7.9.2025 | 10:16
Sátu hálfstjarfir undir fallegu flæði nafnanna.
Það er átakanlegra en orð fá tjáð að það skuli taka heila dagsstund frá morgni að miðnætti að lesa upp nöfn allra þeirra barna sem hafa látist í Palestínu og í Ísrael frá 7. október 2023.
Þúsundir barna, á þúsundir ofan hafa látist í þessu stríði sem aldrei átti að verða og er vegna þess að alþjóða samfélaginu hefur ekki borið gæfa til að stöðva það.
Og ég skil vel að fólk hafi setið hálfstjarft undir fallegu flæði nafnanna svo ég vitni í fyrirsögn þessa pistils sem er setning sem tekin er úr viðtengdri frétt.
Það slær mig hins vegar að þessi fallega athöfn er hluti af stuðningi íslensku þjóðkirkjunnar við þjóðarmorð Hamas á sínu eigin fólki.
Því Hamas hóf þetta stríð með viðbjóðslegum árásum sínum á óbreytta borgara með þeim eina tilgangi að kalla dauða og djöful yfir sitt eigið fólk; "that more fightingand more Palestinian civilian deathswork to his advantage. .. these are necessary sacrifices."
Þeirra eigin orð, ekki annarra.
Palestínumenn á Íslandi fögnuðu, fóru sigurgöngu niður Laugarveginn þegar fréttir bárust af árásum Hamas á Ísrael þennan örlagríka dag fyrir nærri tveimur árum síðan.
Þeir fögnuðu, þeyttu flautur, blístruðu af gleði og kátínu, það voru engin tár á hvörmum þeirra þó þeir hefðu mátt sjá fyrir sér allar þær hörmungar sem stríðið myndi kalla yfir hið þéttbýla land þeirra.
Þeir gráta í dag en iðrast einskis.
Guð má síðan vita hvort þeir séu hlæjandi innra með sér yfir að áætlanir leiðtoga þeirra hafi gengið svona vel eftir, að blóð samlanda þeirra hafa kallað fram fordæmingar yfir Ísrael og stríðsrekstrinum á Gasa.
Það er allavega mikið afrek að fá íslensku þjóðkirkjuna til að styðja þjóðarmorðingja.
Fólk, sem fellur í þessa gildru voðamenna og þess viðbjóðs sem styður þá með ráðum og dáðum, ætti að íhuga af hverju Abbas, forseti Palestínu, leiðtogi Vesturbakkans, bað samlöndum sínu á Gasa grið í byrjun mars eftir að Ísraelsstjórn tilkynnti stöðvun neyðarsendinga inná Gasa.
Griðin fólust í því að Hamas legði niður vopn svo þjáningum íbúanna myndi linna.
Innlendi viðbjóðurinn sem hefur stutt Hamas frá fyrsta degi, bæði voðaverk þeirra í Ísrael 7. október 2023, sem og þjóðarmorðið á íbúum Gasa eftir það, hann segir; það er ekkert að marka þennan Abbas, hann er í valdabaráttu við Hamas.
En núna í sumar hvöttu Arabarríki eins og Egyptaland, Jórdanía og Sádi Arabía Hamas að leggja niður vopn og yfirgefa Gasa endir væri bundinn á þjáningar íbúanna þar.
Þessi ríki eru engan vegin að réttlæta drápin á Gasa, þau segja einfaldlega að þeim þarf að linna.
Það er nefnilega engin góðmennska fólgin í því að styðja Hamas, það er úr ranni illskunnar.
Og það verður aldrei friður á jörðu á meðan mannkynið, eða hluti þess réttlætir eða líður innrásir ríkja í önnur lönd.
Því þannig hefjast stríðin, og stundum líkur þeim aldrei fyrr en allir eru annaðhvort hálfdauðir eða steindauðir.
Og hver er þá tilgangurinn?
Hræsni og yfirdrepsskapur er það sísta sem íbúar Gasa þurfa í dag.
Þeir þurfa frið.
Kveðja að austan.
![]() |
Lesa nöfn barnanna fram að miðnætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 364
- Sl. sólarhring: 585
- Sl. viku: 4258
- Frá upphafi: 1477248
Annað
- Innlit í dag: 301
- Innlit sl. viku: 3662
- Gestir í dag: 272
- IP-tölur í dag: 265
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"íbúar Gasa þurfa í dag" - samkvæmt öllum fréttamiðlum þá þurfa þeir neyðaraðstoð
og því hef ég spurt hvort ekki verði erfiðara fyrir íslensk hjálparsamtök að koma neyðaraðstoð til Gasa ef Ísland slítur á öll tengsl við Ísrael
líkt og Ingibjörg Sórún telur mjög aðkallandi að gert sé til að flýta fyrir lausna á vanda Palestínumanna
Grímur Kjartansson, 7.9.2025 kl. 11:09
Blessaður Grímur, þetta er svona ein af mótsögnunum sem hrjá þetta Góða fólk.
Taktu svo eftir að Ingibjörg minntist ekki orði á ábyrgð Hamas, eða bænheyrði samtökin að leggja niður vopn.
Líkt og arabískir nágrannar Gasabúa gera.
En ég hef svo sem áður heyrt svona réttlætingu voðaverka og stuðning fólks af sauðarhúsi Ingibjargar Sólrúnar við þau.
Ég náði í skottið á sófakommunum sem upphófu Rauðu Khemrana, dýrkuð Maó líkt og hann væri í guðatölu, sem og ég kynntist eldri kommunum sem töldu Stalín vera allt að mannkynsfrelsara.
Gömlu kommarnir eru vissulega dánir, en það er kátt í höllinni hjá sófakommunum sem eru komnir á virðulegan aldur í dag, þeir hafa fundið sér ný voðasamtök til að styðja með öllum sínum ráðum og dáðum.
Hvaða óeðli knýr þetta fólk áfram veit ég hins vegar ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.9.2025 kl. 11:49
Ég færi nú varlega í að taka mark á áróðri hryðjuverkasamtaka.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.9.2025 kl. 12:23
Það er ekki í valdi alþjóðasamfélagsins að stöðva þjóðarmorðin. Það geta bara morðóðu júðarnir gert.
Og þetta stríð byrjaði ekki fyrir tveimur árum, heldur fyrir 80 árum heimska fífl.
Kveðja úr neðra
Bjarni (IP-tala skráð) 7.9.2025 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning