11.7.2025 | 14:33
Víst er þetta Orrustan um Ísland.
Um lýðræðið, lýðveldið og sjálfstæði þjóðarinnar.
Og það er stjórnarandstaðan í heild sem stendur ístaðið í þessu máli, gegn skaðræðisfrumvarpinu sem mun vega þann sjávarútveg sem þjóðin þekkir og var og er forsenda nútímasamfélags okkar.
Gegn bókun 35, afsal fullveldis þjóðarinnar til Brussel, stendur Miðflokkurinn einn vaktina, og gegn alræðinu sem núna er boðað standa landvættirnir með stjórnarandstöðunni.
Það er sótt að landi og þjóð.
Það er satt að Þorgerður er engin Churchill og það er satt að stjórnarandstaðan er það ekki heldur.
Það er hægt að sækja að þjóð án þess að vera illmennið í Berlín og það er hægt að verja þjóð án þess að vera Churchill.
Það nægir að verjast og í guðanna bænum haldið því áfram.
Allt fullorðið fólk stendur með ykkur.
Kveðja að austan.
![]() |
Þú ert enginn Winston Churchill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 493
- Sl. sólarhring: 701
- Sl. viku: 5042
- Frá upphafi: 1463087
Annað
- Innlit í dag: 400
- Innlit sl. viku: 4300
- Gestir í dag: 347
- IP-tölur í dag: 338
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir munu verja landið gegn árásum, jafnt utan frá og innan frá, ef við snúum okkur til Almættisins í Jesú nafni.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 11.7.2025 kl. 16:25
Blessaður Guðmundur Örn.
Þessi pistill minn var skrifaður í snarhasti áðan, svo rúmlega klukkutíma seinna bentu einhverjar fréttir á Mbl.is að alræðið hefði ráðist á lýðræðið.
Vissi það samt ekki alveg því fyrsta frétt þar um var horfin úr fréttayfirliti Mbl.is.
Ég trúi og treysti Guðmundur Örn, við skulum hafa það á hreinu, en ég upplifi svik, vansæmd þeirra sem stæðu með lífinu gegn Helinu.
En á meðan það eru landvættir, þá er von.
Þó hún sé ekki alveg að bögga mig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.7.2025 kl. 16:30
Stundum er maður sammála.
Vel mælt hjá Hildi:
"Lýðræðið er miklu flóknara og vandaðra en svo að einfaldur meirihluti hverju sinni greiði atkvæði í krafti meirihlutavalds. Yfir allt þetta viðkvæma samspil valtaði ríkisstjórnin í dag á skítugum skóm, án sómakenndar, sanninda eða haldbærra raka. Það mun hafa afleiðingar og ábyrgðin er þeirra.".
Ég aumka það fólk sem í nærumherfi mínu styður þessa óhæfu.
Það hefur verið blekkt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.7.2025 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning