10.9.2025 | 13:36
Morgunblaðið í falsfréttum.
Það er siðleysi í blaðamennsku að tengja saman óskylda hluti til að sverta einhvern eða rægja.
Í þessari frétt er fyrirtækið sem sér um öryggisgæslu hjálparsamtaka sem dreifa matvælum á Gasa, með menn í vinnu sem tengjast einhverju mótorhjólagengi, og það mótorhjólagengi á að vera andmúslímskt.
Og hvað, hver er svo fréttin??
Bolir, slagorð, eitthvað úr fortíð, eitthvað úr Fjarskaistan frá átökunum á Gasa, og það neikvæða er lesandinn látinn tengja við hjálparsamtök, þess glæpur að dreifa matvælum á landssvæði þar sem sögð er ríkja hungursneyð.
Miðað við þann alvarleik er svona blaðamennska sori.
Síðan endurtekur blaðið falsfréttina um "Hungursneyð ríkir á Gasa en hundruð almennra borgara hafa látið lífið við að sækja sér mat og neyðaraðstoð á skilgreindum mannúðarsvæðum bandarísk-ísraelsku mannúðarsamtakanna GHF undanfarna mánuði".
Í það fyrsta lýstu Sameinuðu þjóðirnar aðeins yfir hungursneyð í Gasaborg og svæðum þar nálægt, svæðum sem hin "umdeildu" hjálparsamtök dreifa ekki matvælum til, heldur Sameinuðu þjóðirnar, og skýring þess hungurs er að Hamas og samtök þeim tengdum stela um 85% af hjálparsendingunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna.
Megnið af þeim hjálpargögnum er svo selt á svartamarkaði Gasaborgar, þar sem verðið er himinhátt vegna stöðugra peningasendinga góðmenna til Gasa, og þeir sem njóta ekki slíkra sendinga svelta.
Þetta er hin meinta hungursneyð á Gasa, og þetta er skýring hennar.
Ef fólk trúir þessu ekki í þá getur það spurt sig þeirrar einföldu spurningar, af hverju fær það ekki að sjá myndir af þessari sömu hungursneyð, nægar myndir voru sýndar fyrir Band-aid tónleikana af hungruðu fólki í Eþíópíu eða frá Biafra á sínum tíma.
Nefni þessar hungursneyðir því Sameinuðu þjóðirnar sögðu ástandið sambærilegt en engar myndir.
Aðeins myndir í falsfréttum af langveikum börnum, svo augljóst fals því engin hungurmerki sjást á aðstandendum hinna langveiku barna.
Síðan geta menn spurt sig, af hverju er ekki til eitt myndskeið af ísraelskum skriðdrekum eða herþyrlum að skjóta á matarbiðraðir kringum dreifingarstöðvar hjálparsamtakanna??
Myndskeiðin með fréttunum er næstum öll eins, æst fólk sem segir að það hafi verið skotið á það, helst í nærmynd, en tækjabúnaður þeirra blaða og ljósmyndara sem Ísraelsmenn hafa verið að skjóta á færi, sína öflugar myndvélar með aðdráttarlinsur af fullkomnustu gerð.
"hit by gunfire from tanks, helicopters and quadcopter drones" er ein magnaðasta lýsing almannavarna á Gasa á þessum meintum drápum, voru drápstækin ósýnileg venjulegum myndavélum?
Í öllum fréttatímum Rúv var aðeins einu sinni sýnt myndskeið, sem AP fréttastofan hafði undir höndum og var tekið á síma ónefnds hjálparstarfsmanns, sem mátti túlka sem hugsanlega skotárás.
Hugsanlega, svo á fólk að kaupa það að fólk sé drepið í hundraðatali í þessum matarbiðröðum.
Morgunblaðið sem borgarlegur fjölmiðill með yfir 100 ára gamla sögu, á að vera hafið yfir svona blaðamennsku, það er ekki hlutverk þess að starfa í þágu Hamas.
Þjóðarmorðingjanna sem vissu nákvæmlega hvað biði íbúa Gasastrandarinnar eftir voðaverkin 7. október, og þær hörmungar voru einmitt tilgangur árásanna.
"We know very well the consequences of our operation on Oct. 7", emphasizing that Palestinian lives must be sacrificed in the quest for liberation". Við gerum okkur vel grein fyrir afeiðingunum, paletínskum lífum verður að fórna fyrir málstað frelsunarinnar.
Skýrar er ekki hægt að orða einbeittan vilja til að fremja þjóðarmorð á sínu eigin fólki.
Og til hvers?? "with a call for the elimination of Israel".
Jú, til að fremja þjóðarmorð á annarri þjóð.
Þetta er fólkið sem er skuggastjórnendur fréttaritstjórn Morgunblaðsins.
Sem skýrir falsfréttirnar.
Kveðja að austan.
![]() |
Umdeild hjálparsamtök á Gasa með tengsl við gengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 468
- Sl. sólarhring: 547
- Sl. viku: 4256
- Frá upphafi: 1479253
Annað
- Innlit í dag: 431
- Innlit sl. viku: 3696
- Gestir í dag: 378
- IP-tölur í dag: 361
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir mér er þetta einfalt
HAMAS stýrir, stjórnar og tekur "toll" af hjálparstarfi á Gasa
Mannúðarsamtök eins og GHF og fleiri sem ekki borga tollinn þarf að sverta og eyðileggja á allan hátt
aðferðin er þekkt úr öllum Mafíu myndum nema þar verð þeir sem ekki borga fyrir "óhöppum" en í þessu tilfelli er "óhappið" óhróður sem fréttamiðlar gleypa hráan
Grímur Kjartansson, 10.9.2025 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning