14.7.2025 | 16:20
Smánin sem smækkar.
Smækkar bæði þingmenn, þingflokka, ríkisstjórn Íslands og allt fólkið sem styður þessa aðför að sjávarbyggðum þjóðarinnar, kristallast í orðum Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar hún fagnaði samþykkt frumvarps síns um hækkun veiðigjalda.
"Þetta er góður dagur hér í dag, vegna þess að við erum loksins að festa það hér í lög að þjóðin fái loksins beint eðlilegt gjald fyrir nýtingarréttinn að þjóðarauðlindinni."
Dagurinn er góður vegna þess að ríkisstjórn Íslands tókst að knýja fram lýðskrum sitt um ofurskatt á sjávarútveginn, ofurskatt sem þekkist hvergi í dag í vestrænum löndum, en var vissulega til staðar á kratísku árum Norðurlanda um og uppúr 1970, og endaði með stöðnun og afturför grunnatvinnuvega viðkomandi landa.
Niðurlagður með skömm, aðeins vitfirrtir tala um að leggja aftur á slíka ofurskatta.
Þetta orðskrípi, eðlilegt gjald fyrir nýtingarrétt, hefði kannski ekki hljómað svona Orwelskt þegar kvótakerfið var tekið upp, þá vissulega var fyrirséð að nýtingarrétturinn yrði smán saman verðmætur, en Alþingi ákvað þá að kvótinn gæti gengið kaupum og sölum, þeir sem keyptu borguðu fyrir þennan nýtingarrétt, þeir sem seldu, gátu gert upp skuldir sínar við bankakerfið, eitthvað sem bjargaði bankakerfinu á sínum tíma.
Eftir að sú hrina var yfirstaðin þá seldu menn kvóta með hagnaði, margir urðu ríkir og tóku arðinn út úr sjávarútveginn.
Hvort eitthvað af þeim arði hefði mátt lenda í vasa almennings á annan hátt en þáverandi skattkerfi ákvað, er eitthvað sem snýr að fortíðinni, en þeir sem eiga kvótann í dag hafa sannarlega borgað fyrir þann nýtingarrétt, aðeins brotabrot af núverandi útgerð gerir út á upprunalegan kvóta.
Með batnandi afkomu fór útgerðin að borga veiðigjöld, og þau hafa hækkað mikið á síðustu árum, svo mikið að fáar smærri og meðalstórar útgerðir treysta sér til að endurnýja skip sín, flotinn er smán saman að úreldast, og ákveðnum tímapunkti neyðast smærri og meðalstórar útgerðir að selja frá sér skip og kvóta, skipin orðin verðlítil en keypt vegna þess að kvóti fylgir með.
Og þeir sem kaupa eru stærri útgerðir, sem hafa bæði meira fjármagn sem og greiðari aðgang að fjármögnun, hvort sem það er í gegnum hlutafé eða betri aðgang að bankakerfinu.
Á þessa staðreynd hafa allir hagsmunaaðilar bent á, bæði fulltrúar útgerðar, sveitarfélaga sem og hins vinnandi fólks.
Og þessi staðreynd er hundsuð af meirihluta Alþingis, þar eru ekki undanskilin þingmenn landsbyggðarinnar.
Með offorsi, rangfærslum og lygum skal hið Nýja Ísland byggjast.
Sú Smán smækkar fólk niður í að vera Ekkert.
Þingmenn stjórnarflokkanna sem koma í heimabyggðir sínar, eru Ekkert.
Aðeins smánin sem fylgir hverju þeirra fótspori.
Stuðningsfólk þeirra í sveitarstjórnum sjávarbyggðanna er Ekkert.
Því það reis ekki upp og mótmælti, kaus að þegja, þegar það átti að segja;
Við mótmælum.
Svona fer það sem ekki er hægt að verja með hið besta fólk.
Gott fólk.
En þegar á reyndi án manndóms og æru.
Lýðskrumið sigraði í dag.
Smánin fitnaði hraðar en púkinn á fjósabitanum gat nokkurn tímann gert þó aðeins hefði verið bölvað og ragnað í baðstofunni.
Eftir stendur smátt fólk.
Fólk sem varð að engu.
Því það sveik bæði mennskuna og hugsjónina um betri heim.
Gengur erinda hins svarta af öllu því svarta sem mannleg græðgi og valdaþorsti hefur alið af sér.
Smánin sem smækkar.
Er þeirra smán.
Kveðja að austan.
![]() |
Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 728
- Sl. sólarhring: 814
- Sl. viku: 5864
- Frá upphafi: 1465650
Annað
- Innlit í dag: 637
- Innlit sl. viku: 4986
- Gestir í dag: 534
- IP-tölur í dag: 513
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eina góða við þessi lög, er að það mun fella Ríkistjórnina og setja fylgi Samfylkingar aftur í lámark.
Flokkur Fólksins fer sömu leið og VG og Píratar, þurkkast út !
Viðreisn sekkur í sín 9 % og Þorgerður hættir loksins.
Þá verður hægt að endureisa Ísland.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.7.2025 kl. 16:50
Því miður Ómar, -sama hvað þú segir, jafnvel þó þú þegir.
Þjóðin hún lækar því þjóðin er glöð. Næst verður það auðlindarenta á sólina, -nema þá kannski í kolefnisfríi á Tene.
Það vill næstum engin vinna í slori frekar en þurfa að pissa í skóinn sinn, og meirihlutinn ræður.
Með sólríkum samúðarkveðjum úr efra í funheitt neðra.
Magnús Sigurðsson, 14.7.2025 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning