Loksins er hommunum mætt.

 

Hefur farið í gegnum hug margra sem lásu þessa frétt.

 

Af hverju á að flagga fánum hinsegin fólks á opinberum vettvangi??

Af hverju er verið að mála götur í litum þess??

Af hverju er þetta eina baráttumálið sem tröllríður opinberi umræðu, þegar svo margt annað er líka til að berjast fyrir, svo margir fánar til að flagga.

 

Svarið er mjög einfalt, þetta var tískufyrirbrigði, að mörgu leiti hluti af gleðinni sem fylgir gleðigöngum, en er orðið fyrir löngu að kvöð, og stjórnast jafnvel af ótta.

Ótta við mjög háværan, illskeyttan minnihlutahóp sem hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, hvað sem veldur.

 

Hvaða samhengi er til dæmis á milli þess að nasistar ofsóttu homma, og þess að kanslari Þýskalands vill ekki flagga regnbogafánanum við þinghúsið í Berlín??

Nasistar drápu fleiri, til dæmis fatlað fólk, þar á meðal börn, og það skipti ekki máli hvort þau voru andlega eða líkamlega fötluð, drepin voru þau engu að síður.

Samtök fatlaðra eru samt ekki með þennan frekju og yfirgang, hvað þá illskeytnina og hatursorðræðuna sem tröllríður alla opinbera umræðu samtaka hinsegin fólks.

 

Hún og þessi illskeytni ásamt frekju og yfirganginum er skýring þess fræga bakslags sem hinsegin fólk hefur fundið fyrir, því öfgar kalla á öfga.

 

Ég er til dæmis einn af þeim sem skyldi afstöðu Karls heitins Sigurbjörnssonar biskups þegar hjónavígsla samkynhneigðra stóð í honum, hann vitnaði jú í ritninguna þar sem talað var um hjónaband karls og konu, en það er bara svo margt sem stendur og stendur ekki í biblíunni, til dæmis minnist hún hvergi á snjallsíma og samfélagsmiðla.

Þeir eru samt ekkert vanheilagir fyrir vikið enda biblían skrifuð fyrir árþúsundum fyrir annan veruleik en er í dag.

 

Ég skyldi hann, en ég var ekki sammála honum, sá samt enga ástæðu til að fara út á torg og hrópa ókvæðisorð, hvað þá að taka steina og fara að grýta hann.

Ég taldi og tel að kirkjan sé fyrir alla, og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að ástfangin samkynhneigð pör fengju hjónavígslu sína í kirkjunni eins og önnur pör.

Þetta snýst ekki um kyn heldur ástina, kærleikann og viljann til að fá staðfestingu sambands síns í guðshúsi.

 

Kirkjan eins og samfélagið á að vera opin öllum, allir eiga að njóta sama réttar, enginn að vera þar undanskilinn sem og að enginn eigi að njóta þar forréttinda.

En hvaða skilaboð er kirkjan að senda í dag þegar eina umræðan innan hennar virðist snúast um hinsegin fólk og þá sérstaklega örminnihlutann, transfólk, réttindi þeirra, stöðu og svo framvegis?

Því til staðfestingar eru fánar þessara hópa dregnir að húni, gangstéttir og kirkjutröppur málaðar í regnbogalitum, og réttlætingin sú að það sé verið að tjá fjölbreytileika stuðning sinn.

Einn hópur tekinn út úr, fram yfir aðra.

Réttindabarátta orðin að forréttindabaráttu.

 

Ég tek kirkjuna sem dæmi því hún endurspeglar umræðuna í samfélaginu, óttaumræðuna í samfélaginu.

Og skýringu þess að margt fólk er búið að fá nóg af þessari umræðu.

"Af hverju geta þau ekki bara verið eins og við hin" spurði góður maður mig þegar þetta kom til tals. "Þau njóta sömu réttinda, af hverju halda þau ekki áfram með líf sitt og eru hluti af samfélaginu".

Átti þá við að sá sem vill vera hluti af samfélaginu, er hluti af samfélaginu en ekki stöðugt að krefjast einhverra sérréttinda eða forréttinda.

Enda geta menn ímyndað sér hvernig ástandið væri ef allir krefðust þess að götur væru málaðar í þeirra litum, aðeins KR-ingar njóta þeirra forréttinda með gangstéttarnar. 

 

Eða ef öll félagasamtök, hagsmunasamtök, baráttusamtök gerðu kröfu um að fánum þeirra yrði flaggað við skóla, ráðhús og aðrar opinberar byggingar.

Og ysu síðan skít og óhróðri yfir þá sem neituðu, eða eins og ástandið er í dag, voguðu sér að gera athugasemdir, eða hafa aðrar skoðanir.

 

Fjölbreytni samfélagsins felst nefnilega í að við erum ekki öll eins.

Samkennd þess felst í að virðum hvort annað, föllum inní samfélagið á okkar hátt, og gerum þannig samfélagið að eitt, að einu.

Eitt samfélag hefur einn fána, þjóðfánann eins og kanslari Þýskalands benti réttilega á.

Tilheyri þjóðin yfirríki eins og Evrópusambandinu, þá er auðvita flaggað fána þess yfirríkis.

 

Krafan um sérstöðu eins hóps yfir annan gengur gegn þessari samkennd.

Sísuð og væl í fjölmiðlum um réttinn til sérstöðu á kostnað allra annarra, gengur líka gegn þessari samkennd.

Skapar pirring og jafnvel þá úlfúð sem hinsegin fólk þykist greina gagnvart sér í dag.

 

Það er því tími til kominn að það staldri við, spyrji sig hvort einhverja sök sé hjá því sjálfu að finna, hvort talsmenn þeirra séu í sinni síheilögu vandlætingu gagnvart okkur öllum hinum, séu að skemma í stað þess að styðja.

Sem og hvort einhver flærðaröfl séu að nýta réttindabaráttu þeirra vegna eigin hagsmuna.

Því Góða fólkið er ekki gott fólk, það hugsar bara um völd sín og áhrif

Og hverjir standa að baki Góða fólkinu???

 

Það er alltaf hollt og gott að staldra við og spyrja sig spurninga.

En fyrir hinsegin fólk er það lífsnauðsyn áður en þeir fá alla uppá móti sér.

 

Aðeins þeir sem kjósa sér hlutskipti fórnarlambsins átta sig ekki á því.

Eins og þeim líði illa í eigin skinni þegar það hlutskipti er tekið frá þeim með viðurkenningu samfélagsins.

 

Lífið er réttindabarátta.

Á einn eða annan hátt fyrir okkur öll.

 

Þar á enginn að skera sig úr.

Því við erum öll eitt.

Kveðja að austan.


mbl.is Engir pride-fánar: Þingið ekki sirkustjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir þess grein Ómar.  ÉG er sammála þér í öllum aðalatriðum varðandi þetta. Því miður eru það samtökin 78, sem eiga flestar kærur sem rata til dómstóla vegna meintrar hatursorðræðu. Þar er dregið fyrir dóm fólk, sem er ekki sama um að samtökin 78 sem eru m.a. fyrir þá sem eru með kvalalosta sem og trans fólk skuli sjá um kynfræðslu að einhverju leyti í skólum fyrir grunnskólabörn. 

Af sjálfu leiðir að þessi ríkisstofnun samtökin 78 sem hafa fengið yfir hundrað milljónir á ári frá ríkinu og sérstökum ráðherrum eins og Katríu Jakobs fá á sig gagnrýni vegna þess hvað þau eru oft óvæginn gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir en þau m.a. hinsegin fólk. 

Við sem erum gagnkynhneigð erum ekki að búa til okkar eigin merkisspjöld eða fána eða gera kröfur til að samfélagið snúist um okkur. Já ekki bara með að hengja upp þessa fána heldur líka að við megum ekki tala íslensku kynrænt heldur á forsendum transhugmyndafræðinnar.  Er það ekki það sem fyllir mælinn?

Ég þekki margt hinsegin fólk sem finnst þessi hegðun samtakanna og biskupsins komin út fyrir alla skynsemi og ég er sammála því. 

Jón Magnússon, 3.7.2025 kl. 10:12

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Vaxandi náttúruleysi Íslendinga kemur nú fram með tvennum hætti:

1) Lækkandi tíðni barnsfæðinga

2) Aukin útbreiðsla og notkun kynlífsfána

Júlíus Valsson, 3.7.2025 kl. 10:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ég held að við séum ekki einir um þessa skoðun, veit það náttúrulega ekki alveg en miðað við hvað maður heyrir í fólkinu í kringum sig, fólki sem er lítt pólitískt og maður aldrei orðið var við nokkuð sem er hægt að tengja við fordóma, þá er jafnvel hægt að tala um hinn þögla meirihluta.

Ég held að það sé ekki eitt sem fyllir mælinn, ég held að það sé eiginlega allt.

Örfá transungmenni koma saman með mótmælaspjöld, og þau fá ítarlega frétt um kröfur sínar í sjónvarpsfréttum, ekki bara hjá Rúv. Aftur og aftur, trans þetta og trans hitt.  

Svo eru þetta bara örfáir einstaklingar, og ná ekki að fylkja neinu fólki í kringum sig.  Voru það ekki innan við 100 manns sem mótmæltu fyrir utan breska þinghúsið þegar þingið tók loks af skarið og verndaði salerni kvenna fyrir körlum?  Heimsfrétt, samt vart 100 einstaklingar sem mótmæltu.

Síðan er það þessi hatursumræða, einhverjir vanþroska krakkar gelta og sú afbrigðilega hegðun örfárra er gerð að tákni fyrir meintri hatursviðhorfi ungmenna, og þá almennt.

Samkynhneigður ferðamaður var hugsanlega laminn, því málavextir komust aldrei á hreint, fyrir nokkrum árum síðan, það er ennþá verið að tala um það sem dæmi um einhverja meinta ógn gagnvart hinsegin fólki. Samt eru tugir líkamsárása um hverja helgi, margar algjörlega tilefnislausar.  Mörg hundruð þegar þær eru lagðar saman yfir sama árafjölda, aðeins einn hommi.

Fólki ofbýður þetta, fólk hristir hausinn yfir svona fréttaflutningi, og því miður eru margir farnir að láta pirring sinn í ljós, pirring sem maður varð aldrei var við áður.  Og því miður bitnar sá pirringur á öllu því hinsegin fólki sem bara vill fá sinn frið, og sitt andrými til að vera bara það sjálft, sem hluti af samfélagi okkar.

Og ég veit það fyrir víst að þeir eru fjölmargir, hinir öskrandi fordæmandi eru aðeins lítill minnihluti hinsegin samfélagsins.

Minnstu svo ekki ógrátandi á Norðurkóreskukatrínarlögin, þau eru sérkapítali úrkynjunar valdastéttar Góða fólksins.

Að Stalín sé ennþá hér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.7.2025 kl. 13:09

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus.

Ég held nú að skýringanna sé frekar að leita í plastmengun, allavega bendir sala kynlífsleikfanga til að næg sé náttúran og áhuginn á henni.

Börnin hins vegar láta kannski standa á sér.

En maður sé nóg af þeim hjá ungu fólki hérna fyrir austan, kannski er borgin bara svona barnfjandsamleg.

Veit það ekki en náttúran verður seint tamin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.7.2025 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 526
  • Sl. sólarhring: 968
  • Sl. viku: 4734
  • Frá upphafi: 1456954

Annað

  • Innlit í dag: 450
  • Innlit sl. viku: 4135
  • Gestir í dag: 424
  • IP-tölur í dag: 412

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband