1.9.2025 | 16:19
Af hverju segja menn ekki sannleikann??
Grunnhreyfiafl íþrótta er tekjur, að tekjur standi undir kostnaði.
Pólverjar eru ekki bara stærri þjóð en við, þeir taka líka þátt í kostnaðinum við að halda Evrópumótið í körfubolta.
Því voru líkurnar að Ísland myndi vinna leikinn við þá minni en að forseti Hvíta Rússlands muni tapa næstu kosningum, sama hve skoðanakannanir væru honum í óhag.
Spilling er eins og hún er.
Þess vegna er dálítið hlægilegt að lesa fréttina þar sem vísað var í skrif Ólafs Stefánssonar þar sem hann sagði að "Við ættum ekki að taka svona hlutum þegjandi", og ég hélt á ákveðnum tímapunkti að Ólafur myndi blása til stríðs við spillingu innan alþjóðlegra íþrótta.
Nei, nei, Ólafur vildi bara að strákar og stúlkur myndu æfa meira, lyfta meira, verða betri.
Sem er svo sem alveg rétt þegar hin smærri er miklu betri en stærri liðin, og því fá rangir dómar spillingarinnar þar litlu breytt.
En almennt er þetta kjaftæði, það eru önnur öfl en gæði og geta sem ráða úrslitum í spilltum íþróttagreinum eins og handbolta og körfubolta.
Gæði og geta lýtur í gras fyrir horriminni sem öskrar á tekjur.
Þetta er sama lögmál spillingar og það sem gegnsýrði kommúnisma Sovétríkjanna, mér er minnisstæð sagan þar sem háttsettur KGB maður taldi sig öruggan um að sonur hans, stærðfræðisnillingur kæmist inní elítu háskóla raungreina í Moskvu, fór þar saman tign hans innan valdakerfis Kremls, sem og hæfni sonar hans.
En sá þurfti að sætta sig við höfnun, fyrir keppnauti sem kunni vart að reikna, samt var sú vankunnátta hans besta fag.
Gæfumunurinn fólst í að faðir hins heimska var háttsettari í KGB, og það var það eina sem skipti máli þegar skólavist var úthlutað.
Alveg eins og ef Pólland væri allavega ekki 40% lakara en íslenska körfuboltalandsliðið, þá myndu dómararnir grípa inní ef þess þyrfti.
Að lesa svona aumkunarverða frétt, þar sem talað er um mistök eða einhverja dóma sem studdust ekki við reglur leiksins.
Spilling spyr ekki um rétt eða rangt, hún spyr um niðurstöðu.
Að segja annað er bæði vanvirðing við vitsmuni fólks, við leikinn, við íþróttina, við Evrópumótið í körfubolta, en ekki hvað síst;
Við strákana okkar, sem gerðu sitt besta.
Og unnu leikinn.
Það eitt skiptir máli.
Þeir unnu leikinn.
En þeir máttu það bara ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Fjallar um kolranga og dýrkeypta dóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 430
- Sl. sólarhring: 456
- Sl. viku: 2292
- Frá upphafi: 1473420
Annað
- Innlit í dag: 377
- Innlit sl. viku: 2020
- Gestir í dag: 349
- IP-tölur í dag: 344
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning