10.7.2025 | 14:58
Þegar selja skal þjóð.
Þá eru fáir stjórnmálamenn betur til þess fallnir en Þorgerður Katrín.
Sköruleg sem aldrei fyrr.
Fyrst eyðileggjum við eina atvinnuveginn sem er ekki háður erlendu fjármagni, svo látum við lýðskrum taka yfir lýðræðið.
Alræði meirihlutans yfir minnihlutanum.
Svo segja menn að reynslan úr Hruninu hafi enga þýðingu!
Þorgerður veit samt betur.
Kveðja að austan.
![]() |
Útilokar ekki beitingu kjarnorkuákvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 1112
- Sl. sólarhring: 1176
- Sl. viku: 5145
- Frá upphafi: 1462556
Annað
- Innlit í dag: 967
- Innlit sl. viku: 4420
- Gestir í dag: 852
- IP-tölur í dag: 807
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist að stjórnin sé alveg að fara á taugum
Því hefur stjórnarandstaðan náð markmiðum sínum um að ergja hana í ójafnvægi en spurja má hvort nú sé komin tími á
"Gott er að hætta hverjum leik, þá hæst fer"
Grímur Kjartansson, 10.7.2025 kl. 16:48
Blessaður Grímur, vissulega skýrir ekkert atburði dagsins annað en að ríkisstjórnin sé farin á taugum.
Ég persónulega hélt að himinn og hafi væru að farast, að sjálfur Pútín hefði mætt með nokkra ryðgaða skriðdreka á Austurvöll, og svo var stormurinn í næstum því tómu vatnsglasi að Hildur hefði sent þingmenn of snemma í rúmið. Enda sjálf eiginkona, með börn og maka. Það var ekki eins og að það væri ekki hægt að boða til næturfundar daginn eftir.
Allt þetta rímar við tylliástæðu, og núna sé blásið í lúðra, þó Inga greyið í timburmönnum sínum hafi haldið að nú ætti að skjót hana bak við húsvegg, hvernig átti hún annars að túlka orð Kristrúnar sem ég gat ekki annað en hæðst að í fyrri pistli dagsins.
Eins og einhver innistæða væri fyrir orðum hennar.
En Grímur, að hrista hausinn yfir vitleysisgang barnanna sem núna stjórna Íslandi, var ekki tilefni langorða minna.
Ég vona persónulega Grímur sem íbúi sjávarbyggðar, að þegar þú vísar í að hætta skuli hverjum leik þegar hann á sitt hámark, að þú sért að taka undir svik hins áður þekkta sviksama, Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins.
Mig minnir að Sigurður Ingi, guð blessi hann þegar hann sagði síðast satt orð, hafi gefið í skyn að aftaka sjávarbyggðanna væri of snögg í skaðræðisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar, að allir flokkar væru sammála um ofurskattinn, en Framsókn legði til að eitrið til að drepa byggðirnar væri hægara en frumvarp atvinnumálaráðherra.
En ég ætla þér ekki stuðning við þá óhæfu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.7.2025 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning