30.8.2025 | 15:28
Rödd landsbyggðarinnar fær aftur vægi.
Innan Sjálfstæðisflokksins þegar hinn grjótharði nagli Ólafur Adolfsson var kosinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Er það vel, Ólafur var öflugur að verja hag sjávarbyggðanna gagnvart 101 valdinu sem er marghöfða skrýmsli með einn búk og eina stefnu þó flokkarnir séu margir sem hýsa það.
Þegar 101 lagði ofurskattinn á sjávarbyggðirnar auk ýmissa kárína á ferðaþjónustu, þá kom í ljós að landsbyggðinni á enga fulltrúa í Viðreisn, Samfylkingunni eða Flokki fólksins, aðeins gufur sem beygðu sig í duftið fyrir nýlendu- og arðránsstefnu 101 valdsins.
Kjör Ólafs eru því ákveðin tímamót varnarbaráttu landsbyggðarinnar, varnarbaráttu sem er óháð flokkum en snýst um að raddir landsbyggðarinnar hafi vægi og áhrif á þingi.
Því ber að fagna.
Kveðja að austan.
![]() |
Ólafur nýr þingflokkformaður Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 25
- Sl. sólarhring: 807
- Sl. viku: 4816
- Frá upphafi: 1487703
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 4150
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur mun verða eins og Njáll - hreinn og beinn en samt klókur
Undarlegt að Eiríki Bergman þyki meira um vert að þingflokksformenn hagi sér eins og Mörður með sína klæki
„Þarna er nýgræðingur á ferðinni“
Grímur Kjartansson, 30.8.2025 kl. 18:14
Blessaður Grímur.
Já mér dálítið skrýtið að Mogginn skyldi ná í þekktan nagara til að naga niður Ólaf.
Er ekki ennþá búið að fyrirgefa Guðrúnu og landsbyggðararminum að leggja Áslaug Örnu??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.8.2025 kl. 11:43
Sælir
Já, það er ankannalegt að verða vitni að því hversu Eiríkur Bergmann, postuli Samfylkingarinnar, ESB og RÚV er moggadruslunni kær, alla vega netútgáfunni sem fylkir með ESB, Samfylkingunni og RÚV
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.8.2025 kl. 17:57
Góðan daginn Símon Pétur.
Þú segir nokk, ég hef ekki lengur aðgang að pappírsmogganum svo ég get ekki sagt hvort munur sé á nálgun vefsins versus pappírsins.
En það vita allir hver á DV og Vísi, og trúboðið þar og stuðningurinn við heimsmynd Góða fólksins á því ekki að koma á óvart, en stundum er eins og sami aðili eigi líka Mbl.is sem er dálítið skrýtið miðað við þekkt eignarhald Moggans.
En hins vegar þetta tiltekna dæmi um nag nagarans er örugglega einhver innanflokkskróníka og skýrist líklegast af því að þeir sem þykjast eiga, og eigi að eiga, en fengu ekki að eiga lengur, þeir eru fúlir.
Verum samt þakklátir fyrir Moggann okkar Símon, þar leynist mörg perlan, sérstaklega þegar samanburðurinn er við kolamola og eitthvað sem er ennþá svartara en það.
Hér rignir hins vegar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2025 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning