Það er vilji til að skoða hlutina.

 

Segir Sigmundur Davíð og endurrómar þar meintan sáttavilja formanna stjórnarandstöðuflokkanna um að koma til móts við ríkisstjórnina varðandi skaðræðisfrumvarpið sem ætlað er að ganga af smærri útgerðum dauðum og gera þær sjávarbyggðir sem lifa af, algjörlega háða örfáum stórútgerðum.

Sá mæti maður Björn Bjarnason segir í pistli dagsins að "að enginn flokkur á alþingi er andvígur því að veiðigjaldið hækki", aðeins sé deilt um "leiðina að markmiðinu".

Sem sagt hina meinta varnarbarátta stjórnarandstöðunnar til að verja sjávarbyggðirnar er aðeins sýndin ein, engin önnur alvara að baki en að koma höggi á ríkisstjórnina sem hefur sett alheimsmet í klaufa og flumbrugangi og er því berskjölduð gagnvart málþófi, sama hvert málþófið er.

 

Ég spurði fyrir nokkrum dögum í pistli hvort eitthvað leikrit væri í gangi niðri á þingi, það væri alltaf ljóst að sjávarbyggðirnar myndu styðja andóf Fyrirtækja í sjávarútvegi og því ekki pólitískt klókt að fara gegn þeirri andstöðu.

Nær væri að leggja fram ýtrustu kröfur, og eftir miklar leiksýningar, þar sem líklegast hápunkti lágkúrunnar var náð í dag þegar Kristrún sem er á fullu við að reyna selja landið til Brussel, sagðist myndi verja Lýðveldið Ísland, svona eins og hún hefði áhyggjur um að hún væri að selja skemmda vöru ef vafi léki á að hún gæti ekki misþyrmt sjálfstæðum atvinnuvegum landsbyggðarinnar í krafti þingmeirihluta ríkisstjórnar sinnar.

Svo gerðu ráðherrar Flokk fólksins sig að fífli enn einu sinni, Inga er greinilega skárri full en timbruð.

 

Niðurstaða leikritsins átti svo að vera einhver meint málamiðlun, ríkisstjórnin slakaði á ýtrustu kröfum sínum um barbarisma ofurskattsins, stjórnarandstaðan samþykkti þess í stað hægfara dauða sjávarbyggðanna í stað þess skjóta sem felst í skaðræðisfrumvarpi Hönnu Katrínu atvinnuvegaráðherra.

Og sjávarbyggðirnar yrðu svo eins og froskurinn sem brosandi lét hægsjóða sig til dauðs í stað þess að deyja skrækjandi í potti fullum af sjóðandi vatni.

Ömurlegri geta svikin ekki orðið, veiðigjöldin eru jú trúarbrögð hjá frjálshyggjufólkinu sem hefir lagt undir sig Samfylkinguna, það skýrir ofsann sem hver Íslamisti gæti orðið stoltur af.

En þá afsökun hafa formenn stjórnarandstöðuflokkanna ekki.

 

Af hverju er þeir þá að svíkja??

Að bregðast??

Hvað gengur þeim til??

 

Ríkisstjórnin kom sér sjálfviljug í þessa snöru.

Af hverju að skera hana úr henni með því að svíkja hin helgu vé, fólkið sem treysti á vörn stjórnarandstöðunnar gegn þessari meinlegu atlögu Góða fólksins á atvinnu þess og tilveru??

 

Þetta er svo aumt.

Þetta er svo ómerkilegt.

Afhjúpar það fúafen sem íslensk stjórnmál eru orðin.

 

Vissulega þarf svo ekki að vera.

Hugsanlega eru refir, þar sem sjálfur rebbi gamli, Sigurður Ingi, að plata óreynda forystukonur ríkisstjórnarinnar, ýja að málamiðlun sem aldrei er meining að standa við.

Kannski ekki eins mikil ýlda, en ákaflega dapurt engu að síður.

 

Skattar á einstaka atvinnugreinar umfram almenna skatta, eru óhæfa, alltaf aðför að viðkomandi atvinnugrein.

Hvað þá að skattarnir eru ofurskattar hugsaðir til að ganga að því dauðu sem þó lifði af upphaflega kvótasetninguna.

 

Fólk, alvöru fólk segir einfaldlega Nei við svona skaða, leggur ekki nafn sitt við það sem aldrei er hægt að verja eða réttlæta.

Ríkisstjórnin getur vissulega þvingað þetta í gegn, og hvað með það, það er þá bara ríkisstjórnin.

Óhæfan er hennar, smánin er hennar.

 

En verður allra ef menn semja.

Semja um það sem er ekki hægt að semja um.

 

Sumt er ekki flókið.

Kveðja að austan.


mbl.is „Það er vilji til þess að skoða hlutina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 1145
  • Sl. viku: 4566
  • Frá upphafi: 1462611

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3917
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband