Tapararnir.

 

Það eru mörg þörf mál sem ríkisstjórnin lagði fram í aðdraganda þingloka, seinagangurinn kannski eðlilegar miðað við að haustið fór í að kjósa og síðan að mynda ríkisstjórn.

En þó máli hafi verið þörf, þá er það kannski ekki það sama og að þau hafi verið vel unnin, að um þau ríki sátt og svo framvegis.

 

Öll þessi mál komust ekki í gegnum stálþilið sem ríkisstjórnin myndað á Alþingi til að koma í gegnum skaðafrumvarpinu sem leggur á ofurskatta á eina ákveðin atvinnugrein og ógnar atvinnu og búsetu í mörgum sjávarbyggðum.

Loksins þegar Alþingi þraut örendið og greip til þess ráðs að þvinga fram atkvæðagreiðslu um skaðræðið, þá voru öll þessi þarfamál órædd, og bíða næsta þings.

Að skaða og skemma, að valda byggðum og fólki ómældu tjóni, það var mikilvægara en að vinna að einhverjum þjóðþrifamálum, allavega eru þau það að sögn meirihlutaflokkanna.

 

Þess vegna er það svo broslegt þegar strákurinn þarna segir í fyrirsögn; að hann hefði viljað ná enn fleiri málum í gegn.

Svona í ljósi þess að hann náði engum málum í gegn fyrir utan skaðræðið.

Var í raun algjör tapari þessara átaka um ofurskattinn.

 

Svo er öruggt, að hann ungur að árum, lítt menntaður, hafi ekki heyrt getið um eðli slíkra sigra sem meirihlutinn vann yfir minnihlutanum með því að stöðva umræður um skaðann.

Sigra sem kennt er við Pyrrhus konung í gríska fornríkinu Epírus.

Þegar ekkert er eftir nema sigurinn, stríðið sjálft tapað.

 

Það er ólíklegt að dómstólar munu samþykkja þessa lögleysu og siðleysi að ofurskattleggja eina atvinnugrein, umfram aðra.

En öruggt er að þeir munu drukkna í málsóknum fólks sem skaðinn á að skaða, og mun nýta sér lög og reglur réttarríkisins til að verja atvinnu sína og byggðir.

 

Það hefði kannski verið betra að hlusta og ná sátt um afgreiðslu fleiri mála.

Kveðja að austan.


mbl.is Hefði viljað ná enn fleiri málum í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

En það hefði ekki litið vel út fyrir ESB aðildasinnana að sýna erlendum gestum Alþingi í þessu ástandi, svo það var samið.

"Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), heim­sæk­ir Ísland dag­ana 16.-18. júlí"

Grímur Kjartansson, 13.7.2025 kl. 14:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Grímur.

Nei það er ekki gott fyrir lúkkið, en það segir líka mikið til um forgangsröðunina.

Aum fannst mér afturganga verkalýðshetjunnar úr VR sem lét eins og það skipti hann mestu máli að hafa náð að skaða byggðir, og skaða atvinnu og atvinnumöguleika vinnandi fólks á landsbyggðinni, að hafa startað kvótahringekju með tilheyrandi afleiðingum, þar sem eignir fólks verða alltí einu verðlitlar eða verðlausar.

Það var það eina sem skipti máli, skítt með annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.7.2025 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 194
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 182
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband