21.7.2025 | 17:12
Björgum Hamas.
Er nýjasta niðurlæging Þorgerðar Katrínar, stríðsmálaráðherra Íslands.
Í félagsskap með þekktum gyðingahöturum Suður Evrópu, vinstri wókistum sem vita ekki hvernig börnin verða til, lýðskrumurum sem láta sig dreyma um fyrirsögn fjölmiðla sem þiggja fjárstuðning frá miðaldaríkjum Persaflóans, þá sendir Þorgerður Katrín út ákall í nafni íslensku þjóðarinnar, að Hamas fái aftur einokun á dreifingu og sölu matvæla á Gasa.
Eins og þjáningar íbúa Gasa af völdum Hamas séu ekki nægar.
Þegar Ísraelsmenn skáru loksins á þessa lífæð Hamas samtakanna, kúgunartæki þeirra á íbúum Gasa, í góðu samstarfi við meint mannúðarsamtök á vegum Sameinuðu þjóðanna, meint því augljós eru mútutengslin við miðaldaríki Persaflóans, þá er núverandi dreifing matvæla nægjanleg ef ekki væri árásir Hamas sem og annarra vígahópa Íslamista á þá matvæladreifingu.
Árásir sem eiga að hindra núverandi dreifingu matvæla og koma á gamla góða kúgunartæki Hamas á íbúum Gasa.
Í kjarna; Borgið eða þið fáið ekki neitt.
Á Gasa hefur Hamas misst völd sín yfir stærstum hluta Gasastrandarinnar, en fjármagnið frá Persaflóanum stjórnar ennþá aumkunarverða fólkinu sem stjórnar Sameinuðu þjóðunum í dag, sem og augljóslega meðvirkni vestrænna fjölmiðla með voðaverkum Íslamista, þjóðernishreinsunum þeirra, fjöldamorðum og annars viðbjóðs.
Og greinilega hefur þetta skítuga fjármagn Persaflóans bein ítök meðal vestrænna stjórnmálamanna.
Svo ég vitna í nýjustu morð og viðbjóð þessa fjármagns; "Fólk er drepið fyrir það eitt að vera Drúsar, það er þurrkað út af trúarlegum ástæðum. Þeir brenndu hús, námu konur á brott. Þeir myrtu börn, frömdu hræðileg fjöldamorð".
Staðreynd sem jafnvel heimskustu meðal Wokista geta ekki afneitað, í trausti þess að hægt sé að fá einhverja syndaaflausn með meðvirkni sinni með voðaverkum, þjóðernishreinsunum, morðum, drápum, nauðgunum, limlestingum, þá bætir þetta vesæla fólk við hvatningu til Hamas að "Hamas er jafnframt fordæmd fyrir að halda fólki í gíslingu. Kalla ráðherrarnir eftir því að öllum gíslum verði sleppt undir eins og án skilyrða.".
Hve aumt og vesælt getur eitt heimskt fólk orðið??
Ef þessi hvatning hefði komið fram strax eftir voðaverk Hamas 7. október 2023, sem sannarlega eru í anda voðaverka Ríki Íslams í Sýrlandi og Írak, seinna hjá herteknum svæðum Tyrkja á landsvæði Kúrda í Sýrlandi, núna síðast gagnvart Drúsum í Sýrlandi, þá væri ekkert stríð á Gasa í dag.
Hamas án fjárstuðnings, bíðandi ósigur í áróðursstríði sínu, hefði fyrir löngu lagt niður vopn, og ekki aðeins liðsmenn samtakanna, sem létust í þessu vonlausa stríði við hernaðarvél Ísraela, lifðu auk þúsunda óbreyttra borgara, sem dóu vegna þess að heimskt illt fólk tók afstöðu með Íslamistum, þáði fjármuni frá miðaldaríkjum Persaflóans.
Í þeim hópi í dag er utanríkisráðherra Íslands.
Sem taldi sig þurfa að bera ábyrgð hinna forheimsku á þjáningum íbúa Gasa, í aumkunarverði tilraun til að framlengja þær þjáningar.
Eins og kaþólikkar væru allir gyðingahatarar upp til hópa.
Eins og það væri eftirsjá yfir að orrustunni um Berlín skyldi enda eins og hún endaði.
Hvað sem veldur.
Þá ættu kaþólikkarnir að vita að morðóði Íslamistar hata ekki bara gyðinga, Drúsa, kristna Assýringa, Yasnída svo nokkur dæmi sé tekin um morðæði þeirra og voðverk.
Þeir hata líka tjáningarfrelsið sem þeir læstu inní hræðslu og ótta með afhausun franskra blaðamanna eða líflátshótunum gagnvart dönskum teiknara, eða rithöfundi sem þorði að tjá sig.
Þeir hata allt kristið fólk.
Líka kaþólikka, þekkt gyðingahatur þeirra mun ekki hlífa þeim þegar röðin kemur að þeim.
Sveðjan, afhöfðunin, er ekki bara gyðinga, Drúsa, eða annarra trúarhópa fyrir botni Miðjarðarhafsins, hún er allra, nema ofstækið og trúarhatrið er stöðvað.
Þar standa Ísraelsmenn ístaðið.
Aðrir ekki.
Svo segja menn að Pútín sé óvinurinn.
Kveðja að austan.
![]() |
Fordæma dráp á óbreyttum borgurum og Hamas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.8.): 23
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 1470157
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef við viljum horfast í augun við ólýsanlega meðvirkni Rúv og Morgunblaðsins, þá er þessi tilvitnun í nýjasta frétt Rúv.
"Nítján dóu úr hungri og nærri hundrað voru drepin þegar þau sóttu sér mat á Gaza síðasta sólarhringinn, samkvæmt yfirvöldum á Gaza. Ísraelsher hefur hafið landhernað í borginni Deir al-Balah í fyrsta sinn frá því að stríðið hófst.". Tekið fram í fréttinni að þessa innrás má skýra með ætlun Ísraelsmanna að í þessari borg séu síðustu gíslarnir faldir, geymdir.
Viðbjóður meðvirknarinnar með þjóðarmorði Hamas á sínu eigin fólki, en þessi fullyrðing, sem vísar í yfirvöld á Gasa, sem í dag eru leifar af völdum Hamas, að "Nítján dóu úr hungri ".
Ef sá sem skrifaði þessa frétt var ekki aumkunarverður ræfill, eða þaðan af verra eintak af sora mennskunnar, þá hefði hann spurt, dóu þessir 19 vegna þess að foreldrar þeirra eða aðstandendur höfðu ekki fjármuni til að greiða Hamas matvælaskattinn???
Að ekki sé minnst á þá sem dóu þegar Hamas réðist á fólkið sem reyndi að afla sér fæðu framhjá kúgun samtakanna.
Hamasliðar hafa þó þá réttlætingu að þeir trúa að það sé í þágu guðs að fórna sínu eigin fólki svo hægt sé að drepa okkur hin, en ræflarnir hjá Rúv, eða áróðursdeild Hamas hjá Mogganum, hafa ekki það trúarofstæki sér til afsökunar.
Engar fréttamyndir frá Gasa styðja þessar fullyrðingar um hungurdauða, en margt fátækt fólk sem hefur ekki efni á að greiða Hamas stríðsskattinn sveltur.
Og neyðin eykst þegar Hamas og aðrir hópar Íslamista ráðast á fólk sem leitar sér matar framhjá kúgunartæki þeirra, en það er svo augljóst að þegar myndir frá Gasa rata í fjölmiðla, að það eru ekki myndir af hungursneyð.
Þær hungursneyðar eru í Yemen eða Súdan þar sem mini mini Hamas ræðst á svarta íbúa þessa gríðarstóra lands, þeirra sök að vilja ekki lengur að vera þrælar Íslams og þrælasala araba.
Um þær hungursneyðir þegir Góða fólkið.
Hvað þá kaþólskir gyðingahatarar.
Þeirra er smánin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.7.2025 kl. 17:43
Ómar! Guð blessi þig fyrir þessa tvo pistla þína í dag, sem opinbera sannleikann og standa gegn lyginni og lögleysinu, sem menn nota í þeim tilgangi að eyða hinni útvöldu þjóð Guðs. Þannig birtist hatur þeirra gegn Almáttugum Guði, Ísraels Guði.
Lögleysinginn (Antikristur) kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum (ljósmyndir sem sýna afleiðingar illsku Hamas, sagðar vera verk Ísraels) og með alls konar ranglætisvélum (falsfréttum RÚV og Morgunblaðsins), sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir.
Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni. Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu.
En alltaf hljótum vér að þakka Guði fyrir yður, bræður (Ómar Geirsson og fleiri sannleikans menn hér á blog.is), sem Drottinn elskar. Guð hefur frá upphafi útvalið yður til frelsunar í helgun Andans og trú á sannleikann. (2. Þess. 2:9-13).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 21.7.2025 kl. 19:02
Þú ert farinn að hljóma eins og geðsjúklingur.
Bjarni (IP-tala skráð) 21.7.2025 kl. 20:26
Takk fyrir innlit og athugasemd Guðmundur Örn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2025 kl. 07:39
Já, já Bjarni minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2025 kl. 07:39
Mér er óskiljanlegt hvernig fólk getur látið neyðarópin frá útrýmingarbúðunum á Gaza sem vind um eyru þjóta og finnst það bara ágætt og í besta lagi, líkt og virðist eiga við ykkur Guðmund Örn, þrátt fyrir að þið séuð örugglega vænir og góðir karlar svona heimafyrir.
Líklega voru illræmd gettó og Kz búðir Þjóðverja eins og Vaglaskógur, miðað við helvítið sem gyðingarnir bjóða varnarlausu fólkinu í Palestínu upp á og það án nokkurs vafa í beinni útsendingu, þannig að ég get því miður ekki annað en tekið undir rökrétta athugasemd Bjarna.
Jónatan Karlsson, 22.7.2025 kl. 10:36
Já þér er það óskiljanlegt Jónatan, þú ættir kannski að biðja Hamas að leggja niður vopn. Það gátu þýskir herforingjar ekki, þess vegna reyndu þeir yfir 30 sinnum að fyrirkoma Hitler þó þeir vissu afleiðingarnar ef það mistækist. Svo voru það þeir sem tóku undir með Göbbles og kenndu Bandamönnum um þjáningar þýsku þjóðarinnar.
Það eru engar útrýmingarbúðir á Gasa þó Hamas hafi virkilega reynt að koma hlutunum í þá farveg. Einu lifandi beinagrindurnar sem hafa sést á myndum þar eru gíslar sem sleppt var af pattaralegum Hamasliðum, á sama tíma og hvað??; 14.000 börn áttu að deyja úr hungri á næstum 48 klukkutímunum.
Samt sérðu ekki í gegnum blekkingarvefinn Jónatan, eða sérð ekki sjúkleikann við það að Sameinuðu þjóðirnar dreifi ókeypis matvælum, sem Hamas samtökin yfirtóku og seldu sínu eigin fólki. Það er rétt að það sveltur fólk þarna en það er fólkið sem hefur ekki peninga til að borga Hamas fyrir matinn.
Núverandi fyrirkomulag matvæladreifinga kom ekki til að sjálfu sér, á því eru skýringar, og það skýrir af hverju Hamas er að missa tökin á Gasa. Um þetta getur þú aflað þér upplýsinga í erlendum miðlum það er ef þú nennir að afla þér upplýsinga, en ekki láta einhliða áróður voðamennina í Hamas stjórna skoðanamyndun þinni.
Það er stríð á Gasa, eitt tilgangslausasta stríð veraldasögunnar þar sem brjálæðingar lögðu sína eigin þjóð á höggstokkinn, sú ætlun þeirra kom meðal annars fram í tölvupóstum sem New York Post birti. Það stríð heldur áfram á meðan gíslunum er ekki sleppt, og eða Trump neyðir öfgamennina í ríkisstjórn Ísraels að semja frið við Hamas gegn lausn gíslanna, því það er löngu ljóst að Ísraelsmenn geta ekki unnið þetta stríð.
En menn eins og þú láta eins og það sé ekkert stríð, að voðaverkin hafi ekki verið framin eða gíslar teknir, aðeins sé um einhliða hernað Ísraela gegn saklausu fólki. Eitthvað sem Hamas veðjaði á þegar samtökin ákvað að gera sína eigin þjóð að píslarvottum hins heilaga útrýmingarstríðs.
Og vann það veðmál, segir allt sem segja þarf um fólk eins og þig.
Því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.7.2025 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning