Múrar eiga sér sínar skýringar.

 

Og svona lofsömuð dráp reisa múra.

Því sá sem er skotinn uppúr þurru reynir að verja sig og sína.

Það er í eðli mannsins og þar skiptir engu máli trú, kynþáttur, þjóðir, þú líður ekki að einhver komi og skjóti á þig.

 

Svona morð afhjúpa líka hvar hugurinn liggur hjá meintum góðmennum hjá hinum ýmsum samtökum.

Til dæmis hjá samtökum sem eiga að gæta hlutleysis, og krefjast griða vegna þess.

 

Fyrir um ári síðan var svipuð byssuárás í Jerúsalem og fólk á förnum vegið skotið, flestir sem betur aðeins særðust en nokkrir létust.

Mörg meint góðmenni hjá samtökum um góðmennsku gátu ekki fordæmt þau morð án þess að taka fram að allt eigi sér sínar skýringar, eins og það sé einhvern tímann hægt að réttlæta morð og dráp.

 

Það sem skar mig eftir þann atburð var að þegar byssumennirnir voru eltir uppi inní byggðir Vesturbakkans, og létu svo lífið í skotárás við ísraelska hermenn, að þá lofsamaði Rauði hálfmáninn hina föllnu byssumenn sem píslarvotta.

Morðingjarnir voru sem sagt píslavottar, og þá í einhverju göfugu stríði í þágu Allah eða eitthvað.

 

Síðan þá hef ég vel skilið Ísraelsmenn að bera litla virðingu fyrir meintum griðum starfsmanna Rauða hálfmánans.

En skil hins vegar ekki þögn Rauða krossins um þessa afhjúpun á hvar hjarta systursamtaka þeirra í hinum íslamska heim slær.

 

En maður þarf víst ekki að skilja allt.

Kveðja að austan.


mbl.is Skutu fimm til bana í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 527
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 4645
  • Frá upphafi: 1478140

Annað

  • Innlit í dag: 453
  • Innlit sl. viku: 3989
  • Gestir í dag: 404
  • IP-tölur í dag: 395

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband