3.7.2025 | 08:42
Loksins er hommunum mætt.
Hefur farið í gegnum hug margra sem lásu þessa frétt.
Af hverju á að flagga fánum hinsegin fólks á opinberum vettvangi??
Af hverju er verið að mála götur í litum þess??
Af hverju er þetta eina baráttumálið sem tröllríður opinberi umræðu, þegar svo margt annað er líka til að berjast fyrir, svo margir fánar til að flagga.
Svarið er mjög einfalt, þetta var tískufyrirbrigði, að mörgu leiti hluti af gleðinni sem fylgir gleðigöngum, en er orðið fyrir löngu að kvöð, og stjórnast jafnvel af ótta.
Ótta við mjög háværan, illskeyttan minnihlutahóp sem hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, hvað sem veldur.
Hvaða samhengi er til dæmis á milli þess að nasistar ofsóttu homma, og þess að kanslari Þýskalands vill ekki flagga regnbogafánanum við þinghúsið í Berlín??
Nasistar drápu fleiri, til dæmis fatlað fólk, þar á meðal börn, og það skipti ekki máli hvort þau voru andlega eða líkamlega fötluð, drepin voru þau engu að síður.
Samtök fatlaðra eru samt ekki með þennan frekju og yfirgang, hvað þá illskeytnina og hatursorðræðuna sem tröllríður alla opinbera umræðu samtaka hinsegin fólks.
Hún og þessi illskeytni ásamt frekju og yfirganginum er skýring þess fræga bakslags sem hinsegin fólk hefur fundið fyrir, því öfgar kalla á öfga.
Ég er til dæmis einn af þeim sem skyldi afstöðu Karls heitins Sigurbjörnssonar biskups þegar hjónavígsla samkynhneigðra stóð í honum, hann vitnaði jú í ritninguna þar sem talað var um hjónaband karls og konu, en það er bara svo margt sem stendur og stendur ekki í biblíunni, til dæmis minnist hún hvergi á snjallsíma og samfélagsmiðla.
Þeir eru samt ekkert vanheilagir fyrir vikið enda biblían skrifuð fyrir árþúsundum fyrir annan veruleik en er í dag.
Ég skyldi hann, en ég var ekki sammála honum, sá samt enga ástæðu til að fara út á torg og hrópa ókvæðisorð, hvað þá að taka steina og fara að grýta hann.
Ég taldi og tel að kirkjan sé fyrir alla, og það væri eðlilegasti hlutur í heimi að ástfangin samkynhneigð pör fengju hjónavígslu sína í kirkjunni eins og önnur pör.
Þetta snýst ekki um kyn heldur ástina, kærleikann og viljann til að fá staðfestingu sambands síns í guðshúsi.
Kirkjan eins og samfélagið á að vera opin öllum, allir eiga að njóta sama réttar, enginn að vera þar undanskilinn sem og að enginn eigi að njóta þar forréttinda.
En hvaða skilaboð er kirkjan að senda í dag þegar eina umræðan innan hennar virðist snúast um hinsegin fólk og þá sérstaklega örminnihlutann, transfólk, réttindi þeirra, stöðu og svo framvegis?
Því til staðfestingar eru fánar þessara hópa dregnir að húni, gangstéttir og kirkjutröppur málaðar í regnbogalitum, og réttlætingin sú að það sé verið að tjá fjölbreytileika stuðning sinn.
Einn hópur tekinn út úr, fram yfir aðra.
Réttindabarátta orðin að forréttindabaráttu.
Ég tek kirkjuna sem dæmi því hún endurspeglar umræðuna í samfélaginu, óttaumræðuna í samfélaginu.
Og skýringu þess að margt fólk er búið að fá nóg af þessari umræðu.
"Af hverju geta þau ekki bara verið eins og við hin" spurði góður maður mig þegar þetta kom til tals. "Þau njóta sömu réttinda, af hverju halda þau ekki áfram með líf sitt og eru hluti af samfélaginu".
Átti þá við að sá sem vill vera hluti af samfélaginu, er hluti af samfélaginu en ekki stöðugt að krefjast einhverra sérréttinda eða forréttinda.
Enda geta menn ímyndað sér hvernig ástandið væri ef allir krefðust þess að götur væru málaðar í þeirra litum, aðeins KR-ingar njóta þeirra forréttinda með gangstéttarnar.
Eða ef öll félagasamtök, hagsmunasamtök, baráttusamtök gerðu kröfu um að fánum þeirra yrði flaggað við skóla, ráðhús og aðrar opinberar byggingar.
Og ysu síðan skít og óhróðri yfir þá sem neituðu, eða eins og ástandið er í dag, voguðu sér að gera athugasemdir, eða hafa aðrar skoðanir.
Fjölbreytni samfélagsins felst nefnilega í að við erum ekki öll eins.
Samkennd þess felst í að virðum hvort annað, föllum inní samfélagið á okkar hátt, og gerum þannig samfélagið að eitt, að einu.
Eitt samfélag hefur einn fána, þjóðfánann eins og kanslari Þýskalands benti réttilega á.
Tilheyri þjóðin yfirríki eins og Evrópusambandinu, þá er auðvita flaggað fána þess yfirríkis.
Krafan um sérstöðu eins hóps yfir annan gengur gegn þessari samkennd.
Sísuð og væl í fjölmiðlum um réttinn til sérstöðu á kostnað allra annarra, gengur líka gegn þessari samkennd.
Skapar pirring og jafnvel þá úlfúð sem hinsegin fólk þykist greina gagnvart sér í dag.
Það er því tími til kominn að það staldri við, spyrji sig hvort einhverja sök sé hjá því sjálfu að finna, hvort talsmenn þeirra séu í sinni síheilögu vandlætingu gagnvart okkur öllum hinum, séu að skemma í stað þess að styðja.
Sem og hvort einhver flærðaröfl séu að nýta réttindabaráttu þeirra vegna eigin hagsmuna.
Því Góða fólkið er ekki gott fólk, það hugsar bara um völd sín og áhrif
Og hverjir standa að baki Góða fólkinu???
Það er alltaf hollt og gott að staldra við og spyrja sig spurninga.
En fyrir hinsegin fólk er það lífsnauðsyn áður en þeir fá alla uppá móti sér.
Aðeins þeir sem kjósa sér hlutskipti fórnarlambsins átta sig ekki á því.
Eins og þeim líði illa í eigin skinni þegar það hlutskipti er tekið frá þeim með viðurkenningu samfélagsins.
Lífið er réttindabarátta.
Á einn eða annan hátt fyrir okkur öll.
Þar á enginn að skera sig úr.
Því við erum öll eitt.
Kveðja að austan.
![]() |
Engir pride-fánar: Þingið ekki sirkustjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 90
- Sl. sólarhring: 586
- Sl. viku: 2347
- Frá upphafi: 1468893
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 2031
- Gestir í dag: 77
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þess grein Ómar. ÉG er sammála þér í öllum aðalatriðum varðandi þetta. Því miður eru það samtökin 78, sem eiga flestar kærur sem rata til dómstóla vegna meintrar hatursorðræðu. Þar er dregið fyrir dóm fólk, sem er ekki sama um að samtökin 78 sem eru m.a. fyrir þá sem eru með kvalalosta sem og trans fólk skuli sjá um kynfræðslu að einhverju leyti í skólum fyrir grunnskólabörn.
Af sjálfu leiðir að þessi ríkisstofnun samtökin 78 sem hafa fengið yfir hundrað milljónir á ári frá ríkinu og sérstökum ráðherrum eins og Katríu Jakobs fá á sig gagnrýni vegna þess hvað þau eru oft óvæginn gagnvart þeim sem hafa aðrar skoðanir en þau m.a. hinsegin fólk.
Við sem erum gagnkynhneigð erum ekki að búa til okkar eigin merkisspjöld eða fána eða gera kröfur til að samfélagið snúist um okkur. Já ekki bara með að hengja upp þessa fána heldur líka að við megum ekki tala íslensku kynrænt heldur á forsendum transhugmyndafræðinnar. Er það ekki það sem fyllir mælinn?
Ég þekki margt hinsegin fólk sem finnst þessi hegðun samtakanna og biskupsins komin út fyrir alla skynsemi og ég er sammála því.
Jón Magnússon, 3.7.2025 kl. 10:12
Vaxandi náttúruleysi Íslendinga kemur nú fram með tvennum hætti:
1) Lækkandi tíðni barnsfæðinga
2) Aukin útbreiðsla og notkun kynlífsfána
Júlíus Valsson, 3.7.2025 kl. 10:44
Blessaður Jón.
Ég held að við séum ekki einir um þessa skoðun, veit það náttúrulega ekki alveg en miðað við hvað maður heyrir í fólkinu í kringum sig, fólki sem er lítt pólitískt og maður aldrei orðið var við nokkuð sem er hægt að tengja við fordóma, þá er jafnvel hægt að tala um hinn þögla meirihluta.
Ég held að það sé ekki eitt sem fyllir mælinn, ég held að það sé eiginlega allt.
Örfá transungmenni koma saman með mótmælaspjöld, og þau fá ítarlega frétt um kröfur sínar í sjónvarpsfréttum, ekki bara hjá Rúv. Aftur og aftur, trans þetta og trans hitt.
Svo eru þetta bara örfáir einstaklingar, og ná ekki að fylkja neinu fólki í kringum sig. Voru það ekki innan við 100 manns sem mótmæltu fyrir utan breska þinghúsið þegar þingið tók loks af skarið og verndaði salerni kvenna fyrir körlum? Heimsfrétt, samt vart 100 einstaklingar sem mótmæltu.
Síðan er það þessi hatursumræða, einhverjir vanþroska krakkar gelta og sú afbrigðilega hegðun örfárra er gerð að tákni fyrir meintri hatursviðhorfi ungmenna, og þá almennt.
Samkynhneigður ferðamaður var hugsanlega laminn, því málavextir komust aldrei á hreint, fyrir nokkrum árum síðan, það er ennþá verið að tala um það sem dæmi um einhverja meinta ógn gagnvart hinsegin fólki. Samt eru tugir líkamsárása um hverja helgi, margar algjörlega tilefnislausar. Mörg hundruð þegar þær eru lagðar saman yfir sama árafjölda, aðeins einn hommi.
Fólki ofbýður þetta, fólk hristir hausinn yfir svona fréttaflutningi, og því miður eru margir farnir að láta pirring sinn í ljós, pirring sem maður varð aldrei var við áður. Og því miður bitnar sá pirringur á öllu því hinsegin fólki sem bara vill fá sinn frið, og sitt andrými til að vera bara það sjálft, sem hluti af samfélagi okkar.
Og ég veit það fyrir víst að þeir eru fjölmargir, hinir öskrandi fordæmandi eru aðeins lítill minnihluti hinsegin samfélagsins.
Minnstu svo ekki ógrátandi á Norðurkóreskukatrínarlögin, þau eru sérkapítali úrkynjunar valdastéttar Góða fólksins.
Að Stalín sé ennþá hér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2025 kl. 13:09
Blessaður Júlíus.
Ég held nú að skýringanna sé frekar að leita í plastmengun, allavega bendir sala kynlífsleikfanga til að næg sé náttúran og áhuginn á henni.
Börnin hins vegar láta kannski standa á sér.
En maður sé nóg af þeim hjá ungu fólki hérna fyrir austan, kannski er borgin bara svona barnfjandsamleg.
Veit það ekki en náttúran verður seint tamin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2025 kl. 13:12
Allur þessi málflutningur um að nú sé bakslag í réttindabaráttunni segir manni að það sé bara búið að ganga of langt
Bakslag í réttindabaráttu kvenna og þær sitja í ÖLLUM æðstu embættum á Íslandi og í raun erfitt að finna dæmi um háttsettan karlmann
Grímur Kjartansson, 3.7.2025 kl. 14:23
"Maðurinn breytir ekki lögmálum náttúrunnar."
Leonardo da Vinci
Júlíus Valsson, 3.7.2025 kl. 14:24
Ég er sammála þér Ómar, um að samtök kynvillinga hafa komist upp með ótrúlegan yfirgang í þjóðfélaginu.
En ég er algjörlega ósammála umfjöllun þinni um Biblíuna og Kirkjuna.
Biblían er skrifuð fyrir öll tímaskeið og fyrir það mannkyn, sem er stöðugt samt við sig, og þarf þess vegna á öllum tímum að gera iðrun og taka afturhvarfi.
Þjóðkirkjan er ekki lengur Kirkja Krists, hún er opin fyrir alla, og þar með talda kynvillinga. Undir það strikar hún sjálf með nýrri handbók.
Hin sanna KIRKJA Krists er aðeins fyrir sauði Hans. Jesús talaði til skækja og tollheimtumanna, ef vera kynni einhverjir þeirra gæfust fagnaðarerindinu og fæddust á ný sem sauðir Hans.
Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig, eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóh. 10:14-15).
Sr. Karl Sigurbjörnsson heitinn hafði sannarlega rétt fyrir sér með því að fullyrða að hjónaband getur aðeins orðið til milli karls og konu, þegar þau gera með sér heilagan hjúskaparsáttmála í kirkjunni.
Það er því framin gróf synd og afskræming á guðlegri skipan, þegar Þjóðkirkjan þykist vígja saman í hjónaband tvo einstaklinga af sama kyni. Það verður samt ekki hjónaband.
Þú getur ekki leiðbeint Guði um það hvað sé réttlátt, með því að segja Honum hvernig allir eigi að njóta sama réttar í Kirkju Hans.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 3.7.2025 kl. 14:46
Blessaður aftur Júlíus.
Það eru önnur orð yfir að náttúran verði seint tamin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2025 kl. 14:52
Góður punktur Grímur.
Það mættu kvartararnir hafa bak við eyrað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2025 kl. 14:53
Blessaður Guðmundur Örn.
Ég tók í kjarna þessa umræðu um hvað væri rétt haft eftir almættinu í biblíunni við þann mæta mann; Jón Val Jensson, margblessuð sé minning hans. Fyrir utan að margstríða honum á að ég væri trúlaus, hann fattaði aldrei að maður trúir ekki á það sem maður veit er að til, þá tók hann margt bókstaflega sem skrifað var og fært til geymslu í hinni helgu bók.
Ég nálgaðist mörg hatursskrif Nýja Testamentisins út frá þeim samtíma sem skráði þau rit, þar sem ritstjórinn sjálfur var keisarinn í Róm. Einnig benti ég Jóni Val á að barátta grískra kristinna manna, sem Páll postuli leiddi, við heiðna samlanda sinna, kristallaðist mjög við þá staðreynd að samkynhneigð var mjög útbreidd meðal hinna fornu Grikkja. Fordæming á henni var liður í þeirri baráttu.
Að mínum dómi skýrir það að kærleiksboðskapur Krists, sem sannarlega var staðreynd, og var meðal annars skráður í fjallræðu hans, var allt í einu mengaður með hatri og heift, eitthvað sem samtíminn gat skýrt, en ekki hinn tímalausi kærleikur sem Jesú Kristur boðaði.
Einnig minnti ég Jón á að það var pólitík Austur Rómverska ríkisins sem útskýrði niðurstöðu kirkjuþingsins í Níkeu, og þar skar keisarinn sjálfur úr um hvað væri rétt eða rangt. Varðandi þessa keisara Austur Rómverska ríkisins þá var leitun að grimmari eða úrkynjaðri einvöldum en þeim.
Biblían er menguð af mannanna hugsun þess tíðar sem hún var skráð, það sama gildir um skráningu þeirra rita sem kennd eru við Gömlu játninguna.
Ef maður veit að guð er til, þá lærir maður smán saman að skilja þann kjarna sem dauðlegir menn hafa skráð, kjarna sem er innan um allskonar hismi, frá ólíkum tímum, og þar sem margskonar menningarstraumar og trúarhræringar takast á.
Sannleikurinn, Í upphafi var orðið, er aðeins skráður í einni bók, aðrar bækur tjá aðrar hugmyndir þess samtíma sem þær voru skráðar. Sá samtími hefði aldrei skilið sannleik þess Að í upphafi var orðið.
Samt náði sannleikurinn í gegn, og var skráður.
Samkynhneigt fólk er guðsbörn Guðmundur, alveg eins og við hin.
Kynin eru tvö, um það er ekki hægt að deila, ekki hjá spendýrum.
Hvort guðsblessun leyfir hjónaband samkynhneigðs fólks, veit náttúrulega aðeins guð sjálfur.
Mín skoðun er sú að það sem er stofnað til í kærleik, njóti guðsblessunar.
En það hvarflar ekki að mér Guðmundur Örn að fara út á stræti og torg og grýta þá sem eru annarrar skoðunar.
Jesú var heldur ekki fyrir grýtingar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.7.2025 kl. 15:13
Biblían skiptist í GT og NT. Þetta eru ekki tveir sjálfstæðir sáttmálar. Heldur er NT uppfærsla á GT, Guð er Sáttmála-Guð.
Spámaðurinn Ezekíel spáir um þessa uppfærslu: Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setningar mína og breytið eftir þeim. (Ez. 36:27).
Þessi uppfærsla hvílir á Jesú Kristi einum.
Þú nefnir fjallræðuna. Þar vitnar Jesús einmitt í GT og segir að fara skuli eftir lögmáli þess í einu og öllu. M.a. að grýta skuli fólk og/eða krossfesta fyrir brot á lögmálinu.
Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. (Mt. 5:17-18).
Farísear sem vildu reyna kærleika Jesú og spurðu Hann hvort fylgja ætti lögmálinu gagnvart konu, sem staðin var að hórdómi. Jesús svarði: Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana. (Jóh. 8:7).
Við sjáum að Jesús gerðist staðgengill konunnar sem Hann sjálfur dæmdi til að grýtast. Hann var krossfestur í hennar stað. Hún syndgaði ekki framar.
Ómar! Ég og þú, höfum verið dæmdir af Guði til að grýtast/krossfestast vegna synda sem við höfum drýgt, það er réttlæti Guðs.
En Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á Honum, og fyrir Hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á Honum. (Jes. 53:5-6).
Kærleikur Guðs birtist í fagnaðarerindinu. Okkur er gefinn kostur á að velja staðgengilinn Jesú Krist, að Hann sé krossfestur í okkar stað. Þú kemst ekki hjá því að velja.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 3.7.2025 kl. 17:34
Ómar, þú ert frábær í svona pistlum sem aðrir þora ekki að skrifa eða hafa ekki færni til. Þótt ég sé ánægður með flest í þessum pistli verð ég samt að taka undir með Guðmundi Erni guðfræðingi.
Bob Dylan söng:"Everybody must get stoned", árið 1966, og það er eitt af hans frægari lögum.
Hippakynslóðin túlkaði þetta á þann veg að hann meinti: "Allir þurfa að komast í hassvímu."
Það má túlka þennan texta meistara Dylans öðruvísi eða bókstaflega. Þá er þýðingin:"Allir þurfa að verða grýttir". Minnir á Jesú, bersyndugu konuna.
Bob Dylan er gyðingur og ólst upp við stranga gyðingatrú og þaðan hefur hann margt.
Held að ég hafi rétt eftir Bob Dylan í viðtali, þegar hann var spurður um hvort hann væri að hvetja til hassreykinga með laginu "Rainy Day Women Nos 12 & 35/Everybody Must Get Stoned".
"They haven't read the Bible".
Hann viðurkenndi þarna að þessi texti frá 1966 er Biblíulegs eðlis, allir þurfa að verða grýttir, mæta gagnrýni, mótlæti og erfiðleikum.
Ég er mjög ánægður með það að þú Ómar ert einn af þeim sem skilur og veizt að Nýja testamentið var skráð á tímum rómversku keisaranna og ber þess merki. Það er í samræmi við pistlana mína um Keltneska trú og fleira.
Ég held að ég hefði þannig líka verið sammála Jóni Vali og Guðmundi Erni, að rétt túlkun á Biblíunni sé þessi bókstafstrú.
Hitt er annað mál að ég tel mig heiðingja, og ef þú skilgreinir þig þannig Ómar erum við sammála um það.
"Tímalaus kærleikur" skrifar þú um boðskap Krists. Samt er í hann vitnaði í Biblíunni að hann vilji boða stríð, eld og aðskilnað ættingja, man það ekki orðrétt, Guðmundur Örn getur vitnað í þetta orðrétt.
Síðan bölvaði hann fíkjutré fyrir að bera ekki ávöxt.
Jesús Kristur er flókinn og margslunginn persónuleiki samkvæmt Biblíunni, þannig myndi ég frekar túlka hann og lýsa honum.
Og einnig segir hann að ekki stafkrókur af lögmálinu líði undir lok á meðan himinn og jörð standa uppi.
Þannig að hann segir að fólk eigi að fara eftir hörðum reglum Gamla testamentisins, en hann sé kominn til að einfalda hlutina, en ekki fella úr gildi.
Samt endurtek ég, að ég er heiðingi, og þessar rökræður eru mest til gamans, því rétt skal vera rétt, og ég þekki þá hörðu trú sem mér var kennd af ömmu og fleiri af hennar kynslóð.
Það er vissulega ekki í mínum verkahring að grýta neinn, en mér finnst gaman og nauðsynlegt að minna á það sem mér finnst sumir viljandi reyna að gleyma.
Ingólfur Sigurðsson, 3.7.2025 kl. 19:05
Blessaður Guðmundur Örn.
Það er rétt að Jesú var séður og vissi af áhuga valdastéttar gyðingalands til að taka hann úr umferð, þess vegna lýsti hann yfir stuðningi við lögmálið eins og þú kýst að kalla það, það er trú feðra sinna, svo hélt hann bara áfram að prédika allt annað, það er sína túlkun á þessu blessaða lögmáli. Þess vegna ert þú kristinn Guðmundur en ekki gyðingur.
Þar á meðal afgreiddi hann þessa túlkun þína; "M.a. að grýta skuli fólk og/eða krossfesta fyrir brot á lögmálinu.", með þeim fleygu orðum að hinn syndlausi ætti að kasta fyrsta steininum. Hann var ekkert að biðja fólk um að grýta sig, eða fólk gæti syndgað út í eitt því hann tæki á sig syndir þess.
Hann kenndi nýja trú og nýja sýn, byggði vissulega á trú feðra sinna, en gjörbreytti eðli hennar og tilgangi.
Guð gyðinga stjórnaði með ótta, guð kristinna stjórnaði með kærleik, það skilur kristna trú frá öðrum eingyðistrúarbrögðum líkt og gyðingatrú eða Íslamstrú.
Þess vegna er ég stoltur að vera kristinn Guðmundur og ég trúi því að í kjarna orða Jesús sem komst lítt brenglaður í gegnum ritskoðanir misviturra dauðlegra manna, sé leiðarvísir til að mannkynið komist í gegnum það sem þú kallar Harmageddon, með upprisu lífsins en ekki dauða þess.
Og ég veit það fyrir víst Guðmundur að þegar að þar að kemur í lífi sérhvers manns að hann þurfi að mæta sínum æðra dómi sem er spjall við Lykla Pétur, að þá mun Pétur ekki skoða syndaskráninguna heldur það góða sem fólk hefur gert sem og kærleik þess gagnvart náunganum. Þess vegna held ég að næstum því allar ömmur í heiminum fari til himna, óháð fyrri störfum og gjörðum.
En eins og ég ítreka, þá er það bara mín skoðun og það hvarflar ekki að mér að fara út á stræti og torg og grýta þá sem eru annarra skoðunar, jafnvel þó svo vildi til að eitthvað lögmál segði mér að grýta og krossfesta.
Ég myndi einfaldlega halda því fram að ef svo væri, þá væri það ritvilla í skráningu eða í þýðingu frá guðsmáli yfir á mannamál.
Og því fengi engar tilvitnanir í hina helgu bók breytt.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.7.2025 kl. 13:44
Blessaður Ingólfur.
Það er vissulega rétt hjá þér að það þarf færni til að skrifa pistil eins og þennan, ég sá það þegar ég las hann í annað sinn eftir athugasemd Jóns hér að ofan, en Jón er sá sem ég tel búa yfir mestri ritfærni hér í samfélagi okkar sem við kennum við Moggann.
Og að baki færni er ritskilningur, þjálfun og ýmislegt annað, og það allt segir mér að meistari Dylan, sá leiðindapúki sem gat ekki logið því að honum líkaði Ísland, hafi einfaldlega beðið fólk um að fá sér í pípu, hann gat ekki verið svo stónd sjálfur að hann héldi að aðrir væru meira stónd, og legðu því hina dýpri biblíumerkingu í orð sín.
Hvað menn lesa svo í skrif sín mörgum árum seinna þegar þeir eru þokkalega edrú, er svo annað mál.
Síðan held ég að ýmsu hafi verið logið uppá Jesú, og það hafi verið hluti af póltík og valdabaráttu þess tíma sem minningarnar um líf hans og störf voru skráð niður. Persónulega veit ég að það var enginn með diktafón þegar hann hélt til dæmis fjallræðuna. Og það er á hreinu Ingólfur að ef Jesú var ekki karakter í handriti um Batman, það er tveggjafeisa maðurinn, þá er útilokað að hann hafi komi frá sér visku aldanna um að vera sæll og glaður um hitt og þetta, og farið síðan að öskra eins og óður maður um að skera af sér hendur og stinga úr sér augun, slíkt gerist ekki í raunveruleikanum, en oft í skáldskap, og Two Faces besta dæmið sem ég þekki.
Þess vegna tel ég að ef einhver hafi sagt að Jesú hafi boðað eld og brennistein, eða aðskilnað ættingja, það hafi slíkt annað hvort verið misminni gamals manns, eða hrein illkvittni og öfund, það sem við köllum í dagsdaglegu tali; rógur.
Ef þessi heilbrigða skynsemi gerir mig að heiðingja, þá gott og vel, þá held ég að Jesú hafi líka verið hundheiðinn.
Hins vegar tala ég oft um guðina, og núna allra síðustu ár hef ég verið sérstaklega skömmóttur út í fótboltaguðina (er Manjú maður) sem og veðurguðina, þó í augnablikinu sé ég að hrósa þeim frekar en hitt.
Hugsanlega gætu einhverjir kallað slíkt heiðni, en ég tel mig kristinn, er stoltur af trú feðra minna og menningu, sem og ég tel að ömmutrúin sé besti skilningurinn á kristinni trú. Nema kannski hjá þeim ömmum sem fóru oft í kirkju þar sem var boðaður eldur og brennisteinn. Slíkt var allavega ekki gert í mínu ungdæmi á mínum heimaslóðum.
En auðvita Ingólfur, menn taka umræðuna vegna þess að þeir hafa gaman af, og það er hún sem fleytir hugsunum okkar áfram.
Takk fyrir innlit og athugasemd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.7.2025 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning