Frumvarp lyga og rangfærslna.

 

Skaðafrumvarpið kennt við  veiðigjöld sló Íslandsmet í umræðu á Alþingi í gær.

Sýnir að þrátt fyrir allt er einhver manndómur í stjórnarandstöðunni, uppgjöfin er auðvelda leiðin, viðurkenning á að þrátt fyrir allt er stjórnarandstaðan í minnihluta.

En þegar atvinna fólks og tilvera byggða er undir, þá eru það aðeins aumingjarnir sem gefast upp, manndómurinn stendur vörnina á meðan stætt er.

 

Í þessari frétt er enn ein lygin og rangfærslan leiðrétt: "Nýj­ar töl­ur frá Deloitte sýna að þessi gjöld verði til þess að 75-90% af rekstr­araf­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna fari í op­in­ber gjöld, þrátt fyr­ir hækk­un á frí­tekju­marki. "Þrátt fyr­ir hækk­un­ina á frí­tekju­marki og allt það sem stjórn­ar­liðarn­ir hafa verið að tala um, þá bara gríp­ur frum­varpið ekki litlu og meðal­stóru fyr­ir­tæk­in"." svo vitnað sé í Jens Garðar þingmanninn okkar í Fjarðabyggð.

Þetta haldreipi varnar skaðvaldanna, að þeir hafi komið til móts við minni og meðalstórar útgerðir er lygin ein eins og allt annað í þessu skaðafrumvarpi.

 

Stjórnarandstaðan er svo ekki í minnihluta í sjávarbyggðum landsins, 26 sjávarsveitarfélög af 26 sendu inn umsögn þar sem varað var við skaðanum sem skaðafrumvarpinu er ætlað að skaða.

Fyrirséða samþjöppun í útgerð og vinnslu með tilheyrandi tekjutapi og síðan byggðaröskun, og í framhaldinu byggðahrun hjá þeim sveitarfélögum sem byggja tilveru sína á smærri útgerðum og vinnslu.

26 af 26 er algjör meirihluti og munum að í stjórnum þessara sveitarfélaga er fólk úr öllum flokkum, þar á meðal þeim flokkum sem núna mynda meirihlutann á Alþingi.

 

Enginn af þeim hefur risið upp og lýst yfir stuðningi við skaðann, þrátt fyrir gulrótina að blóðpeningana eigi að hluta nota í nærsamfélagið.

Það er einfaldlega enginn svona heimskur að leggja trúnað á slíkt orðagjálfur.

Enginn er tilbúinn að svíkja náungann í sinni byggð þó í boði séu 9 koparpeningar.

 

Það segir allt sem segja þarf um rökþrot stjórnarliða, fyrir utan að hengja sig með kjafti blóðsugunnar á rangfærslur og lygar líkt og þeirri sem þessi frétt afhjúpar, að þá sagði einn stjórnarliðinn að þessi 26 af 26 sjávarsveitarfélögum landsbyggðarinnar væri ekki meirihluti, sveitarfélögin væru sko rúmlega 60, og hana nú.

Sem reyndar vekur upp spurningar af hverju til dæmis Múlaþing hafi ekki ályktað til stuðnings sjávarbyggðum, firðirnir sækja jú verslun og þjónustu uppá Hérað og Austurland sem slíkt er ein heild, verðmætasköpunin niðri á fjörðum en kjarni verslunar og þjónustu uppá Héraði.

En það er önnur saga, ámátlegt er rökþrotið að benda á að ekki er ályktað þar sem engra beinna hagsmuna er að gæta.

 

Hetjur ríða um héruð þessa dagana, það er á Alþingi, verjandi sinn minni bróður sem sætir aðkasti götustráka úr borginni.

Frestun á hinu óumflýjanlega er alltaf frestun, eins og hinn dauðadæmdi veit, sérhver dagur á lífi vekur von um annan dag á lífi.

Ríkisstjórnin mun sjálfsagt hafa sigur, Skaðinn mun svo taka til að skaða mannlíf og byggðir.

 

Nema!!

Nema!!

Kraftaverkin gerist þar sem þeirra er síst von.

 

Því þar sem er líf, þar er von.

Sérstaklega þegar vonin byggist á trú.

 

Á meðan er það vörnin til síðasta manns.

Kveðja að austan.


mbl.is Grípur ekki smærri fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Morgunblaðið slær því upp að kostuð könnun skaðræðisvaldanna segir að mikill meirihluti þjóðarinnar styðji aðförina að sjávarbyggðum landsins.

Því er til að svara að það er alltaf auðvelt hjá lýðskruminu að leggja til eignaupptöku á eigum annarra, eða ráðast að litlum afmörkuðum hópi líkt og ég rakti í pistli mínum  Eins og í svörtustu Afríku., það er þegar lýðskrumið hefur yfirtekið lýðræðið.

Ef Maskína hefði verið á staðnum í Úkraínu í upphafi hungursneyðarinnar miklu og tekið púlsinn á skoðun borgarbúa hvort þeir væru sammála Stalín þegar hann sendi unga námsmenn úr borgum landsins til að sækja matvæli úr sveitunum, þá hefðu hinir svokallaðir Kúlakkar sem var skammaryrði lýðskrumsins yfir sjálfstæða smábændur sveitanna, fyrrum leiguliða stórjarðeiganda, fyrrum smábænda í ánauð, skammaryrði sem gaf það í skyn að þeir væru kúgandi stórbændur, ekki notið mikillar samúðar.

Og ef Maskína hefði gert aðra skoðanakönnun eftir að hungursneyðin mikla í sveitum landsins byrjaði, þá efa ég stórlega að mikil samúð hefði mælst.

Efnahagslegu afleiðingarnar urðu þær að matvælaframleiðslan hrundi og þetta mikla landbúnaðarland átti í svo miklum erfiðleikum með að brauðfæða sig þannig að þegar slakað var á harðstjórninni eftir dauða Stalíns, þá neyddust stjórnvöld til að flytja inn mikið magn matvæla.  Og það sem þó var framleitt, kom að stóru hluta frá fyrrum smábændum, núna verkafólki á samyrkjubúum, sem framleiddu í hjáverkum fyrir eigin reikning.

Lærdómur sögunnar; Nei, til þess þarf þekkingu og menntun, eitthvað sem er af mjög skornum skammti hjá þjóð sem fellur fyrir lýðskrumi líkt og hún búi í Svörtustu Afríku, eða þannig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.7.2025 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 306
  • Sl. sólarhring: 738
  • Sl. viku: 4391
  • Frá upphafi: 1460819

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 3710
  • Gestir í dag: 254
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband