12.7.2025 | 18:00
Eru þingmenn ríkisstjórnarinnar raðlygarar??
Spyr vegna þess að það er leitun af sannleik eða staðreyndum í bæði skaðafrumvarpinu um ofurskatt á sjávarbyggðir sem og tali þeirra þegar þeir bregðast við réttmætri gagnrýni.
Vitna núna í Eirík Björn Björgvinsson, sem er alveg steinhissa á að sjárvarbyggðir fagni ekki breytingartillögum sem hann lagði fram í morgun; "Breytingarnar koma til vegna þess að við höfum hlustað á þær ábendingar sem við höfum fengið frá sjávarútvegssveitarfélögum, Byggðastofnun og fleiri." Hann kallar það hlustun að hundsa algjörlega réttmætar áhyggjur sjávarbyggða um samþjöppun kvóta eða svo ég vitni í ályktun sjávarbyggða sem var samþykkt í dag; "því að skattahækkunin muni koma hvað harðast niður á smáum og meðalstórum útgerðum og muni leiða til fækkunar starfandi fyrirtækja í greininni".
Eitthvað sem er svo augljóst og blasir við öllu meðalgreindu fólki og yfir, menn munu ekki reka sig í þrot á meðan einhver mun vilja kaupa kvótann og þessi einhver er stórútgerðin.
Og gagnvart þessari samhljóða ályktun 26 af 26 sjávarbyggða segir Eiríkur; "Þessi viðbrögð þeirra koma mér að vissu leyti á óvart. Í samtölum okkar við þess aðila hafa þau sýnt skilning á málinu".
Greinilega nær því ekki að vera meðalgreindur fyrst að þessi andmæli koma honum á óvart svo hans nærtækasta lausn er að ljúga lengra en nefið nær, þau hafa sko sýnt skaðanum og tilvonandi byggðaeyðingu skilning í persónulegum samtölum.
Af hverju eru þau þá að álykta svona??, af hverju eru þau öll á einu máli í andstöðu sinni við skaðvaldinn sem þetta ofurskattafrumvarp ríkisstjórnarinnar er??
Það sem staðfestir síðan tilgátuna um skortinn á meðalgreindinni er svo að það sé svo allt í lagi að skaða og skemma byggðir, því sko "að Byggðastofnun fylgist með þróun mála, við getum þá farið í endurskoðun ef þörf krefur".
Hvað á að endurskoða þegar skaðinn er skeður.
Heimskt, svo heimskt og ekki eru raðlygarnar skárri.
Munum samt lágkúru lágkúrunnar að þegar Jóhanna Vigdís, hún má eiga að hún reyndi að flytja frétt en ekki áróður, tók viðtal við Þorgerðu Katrínu eftir að meirihlutinn ákvað að virkja hið svokallaða kjarnorkuákvæði þingskapa, að þá gaf Þorgerður það í skyn að það væri ekki hægt að semja við minnihlutann því hann léti af stjórn hagsmunaaðila út í bæ, og þá vísar hún í Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.
Þessi frétt er um ályktun, eina af mörgum, 26 af 26 sjávarbyggðum sem fordæma þetta skaðafrumvarp og innihald þess.
Forystufólk verkafólks og sjómanna á landsbyggðinni hafa fordæmt þetta skaðafrumvarp.
Að ekki sé minnst á öll þau fyrirtæki sem hafa hagsmuna að gæta að sjávarútvegurinn sé vel rekinn, því arðurinn af honum dreifist svo víða um efnahaglífið.
Er Þorgerður Katrín virkilega að fullyrða að allt þetta fólk sé brúður í brúðuleikhúsi sem er stjórnað af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi??
Hvurslags lítilsvirðing er þetta gagnvart öllu þessu fólki.
Fólki sem hefur mismunandi hagsmuna að gæta, kemur úr mismunandi umhverfi, hefur ólíkan pólitískan bakgrunn og svo framvegis.
En er sammála um eitt, að fordæma þetta frumvarp.
Ef Þorgerður Katrín kemst upp með þessi ummæli sín, þá er eitthvað mikið að hjá íslenskum fjölmiðlum, að láta hana ekki útskýra frekar þessa lítilsvirðingu og mannfyrirlitningu.
Eins og þeir séu bara sammála orðum hennar.
Kemur allt í ljós.
Skaðvaldarnir munu lúta í gras að lokum.
Kveðja að austan.
![]() |
Segir viðbrögð sveitarfélaga koma á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 3
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 116
- Frá upphafi: 1469972
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er til góður íslenskur málsháttur um þetta hátterni
Ein lygi býður annarri heim
Grímur Kjartansson, 12.7.2025 kl. 18:47
Sæll Ómar
Morgunblaðið sem okkur þykkir nokkuð vænt um er með stóru fréttina í dag sem ég talaði aðeins um í gær hjá þér í gærmorgun.
Ég átti kannski ekki von á þessari frétt svona þvona stuttu eftir kosningar eins og Kristrún forsætisráðherra kom inn á Sprengisandi í morgun þegar hún talaði um að hún væri sátt við afköstin miðað við þann stutta tíma síðan hún tók við völdum með sínum þingmeirihluta.
Ég man ekki eftir því að í kosningarbaráttuinni síðustu ætti að fara í undirbúning að breyta lögum landsins og væntanlega stjórnarskrá svo hún verði ekki brotin til að koma á herskyldu til að taka þátt í uppbyggingu á evrópsksum her til að veit ekki en óttast að það gæti slegið í brýnu við bandaríkja menn ef það verður raunin.
Myndin sem fylgir fréttinni hjá þeim moggamönnum er stórglæsileg flottar konur eins og áður segir það er erindið með heimsókn þessari sem ég óttast verði ekki matreitt ofan í okkur lýðinn eftir þann fund með sannleikann að vopni.
Ursula von der Leyen á leið til landsins
Bestu kveðjur Baldvin Nielsen
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 13.7.2025 kl. 12:19
Blessaður Grímur.
Þetta er ágæt skilgreining á raðlygurum.
Það er þeim sem eru kannski ekki lygarar að eðlisfari, en lenda í því að ljúga af einhverjum ástæðum, til dæmis að reyna að réttlæta frumvarp sem er ekki hægt að réttlæta, þvílíkt er siðleysið að baki þess, og svo eins og þú segir, ein lygin býður annarri heim.
Að endingu forðað lyga og blekkinga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2025 kl. 13:32
Blessaður Baldvin, það verður fróðlegt að fylgjast með þessu.
Í mínum huga er það ljóst að það er engin tilviljun að embætti utanríkisráðherra hafi breyst í einhvers konar stríðsmálaráðuneyti, það er eiginlega það eina sem talað er um.
Boðar ekki gott.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2025 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning