11.7.2025 | 16:26
Stórfrétt dagsins.
Valkyrjurnar beita alræði gegn þingræði.
Og hvað???, er þetta 5. eða 8. frétt Mbl.is í dag??
Stærsta frétt lýðveldissögunnar, aðför að sjávarbyggðum landsins úr ranni Stalíns þegar hann sigaði krakkalýðnum úr stórborgum Úkraínu til að ræna sveitirnar af öllum matvælum, rán og rupl sem kostaði að minnsta kosti 5 milljónir sveitafólks lífið.
Um þá morðherferð skrifaði verðandi þjóðskáld þjóðarinnar Halldór Laxness lofgjörð, sem hann kallaði Gerska ævintýrið, þar lýsir hann smáborgarlegum hegðun smábændanna sem voguðu sér að deyja hungurdauða á lestarstöðinni í Kiev, og stórskáldið, verðandi þjóðskáldið þurfti að ómaka sig við að klofa yfir lík þessara ósvífnu smábænda.
Þessi smækkun þjóðskáldsins, ómennskan í nafni pólitískra trúarbragða, rifjaðist upp fyrir mér þegar snjallvélmenni Gúgla frænda bauð mér óumbeðið upp á svipuð skrif Illuga Jökulssonar, reyndar ekki stórskálds Góða fólksins heldur ritfærasta penni þess, þar sem hann taldi að andstaðan gegn skaðanum væri úr ranni stórútgerðarinnar og stjórnarandstaðan gengi erinda hennar.
Við erum sem sagt ekki fólk á landsbyggðinni, aðeins viljalaus verkfæri stórútgerðarinnar, sveitarfélög okkar, 26 af 26, eru sömu viljalausu verkfærin.
Við erum svona skynlausar skepnur líkt og líkin sem voguðu sér að trufla upphafningu Laxness á ógnarstjórn Stalíns, eigum hvorki skilið vinnu, heimili, eða samfélag byggða okkar.
Líklegast náði Illugi þarna að ná kjarna þess ógeðs og þeirrar mannfyrirlitningu sem býr að baki árás Góða fólksins í Reykjavík á hin hefðbundnu samfélög hinna dreifðu byggða landsins.
Toppaði vissulega ekki þjóðskáldið því hann hafði engin lík til að klofa yfir.
Og mun ekki hafa því þessi aðför að mannlífi okkar og samfélagi út á landi, eyðir aðeins byggðum en ekki fólki.
Þar skilur á milli Illuga og Laxness í mannfyrirlitningu og algjöru ógeði gangvart lífi og limum náungans, sá seinni varð þjóðskáld, sá fyrri vildi verða skáld.
Þetta er samt aðeins útidúr, leið til að fá útrás fyrir vanmátt okkar sem eru alltaf leikmunir á sviði hinna stærri ákvarðana, að þegar höfðingjarnir deila, þá er aðeins eitt sem er öruggt, við hinir venjulegu erum fórnarlömb þeirra.
Það slær mig samt, sem er tilefni þessa pistils, að Morgunblaðið, fjármagnað af stórútgerðinni skuli vera ligeglad með árás ríkisstjórnar Kristrúnar og Þorgerðar á lýðræði landsins.
Fimmta eða áttunda fréttin, ómerkilegra getur ekkert fréttamat orðið.
Það er eins og allan tímann að þetta hafi átt að vera niðurstaðan.
Að atlagan að sjálfstæðri útgerð hafi tekist, og eftir sé aðeins alræði stórútgerðarinnar yfir byggðum landsins.
Fyrirfram hefði ég búist við að þetta væri stórfréttin, enda gerast þær varla stærri í rúmlega 100 ára sögu Morgunblaðsins.
Samt þurfti ég að lesa mig niður Innlendar fréttir til að finna þessa frétt.
Henni var ekki slegið upp, hún var eiginlega ekkert.
Ekki stórfrétt.
Varla smáfrétt.
Eitthvað sem segir allt um hvað býr að baki, og hverjir í raun stjórna.
Og það eru ekki hinir nytsömu sakleysingjar sem þykjast hafa einhver völd.
Eftir stendur sorgin, hin óendanlega sorg, um Ísland sem var, en er ekki lengur.
Aðeins bitbein sem stórauðurinn slæst um, hver á að ráða, hver ræður mest.
Morgunblaðið in memoryum, samt fóstrar það svo margt, til dæmis Davíð og bloggið okkar sem kennt er við blaðið.
Virðum það.
Það er allavega betra en ekkert.
Kveðja að austan.
![]() |
Forseti þingsins virkjar kjarnorkuákvæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 701
- Sl. sólarhring: 749
- Sl. viku: 5250
- Frá upphafi: 1463295
Annað
- Innlit í dag: 558
- Innlit sl. viku: 4458
- Gestir í dag: 462
- IP-tölur í dag: 447
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Evrópubandalagið (ESB) er þriðja röddin í þessu máli enda er bandalagið skuggi ríkisstjórnar Íslands í dag.
Það má segja að það sé snilld hjá ESB að fara þessa leið til að afla sér vinsælda hjá íslensku þjóðinni í gegnum prófkúru þeirra sem fara fyrir þing meirihlutanum í ráðhúsi Brussels við Austurvöll.
Það að setja á óhófleg veiðigjöld/skatt á útgerðina sem almenningur í stórum stíl á auðvelt með að kokgleypa án þess að hugsa málið lengra þar sem kvótakerfið eitt og sér hefur verið óvinsælt um langa hríð. ESB trixið er að virkja óupplýstan kjósandann svo það dugi til að breyta stjórnarskráni sem þarf tvö þing til núna á þessu kjörtímabili og því næsta
Kannski verður kosið næsta vor til að drífa þetta af áður við fáum nýja höfuðborg Berlín afsakið Brussel afsakið aftur ég þarf að æla
Bestu kveðjur Baldvin
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 11.7.2025 kl. 17:03
Blessaður Baldvin.
Ég er hlustandi á Supertrömpu, eina af stórhljómsveitar unglingsára minna, ætlaði alls ekki að henda inn pistli á þessum tímapunkti sem ég gerði hér að ofan. Það er jú föstudagur í hita og 20 stig hér fyrir austan.
Gerði það samt, ekki að ég sé ekki sammála orðum þínum hér að ofan, heldur brá mér hvað ég þurfti að hafa mikið fyrir að finna Stórfréttina sem þessi aðför Kristrúna og Þorgerðar að lýðræðinu er.
Vissulega veit ég að margt hefur látið undan hjá Morgunblaðinu, í stað blaðamanna hefur endurnýjunin verið í formi kvenna sem hafa útskrifast úr Fjölmiðladeild HÍ, að baki býr kópý og peist en ekki mjög svo mikið vit, og því miður ennþá minni þekking.
Það er engin Agnes í dag á Mogganum, enginn Styrmir í ritstjórn, skýrasta dæmi þar um er Hamas deild blaðsins, sem nær ekki einu sinni að vera heimsk, upphefur Íslamista og beinan ásetning þeirra að drepa okkur hin.
Samt er Mogginn blaðið mitt, og á stundum gott borgarlegt blað.
Þess vegna skil ég ekki þessa framsetningu blaðsins, að aðalatriði sé aukaatriði, og viðbrögð við stórfréttinni sé frétt, en ekki Fréttin sjálf.
Svona svipað og þegar Bandaríkjamenn köstuðu kjarnorkusprengingum á Hiroshima og Nagasaki, að þau tímamót, upphaf gjöreyðingarvopna í sístríðum siðmenningar okkar, væru aukaatriði, heldur skipti meira máli hvernig flugmennirnir sáu blossann úr flugvélum sínum, eða fyrstu viðbrögð stjórnmálamannanna væru eitthvað sem skipti máli.
Að fréttin um beitingu gjöreyðingarvopna væri svona smáfrétt innan um allar hinar aukafréttirnar.
Þetta sló mig Baldvin og friðsæld eftirmiðdags þessa heita sólardags var rofin, hve óendanlega smár getur maður orðið gagnvart forheimskunni sem ræður og mótar alla fjölmiðlaumfjöllun dagsins í dag.
Sem segir manni Baldvin, að það andóf okkar skiptir litlu eða engu, næstu kosningar, hvenær sem þær verða, snúast ekki um meinta nýja höfuðborg, Samflokkurinn hefur þegar ákveðið niðurstöðu þeirra kosninga.
En á meðan þarf víst að blekkja okkur Baldvin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.7.2025 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning