Aðilar vinnumarkaðarins eru ábyrgir!!

 

Segja þau Davíð fjármálaráðherra og Kristrún forsætisráðherra, og vísa í að aðilar vinnumarkaðarins munu ekki bregðast við þeim orðum Ingu Sæland, ráðherra þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, að það þyrfti næst að hækka lægstu laun fyrst það væri búið að bæta kjör elli og örorkulífeyrisþega.

Í orðunum liggur að Inga Sæland sé það ekki.

 

Svona er nefnilega kærleikurinn á stjórnarheimilinu, ábyrgir ráðherrar umbera gæðin í Ingu með því að niðurlægja hana með orðum opinberlega.

Svona eins og "þetta er nú bara hún Inga".

 

Kristrún gat samt ekki sleppt tækifærinu á að minnast á að hún hefði plan, eða það væri hægt að hafa plan sbr. þessi orð hennar; "Það er hægt að fara í sér­tæk­ar aðgerðir sem snúa að fólki á lægstu laun­un­um og ég veit að það er stuðning­ur við það í rík­is­stjórn­inni".

Já, það er sko hægt að gera ýmislegt og alltaf stuðningur við það í ríkisstjórninni.

Meinið er að hlýjar hugsanir og góður stuðningur er ekki settur á diskana og étinn, hvað þá að hann mælist í launaumslaginu.

 

Hins vegar mælist allur íþyngjandi kostnaður og gjöld í launaumslaginu, þó óbeint sé.

Því meira sem tekið er frá mjólkurkúnni þá mjólkar hún minna og að lokum blóðmjólk líkt og tilfellið er með sjávarútveginn.

Aðþrengdir atvinnuvegir borga lægri laun og skila minni verðmætum út í samfélagið, svo einfalt er það.

 

En í ríkisstjórn okkar er gott fólk og það styður öll góð málefni.

Og það umber Ingu.

Svo er það með plan að sjálfsögðu.

 

Plan um að hækka skatta, fjölga íþyngjandi reglugerðum, auka almennt kostnað í atvinnulífinu.

Svo plan um að niðurlægja Ingu við hvert tækifæri.

 

Já, já.

Svona er þetta bara.

 

Það rignir samt ekki í augnablikinu.

Kveðja að austan.


mbl.is Draga úr orðum Ingu um launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

En á meðan virðist alltaf vera til peningur handa Selensky sem boðað hefur til skyndifjáröflunarfundar í Kaupmannhöfn í dag

og að sjálfsögðu mætir Kristrún og hefur væntanlega með "gjafir" úr ríkissjóði

Leiðtogar funda með Selenskí í Danmörku

Grímur Kjartansson, 3.9.2025 kl. 10:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já blessaður Grímur.

Mig hefur lengi grunað að það dugi ekki annað til að fá peninga hjá Góða fólkinu sé að tala útlensku, þá er enginn vasi tómur.

En allt fer víst á hliðina ef hinir venjulegu eigi að fá í sig og á, en svona er þetta víst bara.

Tek samt ofan fyrir Ingu að hafa kjarkinn til að segja þetta.

Það er töggur í kellu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2025 kl. 16:33

3 Smámynd: G Helga Ingadottir

Strípaður örorkulífeyrir er 333.000 kr. fyrir skatt, eftir nýjustu hækkun. Byrjunarlaun hjá Eflingu t.d. eru 449.735 kr. fyrir skatt, dagvinna, þarna munar meira en 100.000 kr. á lífeyrinum og lægstu launum. https://efling.is/wp-content/uploads/2024/03/Kauptaxtar_2025_jan_SA.pdf

Hvorki Inga Sæland né aðrir meðráðherrar virðast hafa kynnt sér þetta. Það er líka einkennilegt að Inga sem í kosningarbaráttunni taldi að örorkubætur ættu að vera í takt við lámarkslaun í landinu, vill nú fara að auka muninn milli lífeyisins og lámarkslauna. Er ekki alveg að skilja þennan málflutining

G Helga Ingadottir, 3.9.2025 kl. 17:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður punktur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2025 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 22
  • Sl. sólarhring: 636
  • Sl. viku: 4836
  • Frá upphafi: 1488342

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4191
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband