6.9.2025 | 18:40
Hvert sem við förum eltir dauðinn okkur.
Fátt lýsir betur átakanlegri tilveru íbúa Gasaborgar en þessi orð sem höfð eru eftir ungri konu í annarri frétt um hörmungar íbúanna þar í borg.
Til hvers að flýja??, það er er alls staðar sprengt, alls staðar skotið, svo er hungrið aldrei langt undan.
Stríðið sem átti aldrei að verða en varð, stríðið sem varð og ætlar aldrei að enda.
Og saklaust fólk er fast í miðju þess vítahrings.
Íslensk góðmenni héldu fundi um allt land til að mótmæla því sem þau kalla þjóðarmorð Ísraela á Gasa, í ekki einu orði er minnst á ábyrgð Hamas á öllum þessum hrylling.
Í góðmennsku sinni og samúð, sem ég efa ekki að sé ósvikin, þá átta þau sig ekki á að þau eru peð í hráskinstafli leiðtoga Hamas, sem skipulögðu voðaverkinn 9. október 2023 í þeim eina tilgangi að fá sem heiftarlegustu viðbrögð ríkisstjórnar Ísraels, eitthvað sem gekk eftir.
Tilgangurinn var að fá svona fundi, fá svona samúð, fá svona fordæmingu á stjórnvöld í Ísrael, og gjaldið, blóð samlanda þeirra, kvenna, barna, saklausra borgara, töldu þeir nauðsynlegan fórnarkostnað til að svona fundir yrðu að veruleik.
Þetta eru ekki mín orð, þetta eru þeirra orð.
Í Wall Street Journal voru þessi orð afhjúpuð í byrjun júní 2024, og það er þörf á að rifja þau upp, svo við munum hverjir bera hina raunverulega ábyrgð á þjóðarmorðinu á Gasa.
Þetta eru orð æðsta herforingja Hamas á Gasa, til samningamanna Hamas á einhverjum af þeim ótal fundum sem haldnir voru um vopnahlé átakanna.
Fyrirsögn WSJ 10.06.24 var; Gaza Chiefs Brutal Calculation: Civilian Bloodshed Will Help Hamas. Og síðan sagði í fréttinni: "Yahya Sinwars correspondence with compatriots and mediators shows he is confident that Hamas can outlast Israel".Hamas mun þrauka lengur en Ísraelar. Að baki lá blákalt mat; The Hamas military leader in Gaza has sent to mediators show, is a calculation that more fightingand more Palestinian civilian deathswork to his advantage.
Svo ég endurtaki með hástöfum; Dauði óbreyttra borgara á Gasa er í okkar þágu. " .. these are necessary sacrifices". Nauðsynlegar fórnir.
Fundahöldin í dag um allt land staðfesta þessi orð hans, kaldrifjuð vissulega, en hann treysti á að öfgaöfl innan ríkisstjórnar Ísraels myndu falla í gildruna. ".. their deaths, along with the deaths of other Gazans, would "infuse life into the veins of this nation, prompting it to rise to its glory and honor".
Óþarfi að þýða þessi orð.
Eða þessi hér sem á eftir koma;
"The efforts came to naught, however, and according to The Wall Street Journal, this was due in no small part to Sinwar, who pressed Hamas leaders in Qatar not to agree to any temporary pauses in the fighting. The higher the civilian death toll, the more pressure would be put on Israel, he said. Israels journey in Rafah wont be a walk in the park, he also reportedly said. We have the Israelis right where we want them, Sinwar told other Hamas leaders recently, according to the Journal."
Þessi orð einfaldlega afhjúpa hverjir í raun fórnuðu lífi íbúa Gasa, og afhverju þeir gerðu það.
Leiðtogar Hamas frömdu viljandi þjóðarmorð á samlöndum sínum, og virðast ætla að komast upp með það.
En eftir stendur samt hver ber hinn raunverulega ábyrgð??
Sá sem fórnar sínum eigin fólki vísvitandi sem vopni í stríði, eða sá heimski sem gengur í gildru hans??
Svari sá sem svara kann.
Kveðja að austan.
![]() |
Myndir: Aðgerða krafist á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 811
- Sl. sólarhring: 846
- Sl. viku: 5219
- Frá upphafi: 1490091
Annað
- Innlit í dag: 615
- Innlit sl. viku: 4464
- Gestir í dag: 508
- IP-tölur í dag: 486
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo rétt Ómar.
En hamas treystir á alla þessa bláeygðu vitleysinga sem
aldrei hafa upplifað þær hörmungar sem stríð eru.
Ísland var landið sem auðveldast var að nota.
Bláeygðir og blindaðir af þeirri staðreynd hverjir hófu stríðið
Þetta vita Ísland-Palestína samtökin og virðist ganga vel upp.
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.9.2025 kl. 20:00
Palestínumenn eru þeir sem elta Dauðann, Dauðinn eltir þá ekki sérstaklega.
Vesturlönd hafa nú sameinast Palestínumönnum í þessum eltingarleik við Dauðann og kalla hann einnig yfir sig, en það kristallast í árásum Vesturlanda á Ísrael.
Þetta afhjúpar breska blaðakonan og metsöluhöfundurinn Melanie Phillips. Hún rökstyður hvernig barátta Vesturlanda gegn Ísrael er í raun stríð gegn eigin sjálfsmynd, gildum og siðmenningu.
Eftir árás Hamas, 7. Október 2023, á Ísrael hefur gyðingahatur margfaldast um alla Evrópu og Ameríku.
Höfnun Vesturlanda fer hratt vaxandi á hinum gyðing-kristna arfi sínum. Menn reikna ekki lengur með Guði og þjóðernisvitund vestrænna ríkja hefur beðið skipbrot. Þetta hefur gert Vesturlönd siðferðilega gjaldþrota og varnarlaus.
Frjálslyndar yfirstéttir Vesturlanda - undir merkjum mannréttinda og alheimshyggju - hafa tekið upp Dauðadýrkun og fremja menningarleg sjálfsvíg.
Ísrael er hins vegar eina vestræna ríkið sem stenst þessa ágjöf og haggast ekki frá trú sinni og þjóðerniskennd.
Ísrael þessi útvalda þjóð Guðs, berst ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur fyrir þau gildi sem Vesturlönd trúðu á.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.9.2025 kl. 00:55
Ég vil bæta því við að mér þykir vænt um að lesa athugasemdir Guðmunar Arnar í sorg minni vegna fráfalls mömmu, ég kannast við þennan málflutning frá henni og öðrum þótt ég sé ekki endilega 100% sammála þessu. Ég viðurkenni samt arfinn kristilega, hann var og er dýrmætur, en nú er verið að efast mikið um hann.
Ég á vini á Fésbókinni sem eru Palestínu vinir og aðra sem standa með gyðingunum. Ég vil hvorugan hópinn móðga.
Ég á erfitt með að skilja þessar djúpu skotgrafir fyrir báða hópana með og á móti. Ég hef ekki sannfæringu fyrir að gyðingar séu Guðs útvalda þjóð og því finnst mér margt í þessu framandi.
En það er staðreynd og er sammála Ómari að islömsk menning er eins og fleygur á Íslandi og á Vesturlöndum. Þar hefur verið nóg um klofning fyrir af öðrum ástæðum.
Ingólfur Sigurðsson, 7.9.2025 kl. 01:23
Blessaður Sigurður.
Það er margt skrýtið og brenglað í veröldinni í dag eins og til dæmis að stór hluti háskólafólks skuli ekki lengur vita hvernig börn verða til eða eftir aldalanga réttindabaráttu kvenna skuli orðið kona verið tekið út í kennsluefni eða lagatextum og orðið legberi sett í staðinn.
Maður spyr sig stundum hvort Göbbels hefði getað gert það sem þýska hernum tókst ekki, ef hann hefði haft samfélagsmiðla til að vinna með.
Það deyr fólk í stríði, þess vegna eiga menn ekki að stofna til þeirra, og á Gasa geisar grimmileg styrjöld þar sem annars vegar takast á þungvopnaður her Ísraela og hins vegar létt vopnaðar sveitir Hamas sem hafa valdið innrásarsveitum Ísraela miklum skráveifum með skæruhernaðartaktík sinni.
Á árinu 2024, eina heila ári þessara átaka féllu hátt í 400 hermenn Ísraela, og yfir 5.000 særðust, margir mjög illa. Segir allt sem segja þarf um hörku þessara átaka og varnarmátt Hamas.
En hér er látið eins og að Ísraelar hafi gert innrás á Gasa, af því bara, og séu í hörðum bardögum við sjálfa sig, með þessu mannfalli, bæði sínu og alls fólksins sem þeir eru sagðir drepa á Gasa.
Og ég sem hélt að um 9 milljónir Þjóðverja, jafnt hermanna sem óbreytta borgara hefðu fallið í seinna stríði, en núna á ég sem sagt að vita betur. Þeir voru drepnir, þeir féllu ekki, og þetta voru allt bara borgarar Þýskalands. Og þeir sem drápu þá, voru Bandamenn sem að lokum gerðu innrás í Þýskaland, eftir að hafa lagt flestar borgir þar í rúst.
Mannfall Bandamanna skýrist þá líklega að þeir hafi skotið sína eigin hermenn í öllu morðæðinu.
Ólögleg innrás þeirra svo ég vitni í Amnesty, átti aldrei að verða, og samtökin eru með það á hreinu að Bandamenn frömdu þjóðarmorð á Þjóðverjum, enda drápu þeir um 15% þjóðarinnar, hröktu milljónir á flótta frá aldagömlum heimkynnum þeirra, og svo framvegis.
Já, við lifum skrýtna tíma Sigurður.
Í öfugsnúna landi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.9.2025 kl. 11:25
Blessaður Guðmundur Örn.
Við deilum ekki þeirri sömu skoðun að hörmungar íbúa Gasa sé samkvæmt einhverri forspá Gamla testamentisins, en mikið er ég sammála mörgu af því sem þú segir hér að ofan; "Breska blaðakonan Melanie Phillips rökstyður hvernig barátta Vesturlanda gegn Ísrael er í raun stríð gegn eigin sjálfsmynd, gildum og siðmenningu".
Dauðadýrkun og menningarlegt sjálfsvíg lýsa vel hinu öfugsnúna landi sem ég impraði hér að ofan í andsvari mínu til Sigurðar.
Miðaldagyðingarnir sem því miður menga ríkisstjórn Ísraels þó þeir séu aðeins brot landsmanna, eru hins vegar ekki að þjóna neinum nema þeim í neðra líkt og miðaldamúslímarnir í Hamas.
Enda er hlegið dátt í neðra þessa dagana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.9.2025 kl. 11:34
Blessaður Ingólfur.
Setning þín um fleygin í lok innslags þíns á sér ekki vísan í þennan pistil en ég reikna með að þú sért að vísa í háðpistil minn frá föstudeginum; Ég er eins og ég er.
Ég hef ekkert á móti fólki frá framandi löndum og menningarheimum, geri aðeins þó kröfu að það aðlagist í stað þess að yfirtaka, svo þætti mér líka vænt um að það hefði ekki á stefnuskrá sinni að útrýma mér og mínum, það er mikill misskilningur Ingólfur að Íslamistar eða miðaaldamúslímarnir ætli sér aðeins að útrýma gyðingum, þeir telja alla réttdræpa sem játa ekki Allah eftir þeirra túlkun á Kóraninum.
Síðan, þó ég skilji vel klemmu þína, þá snýst þetta ekki um að halda friðinn við þennan og hinn, þetta snýst um að halda sig við staðreyndir og virða gildi mennskunnar.
Sem og forsendur hennar.
Menn geta alveg deilt um útfærslu þess, hvað felst í þessu að virða gildi mennskunnar sem og forsendur hennar, en að styðja með ráðum og dáðum öfgafólk sem fremur þjóðarmorð á sínu eigin fólki, getur aldrei fallið innan þess ágreinings.
Þetta snýst ekki um trú Ingólfur, þetta snýst um að vera maður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.9.2025 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning