7.7.2025 | 11:50
Í Astralíu varðar eiturbyrlun við lög.
Hér á Íslandi verðlaunum við meinta eiturbyrlara með ýmiskonar forfrömun, þeir fá blaðamannaverðlaun fyrir framsækin vinnubrögð, þeir fá upphefð innan þingflokka, til dæmis að verða framkvæmdastjórar þeirra og svo framvegis.
Og ef einhver vesæll óbreyttur lögreglumaður vogar sér að fara eftir landslögum og rannsakar eiturbyrlun sem sannarlega var skipulögð í einhverju skúmaskoti á Efstaleiti, þá er þaggað niður í honum með sannarlegri guðublessun Ríkislögreglustjóra.
Bíddu nú við, segir einhver hugsanlega sem lengi hefur dvalist uppá fjöllum og þekkir ekki mikið til á Íslandi í dag.
Þetta er ekki sambærilegt, þarna drap manneskja sannarlega þrjár manneskjur og næstum því drap þann fjórða líka, sem að vísu lifði aðeins vegna þess að læknar björguðu lífi viðkomandi eftir að hann var þungt haldinn á gjörgæslu í nokkra daga.
Og það var þessi manneskja sem skipulagði verknaðinn en ekki einhverjir fjölmiðlamenn sem rottuðu sig saman í Efstaleitinu.
Því er til að svara.
Áður en þessir þrír einstaklingar var þeim byrlað eitur, alveg eins og þeim fjórða, sama eitrið, það var þeirra ólán að þau komust ekki nógu snemma undir læknishendur, líkt og sá fjórði, hann hefði líka dáið af sama eitrinu og varð hinum þremur að bana, ef læknar hefðu ekki bjargað lífi hans.
Samborgari okkar sem hinir íslensku eiturbyrlarar byrluðu ólyfjan, hefði líka dáið ef lánið hefði ekki vakað yfir honum, hann náði á síðustu mínútum meðvitundar sinnar að vekja athygli nágranna sinna og þeir komu honum undir læknishendur, þar barðist hann í marga daga fyrir lífinu sínu á gjörgæslu, en hafði lífssigur að lokum.
Alveg eins og með þann fjórða sem lifði af, þar var eiturbyrlarinn ákærður fyrir að hafa "reynt að bana" honum svo ég vitni í texta fréttarinnar.
Því í Ástralíu varða morðtilræði við lög, þau þurfa ekki að takast til að réttað sé yfir geranda eða gerendum.
Á Íslandi er hins vegar verðlaunað með forfrömun og jafnvel æðstu metorðum.
Varðandi skipulagningu eiturbyrlunarinnar þá væri viðkomandi eiturbyrlari jafn sekur þó hann hefði fengið andlega veika vinnukonu til að setja eitursveppina í veislusteikina, það þekkist ekki í siðuðum löndum að kaldrifjaðir morðingjar geti falið sig að baki andlegu veiku fólki, það er ekki uppskriftin að fullkomnu morði.
Þetta er svona líkt og að láta dróna sprengja þann, sem þú ætlar að myrða, í loft upp, og Ríkislögreglustjóri myndi krefjast þess að lögregla á vettvangi myndi aðeins rannsaka þátt drónans í morðtilræðinu og síðan yrðu leifar hans dregnar fyrir dóm.
Í siðuðum löndum er það ekki heldur uppskriftin af fullkomnu morði að fleiri en einn komi að skipulagningu morðtilræðis og þegar upp um þá kemst líkt og hina íslensku fjölmiðlamenn, að þá sé bara hægt að vísa á hvorn annan, eða þegja, og í kjölfarið séu mál niður falla með rökum þess í neðra, "ekki er hægt að sanna hver gerði hvað".
Rök þess í neðra eru aðeins tekin gild í samfélagi þar almenn lög og regla gilda ekki, heldur tekur réttarkerfið mið að þjóðfélagsstöðu og öðrum forréttindum áður en ákært er.
Og að öllu jöfnu er aðeins samlokuþjófar og skúringarkonur á skrifstofum hvítflibbaglæpamanna ákærðir.
Að meintir eiturbyrlarar í blaðamannastétt skuli komast upp með glæpi sína er smán íslensks réttarkerfis.
Smán samfélags sem þegir í stað þess að rísa upp og mótmæla.
Það er eins og fólk átti sig ekki á að það veit enginn hver er næstur á höggstokk þessa siðblindingja.
Eða erum við svona óttaslegin, buguð af óttastjórnun Góða fólksins, sem nýtir sér ríkisfjölmiðilinn auk nokkurra leppa auðmanna, til að ráðast að andstæðingum sínum, jafnt raunverulegum sem ímynduðum, og vega þá opinberlega með slúðri og rógi.
Gott og vel, þessi hatrama mafía á samt ekki að komast upp með að reyna að vega fólk í bókstaflegri merkingu.
Þar eigum við setja línu í sandinn og láta siðblindingjana ekki komast yfir hana.
Fylgjum fordæmi Ástrala og ákærum.
Það er svo dómstóla að dæma.
Kveðja að austan.
![]() |
Banaði þremur úr tengdafjölskyldunni með sveppum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 175
- Sl. sólarhring: 297
- Sl. viku: 4716
- Frá upphafi: 1459486
Annað
- Innlit í dag: 145
- Innlit sl. viku: 4063
- Gestir í dag: 142
- IP-tölur í dag: 137
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning