4.7.2025 | 16:21
Vegna vígaferla Ísraela á hendur Palestínumönnum
Segir blaðamaður Morgunblaðsins í viðtengdri frétt og ég gerði að fyrirsögn þessa pistils.
Tilefni þessa orða er sú ákvörðun EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, að meina ekki Ísraelum þátttöku í Eurovision, líkt og Ísland og fleiri meðlimaríki fóru framá.
Skýring þeirra kröfu er það sem blaðamaðurinn kallar "Vígaferli Ísraela á hendur Palestínumönnum".
Síðan er megnið af fréttinni eytt í rökstuðning Stefán Jóns Hafsteins, formanns stjórnar Rúv, fyrir þessari tillögu Íslands, og sérstaklega vísað í grein sem hann skrifar á Vísi þann 1. júlí síðastliðinn.
Ekkert af því en hlutlaust fréttablað, hvað þá borgaralegt fréttablað, sem segir fréttir en tekur ekki afstöðu til frétta, til þess eru ritstjórnargreinar blaðsins, hefði þá líka fjallað um röksemdir minnihlutans, en þessi ákvörðun var tekin með minnsta mögulega mun, 5 á móti 4, og gert þeim skil í viðkomandi frétt.
Það gerir blaðamaður Morgunblaðsins ekki, og meint hlutlaus afstaða hans kemur skýrt fram í þessu orðalagi sem ég vitna í.
"Vígaferli á hendur Palestínumönnum"!!
Bíddu við, voru það ekki Palestínumenn, eða yfirstjórn þeirra á Gasa sem réðst inní Ísrael, drap þar óbreytta borgara á sem viðbjóðslegan hátt, nauðgaði, limlesti, svívirti, og tók síðan með sér jafnt lifandi sem dáið fólk sem gísla til baka yfir landamærin??
Og eru sumir gíslar ekki ennþá í haldi, jafnt lifandi sem liðnir??
Eru það síðan ekki herir sem eru ennþá að berjast á Gasa, innrásarlið Ísraela við varnarlið Hamas??
Varla heldur einfeldningurinn sem skrifaði þessa frétt að Ísraelsmenn séu að berjast við sjálfa sig í þessum meintum vígaferlum sínum á Gasa??
Það er svona fréttamennska sem kemur óorði á fjölmiðla sem og blaðamenn.
Svona hlutdrægni sem segir aðeins hluta sannleikans, ef þá nokkurn.
Til dæmis voru það Rússar sem réðust yfir landamæri Úkraínu og herja þar því Úkraínumenn hafa ekki styrkinn til að hrekja þá úr landi.
Þess vegna ákvað EBU þá ákvörðun, hvort sem það var með réttu eða röngu, að vísa Rússlandi úr Eurovision.
Vegna þess að Rússland var árásarríkið
Það hefur aldrei staðið til að vísa Úkraínu úr keppninni þó Úkraínuher hafi gert fjölmargar gagnárásir yfir landamærin til Rússlands, hertekið land, skemmt innviði og svo framvegis.
Og þær árásir hefðu verið öflugri ef þeir hefðu til þess minnsta mátt.
Það voru Palestínumenn sem réðust yfir landamærin við Ísrael, og frömdu þar ólýsanleg voðaverk, og það eru Palestínumenn sem hafa beinan ásetning við að útrýma 9 milljóna manna nágrannaþjóð sinni.
Sem þeir myndu gera hefðu þeir til þess hernaðarstyrk.
Gagnárásir Ísraela yfir landamærin og hernaður þeirra á Gasa er vegna þessarar innrásar Palestínumanna, og þeir herja þar því þeir hafa hernaðarlega yfirburði, en það er stríð þar engu síður og ennþá hefur Hamas ekki gefist upp og skilað gíslunum sem þeir tóku.
Ef það er samkvæmni í þessum kröfum, þá eiga Úkraínumenn að víkja vegna gagnárása sinna og Rússar að fá afsökunarbeiðni fyrir að hafa verið reknir úr keppninni vegna þess að það er alltí góðu að gera innrásir í önnur ríki og fremja þar voðaverk.
En kannski ætluðu Úkraínumenn ekki að útrýma Úkraínumönnum, og því ekki jafn saklausir í þessum átökum og Palestínumenn eru samkvæmt þessari kröfu íslenskra stjórnvalda og Morgunblaðið réttlætir í þessari frétt.
Allavega fer ekki saman hljóð og mynd, eins og alltaf er þegar fjölmiðlar ástunda áróður, taka afstöðu, hætta að segja fréttir.
Eins og Morgunblaðið gerir í þessari frétt.
Og hefur gert í svo mörgum öðrum.
Styður voðamenni og þjóðarmorð.
Skömmin getur ekki verið meiri.
Kveðja að austan.
![]() |
Ísraelar ekki brottrækir úr Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 523
- Sl. sólarhring: 627
- Sl. viku: 4986
- Frá upphafi: 1457934
Annað
- Innlit í dag: 453
- Innlit sl. viku: 4312
- Gestir í dag: 400
- IP-tölur í dag: 390
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning