13.9.2025 | 10:19
Loftslagstrúboð og veruleikafirring
Hvar sem loftslagstrúboð stígur niður fæti þá rekst það á þúfur og fellur við. Á máli sjávarbyggðanna þá steytir það á hverju því skeri sem er í augsýn, ef ekkert er í augsýn, þá leitar það uppi næsta sker.
Það er staðreynd að innviðir eru ekki til staðar fyrir meint orkuskipti bílaflotans. Mjög fáir áningarstaðir á landsbyggðinni hafa raflínur fyrir bílaleiguflota á rafmagni, ef til dæmis Staðaskáli hefði þann fjölda hleðslustöðva sem dygði, þá þyrfti að leggja nýjar raflínur að skálanum, svo lítið dæmi sé nefnt.
Í dag eru hleðslustöðvar skrautstöðvar, þær sinna aðeins brotabroti bílaflotans og lofsslagstrúboðið er svo heimskt að þvinga fram rafbílavæðingu bílaflotans þá er ekkert innviðakerfi til að styðja við þá forheimsku veruleikafirrts fólks.
Ísland er stórt dreifbýlt land, rafbílar henta ekki þeirri víðáttu, uppgefin hleðsla rafbíla er fljót að hverfa þegar kílómetrarnir byrja að telja, hvað þá í kulda og trekki, rigningu, stormi, snjóbyljum, frostum.
Fólk er heppið að verða ekki úti í úthverfum Reykjavíkur í vondum vetrarveðrum, hvernig heldur fólk virkilega að rafbílar þess virki á miðri Holtavörðuheiðinni þar sem þarf að fara fetið í snjóbyl??
Eða hvernig munu björgunarsveitir mæta á vettvang?, yrðu þær að vera með dísilrafstöð í eftirdragi??
Þessi frétt endurspeglar þá staðreynd, að sá sem ætlar að ferðast um Ísland, gerir það á bíl sem skilar honum áfangastað.
Rafmagnsvæðing fiskiflotans er draumsýn, firring sem hagsmunaaðilar tóku undir til að fá víðáttukjaftæði lofslagstrúboðsins á móti sér.
En eftir ofurskattheimtu 101 Reykjavík þá er hún ekki möguleiki, því það þarf mikla umframarðsemi til að ná slíkum markmiðum, þó hún væri möguleg.
Landbúnaðurinn, ha ha, svaka umframarðsemi þar og svo mætti halda áfram út í hið óendanlega.
Tækniframfarir takast á við brennslu kolefniseldsneytis, en forsenda þess er að það sé eftirspurn arðsemi, að það sé hægt að taka upp þá tækni án þess að setja allt á hliðina.
Og að lokum, sjá menn Pólverja sem og aðra Nató liða biðja Rússa um vopnahlé í meintu stríði þegar það þarf að hlaða skriðdrekana??
Eða þegar stríðsvélin fær ekki nóg rafmagn þegar það er logn og skýjað??
Það er nefnilega þannig með raunveruleikann.
Hann tekur veruleikafirringu í fangið, og flengir hana.
Það verða örlög loftslagstrúboðsins.
Kveðja að austan.
![]() |
Ferðamenn vilja ekki rafmagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 241
- Sl. sólarhring: 489
- Sl. viku: 3874
- Frá upphafi: 1480758
Annað
- Innlit í dag: 214
- Innlit sl. viku: 3420
- Gestir í dag: 203
- IP-tölur í dag: 200
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Loftslagstrúðarnir eru ekki að reyna að vernada umhverfið.
Þeir eru að reyna að tortíma þjóðfélaginu. Siðmenningunni.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.9.2025 kl. 11:09
Viðreisn vildi í fyrra banna sölu allra alvöru bíla STRAX á þessu ári
þó svo að innviðinir séu ekki til staðar eins og þú minnist á
"Viðreisn vill að nýskráningu á bensín- og díselbílum verði hætt á næsta ári,"
Grímur Kjartansson, 13.9.2025 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning