8.7.2025 | 10:04
Öfgar ala af sér öfga.
Og það er staðreynd að í ríkisstjórn Ísraels eru öfgamenn sem eru lítt skárri en þeir sem leiða Hamas hreyfinguna.
Og það eru þessir öfgamenn sem halda fólki sínu beggja vegna víglínunnar í gíslingu.
Haturs og heiftar.
Það sem á milli skilur er grimmd voðaverka Hamas þann 7. október 2023.
Það var unun að hlusta á reiðilestur Trump yfir Nethanyahu þegar sá síðarnefndi ákvað að slátra vopnahléinu, sem Trump kom á í átökum Ísraela og Írans, með þeirri tylliástæðu að Ísraelar væru að hefna fyrir meint brot Írana.
Í fyrsta sinn í áratugi var talað mannamál í beinni útsendingu, eftir að Trump hafði hundskammað Nethanyahu benti hann honum kurteislega á að Ísrael væri ekkert annað en munnurinn án stuðnings Bandaríkjanna.
Það sem nákvæmlega varnarmálaráðherra Ísrael er.
Hann er ekkert annað en munnurinn.
Og þann munn þarf að kefla.
Og af öllum ólíklegustu mönnum í heimi, þá virðist Donald Trump gera sér grein fyrir því, og hann virðist ætla að gera það, koma vitinu fyrir ríkisstjórn Ísraels.
Það þarf að semja um frið.
Það þarf að leysa gíslana úr haldi.
Svo blasa bara staðreyndirnar við.
Voðaverk Hamas hafa vissulega náð tilgangi samtakanna um stuðning hinna forheimsku, þess fólks sem Hamasliðar fyrirlíta af öllu sínu hjarta og sál.
Góða fólkið styður ólýsanleg voðaverk og þjóðarmorð.
Bæði þær hörmungar sem Hamas kallaði yfir íbúa Gasa, sem og ætlun samtakanna um að útrýma gyðingum í Ísrael.
Góða fólkið syngur meir að segja söngva um þennan tilgang Íslamista um að útrýma Ísraelríki, og er stolt af, flaggar meira að segja fána þjóðarmorðingjanna.
Hamas hefur samt tapað því sem raunverulega skipti máli.
Tilveru Gasa strandarinnar ásamt völdum sínum þar.
Þó heimskt fólk trúi að Hamas njóti stuðning eftir allar þær hörmungar sem þeir hafa leitt yfir íbúa Gasa, þá veit raunveruleikinn annað.
Hvað verður eftir frið Donald Trump má guð vita.
Líklegast eru innbyrðis hjaðningavíg á Gasa, og Ísraelar munu halda sig fjarri.
Öfgagyðingarnir sem sjálfir nenna ekki að berjast af meintum trúarástæðum, munu ekki komast upp með að fórna lífi ísraelska hermanna í rústum Gasa.
Þeir njóta ekki stuðnings þjóðar sinnar, og þeir njóta ekki stuðning Donald Trumps.
Það er faktur og því svona fréttir dálítið út úr kú.
En óeðlið í nútímafjölmiðlun er að svona öfgar fá alltaf fyrirsagnirnar.
Á meðan er ekki talað við venjulegt fólk sem þráir aðeins friðinn til að ala upp börn sín.
Öfgafólkið og hinir forheimsku meðal Góða fólksins eiga sviðsljós fjölmiðlanna.
Það er líka faktur.
Alveg eins og aðeins tíminn einn hvernig ástandið verður á Gasa eftir nokkra mánuði.
Þar veltur í raun allt á Donald Trump og vilja hans til að tukta vitleysingana til.
Það deyja alltof margir ungir menn í tilgangslausum stríðum segir Donald Trump, og talar fyrir friði.
Friði á Gasa og friði í Úkraníu.
Það mættu fleiri hlusta á Trump.
Og færri á öfgafólkið.
Þá yrði heimurinn friðvænlegri.
Kveðja að austan.
![]() |
Vill læsa Palestínumenn inni í rústum Rafah |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.8.): 10
- Sl. sólarhring: 512
- Sl. viku: 1469
- Frá upphafi: 1472564
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 1279
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má spurja hvernig Nethanyahu og Selensky mundi ganga ef efnt yrði í dag til eðlilegra lýðræðislegra kosninga í löndunum
og enginn veit hver yrði kosinn til valda í Palestínu ef þar væru kosningar
Grímur Kjartansson, 8.7.2025 kl. 15:25
Veistu Grímur, að ég eiginlega veit það ekki Grímur.
Nethanyahu myndi örugglega ganga svona svona, spurningin eru um gengi öfgaaflanna sem ég augljóslega er að pistla gegn.
Í Palestínu má guð vita hvaða fylking myndi sigra, en ég held að þó það hafi verið kosið 2004 eða 2005, man það ekki alveg, þá var næstum því friður, þökk sé Rabin og Arafat, Hamas meir að segja þóttist vera siðað fólk en ekki öfgafullir miðaldamannhatarar.
Í dag er ekkert slíkt til staðar, aðeins raunveruleiki stríðs og manngerða hörmunga, í dag held ég að vopnin verði látin tala á Gasa, veit ekki um Vesturbakkann.
Varðandi Úkraínu þá verður ekki kosið, og ef eitthvert afl, sem sækir fóður frá Kreml, mun krefjast þess, þá mun félagi Trump sussa á slíkt tal. Benda á að menn kjósi ekki í miðju stríði.
Svo veit ég fyrir víst, að þegar Gasa er frá, sem og leifar tollastríðsins, þá mun Trump einbeita sér að friði í Úkraínu, Pútín misreiknaði kallinn, hélt eins og Góða fólkið að hann væri bara trúður.
Varð á þau mistök að gera lítið úr Trump og friðarvilja hans.
Kjaftæðið um að Rússar eigi nokkurn möguleika í Bandaríkin, ef Trump beitir sér, er svipað og kjaftæðið sem tröllreið fjölmiðla forheimskunnar í næstum 2 daga um skelfilegar hermdarárásir Írana eftir loftárásir Bandaríkjamanna á kjarnorkuvopnaframleiðslu þeirra. Að Íranar myndu gera svona og svona.
Annað kom svo í ljós.
Alveg eins og klerkarnir í Íran, er Pútín einn þegar á reynir.
Menn vísa í einhverja bandamenn í Norður Kóreu, þar munu menn ekki hætta á beina árás Bandaríkjamanna, ekkert í vörnum þeirra stæðist hana. Kínverjar ásælast Taivan, þeir eru ekki að styðja Pútín gegn Trump, þeir sem halda öðru fram vaða ekki beint í vitinu.
Þá segja leppar Pútíns á Vesturlöndum, að Pútín hóti beitingu kjarnavopna, ef hann er svo brjálaður að fyrirskipa slíkt, þá verður hann aflífaður á staðnum líkt og Stalín forðum daga.
Völd einræðisherra ná aðeins að því marki að nánustu samstarfsmenn hans sjá sér hag í þjónustu við hann, ef hann í geðveiki sinni ætlar að kalla tortímingu yfir allt og alla, þá endar sú tryggð, og einræðisherrann er aflífaður eins og óður hundur.
Trump mun knýja á frið í Úkraínu þannig að báðir aðilar verði sáttir, hann hefur þegar tamið Selensky, næsta verkefni hans verður að temja Pútín.
Sannaður til Grímur, þó ég sé ekki beint spámaður í mínu föðurlandi, þá er ég spámaður varðandi heilbrigða skynsemi. Samt ekki svo góður að ég hafi séð fyrir friðarhöfðinginn Trump.
En það jú enginn fullkominn.
Ég efa að þeir í efra eða neðra hefðu séð þetta fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.7.2025 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning