9.9.2025 | 15:59
Hamas er hugmynd!
Er haft eftir fyrrum yfirmanni ísraelsku öryggisþjónustunnar.
Ekki fólk, heldur hugmynd, þess vegna er ekki hægt að sigra Hamas í stríði.
Orð sem voru sögð þegar hann varaði við innrásinni í Gasaborg.
Og það er því miður staðreynd, að fyrir utan Þorgerði Katrínu og hennar líka í vestrænum lýðræðisríkjum, að þá eru öfgaöflin innan ríkisstjórn Ísraels helstu bandamenn Hamas.
Þau fæða púkann á fjósbitanum betur en nokkur bölv og ragn getur gert.
Á meðan deyr fólk beggja vegna landamæranna í algjöru tilgangsleysi stríðsátaka sem áttu sér upptök fyrir daga elstu manna, og virðast ætla að lifa unga fólkið í dag, jafnvel þó það verði meðal elstu manna þegar fram í sækir.
Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa en er ekki rofinn.
Vegna mannanna heimsku sem gengur í takt með öfgum og mannhatri.
Allavega þá er kátt í neðra þessa dagana.
Kveðja að austan.
Eftirmáli: Til að skilja betur ranghugmyndir öfganna, öfga sem skýra þau mótmæli í Ísrael sem sökuðu ríkisstjórnina að breyta réttlátu stríði í eitthvað allt annað, skítugt blóðbað þar sem örlög gíslanna voru aukaatriði, eða réttara sagt réttlæting hins skítuga stríðs eftir að vopnahléið í febrúar var rofið, þá er hollt og gott að lesa þessi orð sem ég tók af fréttasíðu BBC. Tilefnið sú óhæfa að sprengja í loft upp Hamas leiðtoga sem komu saman til að ræða um vopnahlé. Svona líkt og myrða eftirlifandi gísla í beinni útsendingu.
For the families of Israeli hostages still being held in Gaza, todays news has triggered a fresh wave of desperate anxiety. I am shaking with fear, Einav Zangauker posted on X. Einavs son, Matan, is among those being held. It could be that in these very moments the Prime Minister has actually assassinated my Matan. Why does he insist on blowing up any chance of a deal?
![]() |
Fyrirskipar öllum íbúum Gasaborgar að yfirgefa svæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 509
- Sl. sólarhring: 556
- Sl. viku: 4391
- Frá upphafi: 1478741
Annað
- Innlit í dag: 450
- Innlit sl. viku: 3792
- Gestir í dag: 395
- IP-tölur í dag: 382
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning