Eru þingmenn ríkisstjórnarinnar raðlygarar??

 

Spyr vegna þess að það er leitun af sannleik eða staðreyndum í bæði skaðafrumvarpinu um ofurskatt á sjávarbyggðir sem og tali þeirra þegar þeir bregðast við réttmætri gagnrýni.

 

Vitna núna í Eirík Björn Björgvinsson, sem er alveg steinhissa á að sjárvarbyggðir fagni ekki breytingartillögum sem hann lagði fram í morgun; "Breyt­ing­arn­ar koma til vegna þess að við höf­um hlustað á þær ábend­ing­ar sem við höf­um fengið frá sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­lög­um, Byggðastofn­un og fleiri."  Hann kallar það hlustun að hundsa algjörlega réttmætar áhyggjur sjávarbyggða um samþjöppun kvóta eða svo ég vitni í ályktun sjávarbyggða sem var samþykkt í dag; "því að skatta­hækk­un­in muni koma hvað harðast niður á smá­um og meðal­stór­um út­gerðum og muni leiða til fækk­un­ar starf­andi fyr­ir­tækja í grein­inni".

Eitthvað sem er svo augljóst og blasir við öllu meðalgreindu fólki og yfir, menn munu ekki reka sig í þrot á meðan einhver mun vilja kaupa kvótann og þessi einhver er stórútgerðin.

 

Og gagnvart þessari samhljóða ályktun 26 af 26 sjávarbyggða segir Eiríkur; "Þessi viðbrögð þeirra koma mér að vissu leyti á óvart. Í sam­töl­um okk­ar við þess aðila hafa þau sýnt skilning á mál­inu".

Greinilega nær því ekki að vera meðalgreindur fyrst að þessi andmæli koma honum á óvart svo hans nærtækasta lausn er að ljúga lengra en nefið nær, þau hafa sko sýnt skaðanum og tilvonandi byggðaeyðingu skilning í persónulegum samtölum.

Af hverju eru þau þá að álykta svona??, af hverju eru þau öll á einu máli í andstöðu sinni við skaðvaldinn sem þetta ofurskattafrumvarp ríkisstjórnarinnar er??

 

Það sem staðfestir síðan tilgátuna um skortinn á meðalgreindinni er svo að það sé svo allt í lagi að skaða og skemma byggðir, því sko "að Byggðastofn­un fylg­ist með þróun mála, við get­um þá farið í end­ur­skoðun ef þörf kref­ur".

Hvað á að endurskoða þegar skaðinn er skeður.

Heimskt, svo heimskt og ekki eru raðlygarnar skárri.

 

Munum samt lágkúru lágkúrunnar að þegar Jóhanna Vigdís, hún má eiga að hún reyndi að flytja frétt en ekki áróður, tók viðtal við Þorgerðu Katrínu eftir að meirihlutinn ákvað að virkja hið svokallaða kjarnorkuákvæði þingskapa, að þá gaf Þorgerður það í skyn að það væri ekki hægt að semja við minnihlutann því hann léti af stjórn hagsmunaaðila út í bæ, og þá vísar hún í Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þessi frétt er um ályktun, eina af mörgum, 26 af 26 sjávarbyggðum sem fordæma þetta skaðafrumvarp og innihald þess.

Forystufólk verkafólks og sjómanna á landsbyggðinni hafa fordæmt þetta skaðafrumvarp.

Að ekki sé minnst á öll þau fyrirtæki sem hafa hagsmuna að gæta að sjávarútvegurinn sé vel rekinn, því arðurinn af honum dreifist svo víða um efnahaglífið.

 

Er Þorgerður Katrín virkilega að fullyrða að allt þetta fólk sé brúður í brúðuleikhúsi sem er stjórnað af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi??

Hvurslags lítilsvirðing er þetta gagnvart öllu þessu fólki.

Fólki sem hefur mismunandi hagsmuna að gæta, kemur úr mismunandi umhverfi, hefur ólíkan pólitískan bakgrunn og svo framvegis.

En er sammála um eitt, að fordæma þetta frumvarp.

 

Ef Þorgerður Katrín kemst upp með þessi ummæli sín, þá er eitthvað mikið að hjá íslenskum fjölmiðlum, að láta hana ekki útskýra frekar þessa lítilsvirðingu og mannfyrirlitningu.

Eins og þeir séu bara sammála orðum hennar.

 

Kemur allt í ljós.

Skaðvaldarnir munu lúta í gras að lokum.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir viðbrögð sveitarfélaga koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er til góður íslenskur málsháttur um þetta hátterni

Ein lygi býður annarri heim

Grímur Kjartansson, 12.7.2025 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Ónefnt
  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 803
  • Sl. sólarhring: 832
  • Sl. viku: 5124
  • Frá upphafi: 1464129

Annað

  • Innlit í dag: 667
  • Innlit sl. viku: 4298
  • Gestir í dag: 538
  • IP-tölur í dag: 519

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband