Var þetta forsenda endurkomu Ásthildar Lóu?

 

Að hún yrði ekki hýdd af Rúv þegar hún snéri aftur í þingsal.

Ef hún snérist gegn Fólkinu sem flokkur hennar er kenndur við.

 

Ásthildur er vel gefin kona, hún veit, eins og allir sem eru þokkalega vel gefnir, að hinar svokölluðu 4-5 fjölskyldur lifa af þessa ofurskatta á sjávarútveginn.

En megnið af annarri útgerð og fiskvinnslu hverfur.

Sem er einmitt tilgangur þessar aðfarar Viðreisnar að fólkinu á landsbyggðinni.

Sömu aðför og tókst hjá systurflokki Viðreisnar á Nýja Sjálandi á níunda áratugnum, og sjávarbyggðirnar urðu auðnin ein.

 

Það er Fólk, lifandi fólk sem vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á landsbyggðinni.

Og það er Fólk, lifandi fólk sem starfar hjá öllum öðrum fyrirtækjum sjávarbyggðanna, sem náðu að lifa af upphaflegu kvótasetninguna, fólk sem á allt sitt undir að 101 Reykjavík geri ekki aðra aðför að byggðum þess.

Þetta eru feður, þetta eru mæður, Fólk alveg eins og Ásthildur Lóa.

 

Fólk sem Ásthildur Lóa ætlar að setja á höggstokkinn að kröfu Viðreisnar.

 

Þetta fólk stundar ekki "grímulausa sérhagsmunagæslu", en gæfa þess er að jafnt fyrirtæki sem og sveitarfélög á landsbyggðinni hafa sameinast gegn þessar aðför að atvinnu þess og tilveru.

Og þó enginn hafi átt von á því, því Viðreisn er grímulaus hagsmunaflokkur fyrir stórauðvaldið í Samtökum Atvinnulífsins, þá fékk þetta fólk, fólkið sem Flokkur fólksins kennir sig við, stuðning frá heildarsamtökum Atvinnulífsins, þannig að Viðreisn er í raun í skógargangi gegn sínum eigin bakhjörlum.

Þá kemur þessi óvænti stuðningur frá þingmönnum sem kenna sig við Fólk, sem og þeirri afskræmingu hugsjóna jafnaðar og félagshyggju sem kennd er við Samfylkinguna.

 

Gaslýsing segir Ásthildur Lóa.

Eins og ég kann vel við hana og þrotlausa baráttu hennar við þjófnaðinn á eigum almennings sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms skipulagði, sem sannarlega má kenna við sérhagsmunagæslu fyrir banka og auðmenn, þá hef ég aðeins eitt um þessi orð Ásthildar að segja.

 

Ásthildur, ef þú treystir þér ekki í frekari kaghýðingu Rúv, vertu þá bara áfram heima hjá þér.

Þú áttir æru.

Kastaðu henni ekki á glæ með þjónustu við það svarta af öllu hinu svarta sem þú barðist gegn í öll þessi ár.

 

Þú ert betri en þetta.

Kveðja að austan.


mbl.is Ásthildur Lóa sakar menn um gaslýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er ég nú hrifin af vinnubrögðum RÚV. En Ásthildur Lóa er ansi hvatvís og oft grunnhyggin og til í að seja sig eins og restin af trúðalestinni sem Flokkur fólksins er.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 2.7.2025 kl. 20:49

2 identicon

leiðrétt: ...og til í að seLja sig...

Sigrún G. (IP-tala skráð) 2.7.2025 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 826
  • Sl. viku: 4212
  • Frá upphafi: 1456432

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 3689
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband