinnar aldar þar sem sá sterki tók til sín frá hinum veikari.

Það var ekki fyrr en Trump var aftur kosinn, og Hvíta húsið veitti aftur leiðsögn, að Evrópuríkin fóru að hervæða sig, seint í rass gripið að fatta að digurbarkalegar yfirlýsingar væru ekki vörn gegn skriðdrekum og drónum.

 

Í nýliðinni viku benti svo Trump á að hugsanlega gætu Rússar hafa flogið drónum sínum yfir Pólland vegna mistaka, hélt þar með leið fyrir Pútín að endurskoða árásarstefnu sína, þó Trump, eins og allir aðrir vissu, að engin mistök lægju að baki.

Þá þóttust margir vita betur, og bættu í stríðstal sitt líkt og íslenski stríðsmálaráðherrann sem talaði eins og hann vildi átök við Rússa.

Töluðu gegn friðnum þó Trump vissi að friðurinn er fyrst dauður ef hann fær aldrei að njóta vafans.

 

Í dag bendir Trump smámennum Evrópu, litla fólkinu sem leiðir baráttuna gegn útþenslustefnu Rússa.

Ef þið meinið eitthvað með tali ykkar um refsiaðgerðir, um hertari refsiaðgerðir, og eruð þá ekki að tala um átökin á Gasa, að þá hættið þið að kaupa olíu af Rússum, jafnt beint en sérstaklega óbeint í gegnum milliliði meintra hlutlausra landa.

Setjið jafnvel refsiaðgerðir á helstu stuðningsríki Pútíns, Indland og Kína.

 

Ég er tilbúinn þegar þið eruð það.

Fá orð sem segja í raun allt.

 

Evrópa hefur aldrei verið tilbúin.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ég er tilbúinn þegar þið eruð það“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Og þú ert nógu vitlaus til að halda að evrópa sé að vígvæðast vegna blaðurs í órangútanum.

Evrópa er að vígvæðast vegna ógnanna frá pútin, næstbesta vinar órangútans.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.9.2025 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 496
  • Sl. sólarhring: 572
  • Sl. viku: 4129
  • Frá upphafi: 1481013

Annað

  • Innlit í dag: 408
  • Innlit sl. viku: 3614
  • Gestir í dag: 361
  • IP-tölur í dag: 352

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband