23.7.2025 | 13:21
Ásýnd hungursins.
Það var átakanlegt að sjá fréttamyndskeiðið af vannærða dregnum sem var ekkert annað en skinn og bein og virtist greinilega bíða dauðans þó hann væri kominn í skjól lækna og lægi í sjúkrarúmi.
Það þarf langvarandi hungursneyð til svona sé illa komið fyrir börnun, þau eru langsoltin, allt samfélagið er langsoltið, annars hefði einhver gefið drengnum að borða.
Hungursneyð þar sem engan mat er að fá.
Þegar ég sá þetta myndskeið þá kom uppí huga mér löngu grafin mynd af ungri sómalskri móður, kinnfiskasoginni í andliti, eftir langa göngu að búðum þar sem mat var að fá, í fangi hennar var illa vannært barn, dauðvona.
Þessi mynd er í huga mínum ásýnd hungursins, því þessi hungursneyð var af mannavöldum vegna langvarandi borgarastríðs í Sómalíu 1992.
Ég get ekki dregið þessa mynd út huga mér og fest í myndaalbúm, en ég get leitað að sambærilegum myndum frá hungursneyðinni miklu í Sómalíu 1992.
Hver myndin hroðalegri kom upp og hér fyrir neðan birti ég eina, fleiri koma í fyrstu athugasemd, bara svo við vitum hvernig ásýnd hungursins lítur út. Þarna er langsoltin móðir að gefa barninu sínu mjólk sem hún hefur fengið hjá matvæladreifingarmiðstöðinni, drengurinn hennar er ekkert annað en skinnið og beinið líkt og unglingurinn sem barðist fyrir lífi sínu í sjúkrarúminu á Gasa. Það sést á móðurinni að hún hefur sannarlega gefið barninu sínu allan þann mat sem hún átti, merki vannæringarinnar blasa við.
En það sem sló mig þegar ég horfði á þessa frétt Rúv, þá sá ég engin önnur merki um þá hungursneyð sem hafði leikið þennan dreng grátt.
Ef hún hefur verið, þá hefur hún veri fjarri móðurinni sem og starfsfólki spítalans. Og ekki voru merki hennar heldur að sjá á sjúkraflutningamönnunum sem ásamt liðsmönnum Hamas sem kalla sig fréttamenn, flautuðu fyrir utan sjúkrahúsið til að vekja athygli á yfirvofandi hungursneyð, en ekki þeirri langvarandi sem hafði leikið þennan ungling svo grátt.
Ísraelsmenn fullyrða að Hamas sé í grimmu áróðurstríði eftir að aðgangur þeirra að ókeypis mat frá Sameinuðu þjóðunum, til að taka og selja, var stöðvaður.
Þeir skjóti á fólk við matarbiðraðir, egni ísraelska hermenn til átaka með árásum á þá, og svo er öllu logið sem hægt er að ljúga um yfirvofandi hungursneyð.
Ísraelsmenn staðhæfa að Sameinuðu þjóðirnar taki þátt í þessar lygaherferð, matvæladreifing samtakanna hafi aðgang að mat sem ekki er dreift, sem og að hún neitar að vinna með þeim hjálparsamtökum sem núna sjá um dreifingu matvæla á Gasa.
Gegn þessum staðhæfingum Ísraelsmanna er þessi frétt, að um 100 hjálparsamtök vara við því að hungur sé að dreifast út á Gasa, nú þegar er sagt að um 15% íbúa þar búið við slíka neyð.
Orð gegn orði, þá er gott að skoða myndir, þessi mynd hér að ofan er tekin 1992, þá var ekki tækni til að djúpfalsa myndir ekki til, myndin er því raunveruleg, hún sýnir fórnarlömb hungursneyðar.
Myndin hér að neðan er skjáskot af frétt Rúv, þannig maður skyldi ætla að hún væri ekki fölsuð af Ísraelsmönnum og hún sýnir andlit hins langsoltna drengs sem og móður hans við sjúkrabeðið.
Það þarf ekki glögg augu til að sjá að það er sláandi munur á þessum tveimur myndum. Það gæti hvarflað að manni að drengurinn hafi verið vísvitandi sveltur til að hægt væri að nýta útlit hans sem vopn í áróðursstríði, eða hann sé haldinn einhverjum hörgulsjúkdómi og þá vísvitandi logið að hann væri fórnarlamb hungursneyðar af mannavöldum.
Myndir ljúga nefnilega ekki, nema náttúrulega þær fölsuðu, og í fréttamyndskeiðinu mátti sjá ágætlega vel haldið fólk, allavega voru sjúkraflutningamennirnir sem þeyttu flautur sínar ekki verr í holdum en Hamas líðinn sem skvett málningu á blaðaljósmyndara Morgunblaðsins í gær. Og þó það dragi það engin í efa að börn á Gasa fái ekki nóg að borða, þá er ekki hægt að sjá augljós merki um hungursneyð á börnunum sem biðu í matarbiðröð, ekki eins og hjá börnum sem búa við alvöru hungursneyð, en ekki hungursneyð áróðurs morðóðra siðblindingja.
k
Myndin til vinstri er af matarbiðröðinni en myndin til hægri af sjúkraflutningamönnum fyrir utan sjúkrahúsið þar sem drengurinn lá og virtist bíða dauðans. Vísa svo í myndir af alvöru hungursneyð í athugasemd hér að neðan þar sem langsoltið fólk beið dauðans ef það fékk ekki hjálp.
Það er matarskortur á Gasa en það á að sjást á fullorðnum fólki ef börn eru farin að deyja úr næringarskorti líkt og haldið er fram í þessari frétt. Það er samt ekki meiri matarskortur en það á Gasa að það eru opinn veitingahús þar (listinn yfir þau vinsælustu var uppfærður á Tripadvisor núna í vikunni), og þegar barnaafmæli var sprengt í loft upp fyrir nokkrum vikum síðan, þá var það haldið eins og segir á fréttatextanum, á vinsælu sjávarveitingastað við ströndina. Ekki eina heldur vinsælum sem segir það að víða er ennþá vottur af daglegu líf á Gasa.
Þar sem er matur til að halda veitingahúsum opnum er matur til að gefa deyjandi vannærðum börnum að borða.
Staðreyndir sanna ásakanir Ísraelsmanna um áróðursherferðina um meinta hungursneyð sem Hamas hóf í sumarbyrjun.
Staðreyndir sanna líka þátttöku stofnana Sameinuðu þjóðanna í þeim áróðri.
Með hverri hungurfrétt sem hefur birst á Rúv kemur fram að Sameinuðu þjóðirnar neiti að vinna með þeim hjálparsamtökum sem sjá í dag um dreifingu matvæla inná Gasa.
Ef það er hungursneyð þá er slíkt algjör siðblinda, þar sem fólk er látið svelta vegna ágreinings um dreifingu.
Er það ekki það eina sem skiptir máli að það sé til matur til dreifingar og honum sé dreift??
Á frekar að svelta fólk, jafnvel til dauðs, heldur en að taka upp samstarf við meintan rangan aðila núverandi matvæladreifingar??
Svona hagar sér aðeins aðili sem hefur tekið afstöðu í stríði og er nákvæmlega sama um þjáningar fórnarlamba þess.
Bara að það sé hægt að koma höggi á ljóta kallinn.
Hamas á sér þá afsökun að vera í stríði þegar samtökin skjóta á fólk í matarbiðröðum og kenna hinum aðilanum um, en þá afsökun hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki.
Hvað þá þessar á annað hundruð hjálparsamtök sem vara við hinni meintu hungursneyð sem á vera breiðast út á Gasa.
Og eru ekki að vara við í fyrsta sinn, ekki annað, ekki þriðja, en núna á ekki bara að kalla Úlfur, úlfur, heldur á að búa til úlfinn með því að neita taka þátt í matvæladreifingu.
Eins og ég segi.
Hamas á sér þó afsökun.
Kveðja að austan.
![]() |
Yfir 100 hjálparstofnanir segja að hungursneyð breiðist út um alla Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 594
- Sl. sólarhring: 695
- Sl. viku: 2231
- Frá upphafi: 1468745
Annað
- Innlit í dag: 506
- Innlit sl. viku: 1924
- Gestir í dag: 471
- IP-tölur í dag: 463
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar börn eru orðin svona langsoltin eins og drengurinn á Gasa, þá eru allir orðnir það líka, bera augljós merki vannæringar. Líkt þessar myndir frá Sómalíu 1992 sýna.
Þá eru börnin þeirra svona, ekki eitt heldur öll.
Loks er svo átakanleg mynd af fólki sem hafði ekki þrek til að ganga tugi kílómetra að matvæladreifingastöðinni.
Það er sagt að myndir segi meir en þúsund orð, þetta er hungursneyðin sem ég get ekki gleymt því hún var algjörlega mannanna verk, líkt og sú sem herjar á Súda í dag. Þaðan eru sláandi myndir, þó ekki jafnslæmar og þessar, eða af drengnum sem fréttastofa Rúv sýndi myndir af.
Hungursneyð lýgur aldrei en að er hægt að ljúg til um hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.7.2025 kl. 13:37
Það er það er hægt að ljúga til um hana.
Eða búa hana til með því að neita að taka þátt í dreifingu matvæla.
Eins og formið skipti meira máli en tilgangurinn, sem er að bjarga mannslífum, tryggja að fólk fái að borða.
Aðeins eitt er æðra en sá tilgangur, og það er að stöðva þetta stríð.
Það er ekki gert með því að taka beina afstöðu með öðrum aðilanum, hvað þá þeim sem hóf stríðið og viðheldur því með því að neita að gefast upp.
Í stað þess að taka undir kröfu Abbas forseta Palestínu: "Mikilvægt er að Hamas sýni samkennd gagnvart íbúum á Gasa. Mikilvægt er að Hamas láti af völdum og skilji það að ef þeir halda áfram völdum á Gasa muni það leiða til endaloka tilveru Palestínu,“ er haft eftir Abbas í yfirlýsingu." svo ég vitni í frétt Morgunblaðsins frá því mars á þessu ári.
Skrýtið, allir meintir vinir íbúa Gasa hafa ekki tekið undir þessi orð hans.
Hvað veldur??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.7.2025 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning