Skaðvaldar sem kunna það eitt að skaða.

 

Tala um lýðræði gegn málþófi, sjálfir hluti áralangs málþófs þegar þeir sjálfir voru í stjórnarandstöðu.

 

Aukaatriði málsins samt, því stóra spurningin er; Hver eru mörk lýðræðisins??

 

Geta flokkar lagt fram frumvarp eyðingu byggða, fullt af rangfærslum og lygum, og þegar blessun byggðanna er þó virkur minnihluti, sem andæfir skaðvöldunum, á þann hátt að skaðvaldarnir sem eru í meirihluta, hafi neyðst til að leiðrétta sumar rangfærslur sínar, sem og að bakka með helstu lygar sínar.

Að skaði þeirra, að atlaga þeirra að sjávarbyggðum landsins sé eitthvað betri því þeir hafi neyðst til að taka  "til­lit til ábend­inga og áhyggja (fulltrúa sjávarbyggðanna). "Þar komu gest­ir, það var brugðist við at­huga­semd­um með breyt­ing­ar­til­lög­um. Þar var komið til móts við áhyggj­ur sveit­ar­fé­lag­anna með hækk­un frí­tekju­marka."" svo vitnað sé í þingflokksformann Samfylkingarinnar.

 

Ef svo væri, af hverju geta skaðvaldarnir þá ekki einangrað minnihlutann með því að vísa í að einhver, að EINHVER hagsmunaaðili, hvort sem hann tilheyri atvinnulífi, sveitarstjórnum eða verkalýðshreyfingunni, hafi sagt að núna sé frumvarpið um eyðingu sjávarbyggða ekki lengur sá sami skaðvaldur og það var fyrir áður en stjórnarandstaðan hóf sitt málþóf.

Sem nákvæmlega enginn, ENGINN hefur gert, jafnvel þó stjórnarflokkarnir eigi fulltrúa í sveitastjórnum sjávarbyggðanna, eða þekkt stuðningsfólk innan verkalýðshreyfingarinnar.

 

Hvað þetta varðar er ríkisstjórnin eyland, það finnast ekki þau skoffín á landsbyggðinni sem styðja þessa aðför að tilveru hennar.

Aðeins þingmenn stjórnarflokkanna sem fólk kaus í góðri trú til góðra verka, og eru í dag einangruð án opinbers baklands.

 

Sú staðreynd er samt aðeins minna svarið við spurningunni; Hvar eru mörk lýðræðisins.

 

Segjum að atvinnumálaráðherra hefði ekki logið við kynningu frumvarpsins, og að frumvarp hennar væri ekki fullt af rangfærslum, hálfsannleik og blekkingum.

Og að minnihlutinn gæfist upp á málþófi sínu, léti landsbyggðina mæta örlögum sínum, ofurskattlagningu sem myndi ef hún beindist að höfuðborgarsvæðinu, valda ólgu sem að lokum myndi leiða til uppreisnar ef hún væri ekki dregin til baka.

 

Getur meirihlutinn gjörsamlega svívirt minnihlutann, sérstaklega ef hann er ekki svo stór hluti af heildinni, valdið honum skaða og tjóni??

Eyðilagt tilverugrundvöll hans??

 

Svo ég umorði spurningar mínar.

Er lýðræði annað orð yfir ógnarstjórn.

Má allt ef aðeins meirihluti er fyrir óhæfunni??

 

Svarið er augljóslega Nei, það er ef það er lýðræði.

En á Íslandi í dag er svarið Já.

 

Segir allt sem segja þarf um Götuna sem við höfum ekki gengið til góðs.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Stjórnarandstaðan „hleypi lýðræðinu ekki í gegn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórt er spurt. Hef ekki verið fylgjandi því að málþófi sé beitt þó ég ég sé ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég hef talið að meirihlutinn eigi alltaf að ráða ferð og síðan eigi menn að læra sína lexíu og skammast sín þegar hlutirnir ganga ekki upp. Ef á að afnema lýðræðið vegna þessa eina tilviks til þess að forðast að eyðilagt sé fyrir þjóðinni ,sem ég vissulega tel að verði raunin, er sú hætta fyrir hendi að þetta hafi fordæmisgildi. 

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.7.2025 kl. 18:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef.

Þú átt heiður skilið að spá í spurninguna.

En ég er ekki sammála þér að það sé einhver eyðilegging á lýðræðinu að minnihlutinn noti þegar samþykktar lýðræðisreglur, það er málþófið, til að koma í veg fyrir skaða skaðvalda, eða reyndar eitthvað annað sem undir er í hverju tilviki.

Þetta er einfaldlega lýðræðið eins og reglurnar eru í dag, hvorki fundnar upp af núverandi minnihluta eða meirihluta, tilvist þessa reglna er löngu áður en flestir núverandi þingmenn fæddust að ég hygg.

Og það að þær séu ennþá í gildi segir aðeins um gagnsemi þeirra og gildi.

Síðan vil ég aðeins benda þér á Jósef, að það felst í orðinu "skaði", að það sé eitthvað sem er ekki bætt þó hlutirnir gangi ekki upp.  Sbr. ef þú kastar grjóti í rúður skóla æsku þinnar þar sem þú átt aðeins slæmar minningar, þá eru rúðurnar jafn ónýtar eftir sem áður, jafnvel þó þú iðrist og lofir að gera ekki slíkan skaða aftur í framtíðinni.

Í þessu samhengi skiptir engu hvort ég eða þú séum fylgjandi þessu skaðræðisfrumvarpi, eða á móti, skaðinn er í eðli þess, algjörlega óháð skoðunum okkar.

Og sá skaði verður aldrei bættur þó þingheimur sjái að sér seinna meir.

Því miður Jósef.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.7.2025 kl. 18:49

3 identicon

þakka svarið Ómar og kannski hefur þú rétt fyrir þér. En þegar meirihluti þjóðar er vitfirrtur í málinu hvernig á þá að koma vitinu fyrir hann nema að hann læri eitthvað. Kannski þarf eitthvað dómsvald að grípa inn í ( taka lýðræðið úr sambandi vegna neyðar). Ég veit ekki.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.7.2025 kl. 20:49

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við höldum þá bara áfram að þæfa ástkæra ylhýra málið,það leikur svo yndislega í þeim sem trúa líkt og skáldið; Land mitt! Þú ert sem órættur draumur,óráðin gáta,fyrirheit- úr ljóði Hannesar Hafstein...M.B.kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2025 kl. 23:55

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef.

Þetta er alveg þörf pæling hjá þér, og við henni er fá einhlít svör.

Málþófið er vissulega aðeins gálgafrestur en hefur þó skilað einhverjum breytingum til bóta en breyta samt ekki eðli þessa frumvarps, sem er að valda skaða.

Dómsstólar geta gripið inní ef frumvarpið, eða afleiðingar þess eftir að það er orðið að lögum, ganga gegn öðrum lögum, til dæmis þessa frægu jafnræðisreglu, má skattleggja eina atvinnugrein fram yfir aðra???

Getur meirihlutinn samþykkt eignaupptöku hjá ákveðnum hluta fólks, til dæmis öllum sem heita nöfnum sem byrja á S??

Það er öruggt að það verður látið reyna á þetta fyrir dómsstólum en á þessari stundu veit náttúrulega enginn um þá niðurstöðu.

Lærdómur vissulega en hver verður lærdómurinn???  Hafa Nýsjálendingar eitthvað lært af því hvernig sama hugmyndafræðin, af systurflokki Viðreisnar rústaði sjávarbyggðum og síðan sjávarútvegi landsins??  Er borgarbúunum ekki bara alveg sama??

Segi eins og þú Jósef; Ég veit ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.7.2025 kl. 07:20

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Helga og takk fyrir innlit og ljóð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.7.2025 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 1764
  • Frá upphafi: 1469915

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1503
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband