Að skemmta skrattanum

 

Er sérstök iðja fólks sem telur sig róttækt, telur sig berjast fyrir betri og réttlátari heimi, en á einstaklega erfitt með að starfa saman með öðrum sem hafa svipaða lífssýn.

Án jóks, þegar koma saman þrír róttæklingar, þá deila þeir um fimm útfærslur á sannleikanum, og það skiptir þá meira máli að höggva hina tvo, en að ná sátt og samstöðu um það sem máli skiptir.

Það er betri og réttlátari heimi.

 

Um Gunnar Smára Egilsson má segja margt, á góðum stundum getur hann gert skýra kröfu á að vera kosinn mesti rugludallur norðan Alpafjalla, en þegar hann er beittur, þá er hann beittur.

Svo undan svíður, og þess vegna er skrattanum skemmt í dag.

Og þegar persónulegt Egó er mælt, þá kæmi það engum á óvart að hann myndi slá bæði Íslandsmet sem og heimsmet, varðandi Egó alheimsins hef ég ekki þekkingu til að meta.

 

Líklegast þess vegna varð Sósíalistaflokkurinn hinn nýi til, núna engar ordur frá Kreml, aðeins samtök rótæklinga sem vildu berja á valdinu.

Sannarlega í þeim flokki voru fleiri en þrír, jafnvel fleiri en fimm, jafnvel nokkrir tugir róttæklinga, og sannarlega í 7 ár gátu þeir sleppt banaspjótunum, bræðravígum, markmiðið um betri og réttlátari heim virtist á einhvern hátt skipta þá meiri máli.

Sem er algjört búlshit, bræðravíg róttæklinga er staðreynd, en það sem Sósíalistaflokkurinn hafði var Gunnar Smári Egilsson, hans Egó mun stærra en allra hinna til samans.

 

Sósíalistaflokkur Íslands væri ekkert í dag án forystu Gunnars Smára.

Hann væri ekkert í gær, fyrradag, og alla dagana þar á undan frá 2017, ef það væri ekki fyrir beinskeytta forystu hans, sem og óumdeilanlega hæfni hans til að orða hlutina, þar sem fáir eru honum fremri,þá hefði flokkurinn aldrei lifað af veturinn.

Orðsnilld hans var forsenda fylgis flokksins.

Sem og þess fjár sem núna er deilt um.

 

Og deilendurnir eru dvergar sem enginn veit nokkuð um, og við munum aldrei hafa haft nokkra vitneskju um, nema vegna þess að dvergarnir eru aðalskemmtikraftar Skrattans í dag.

Líkt og lesa má um í þessu drottningarviðtali Morgunblaðsins við einn dverginn.

 

Hvað býr undir spyr maður sig??

Af hverju núna??, það þarf jú ekki nema þrjá róttæklinga til að koma saman svo þeir verðu uppteknir af samherjavígum næstu árin. 

Og flokkur Gunnars innihélt nokkra tugi slíkra róttæklinga sem voru til friðs, en eru núna að hæða allt fólkið sem kaus flokkinn í von um betri tíð og betri tíma.

 

Svarið er augljóst og blasir við öllum sem á annað borð nenna að hugsa um íslenska þjóðmálaumræðu og íslensk stjórnmál.

Samstöðin sem Gunnar Smári hefur með sóma veitt forstöðu, ógnaði einu, ekki öllu, heldur einu.

 

Hún gaf vitrænt skjól þeim Vörðum Íslands sem berjast gegn samlögun þjóðar okkar í Evrópusambandið, samlögun sem kennd er við bókun 35.

Vörðum Íslands var ljáð rödd, óháð flokkum, það eina sem skipti máli fyrir þá bræður Gunnar og Sigurjón að sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart frjálshyggjuauðbandalaginu í Brussel var varið.

Þessi einfalda staðreynd útskýrir af hverju Skrattinn hóf upp sin óvinafagnað, af hverju vitgrannir voru virkjaðir til að skemmta honum.

 

Það hlálega er að margir sem styðja Verði Íslands, margir sem telja sig berjast gegn þeim einbeitta vilja Samtryggingarflokksins að gera þjóð okkar að hjáleigu í Evrópusambandinu, svipta hana löggjafar og dómsvaldinu, án nokkurra áhrifa, þeir ganga í þessa gildru þess í neðra.

Skemmta skrattanum með því að sjá ekki í gegnum fals hans í þessari aðför að einu útvarpsstöðunni sem mark er tekið á (það tekur enginn mark á Útvarpi Sögu), og ljáir röddum þjóðfrelsis og sjálfstæðis vettvang til að tjá skoðanir sínar.

 

Líklegast sama fólkið og sér ekki í gegnum lygavef Samfylkingarinnar og Viðreisnar sem þessir landráðaflokkar kalla Leiðréttingu á sköttum fyrirtækja landsbyggðarinnar.

Er svo hugsjónalega blint að það telur auðn og dauða hinna dreifðu byggða landsins einhvern auðlindaskatt sem Goðin Haeyk og Friedman sögðu æðstan öllu.

 

Það fólk ver ekki sjálfstæði þjóðarinnar.

Það ver aðeins sína eigin kreddur.

Það verst ekki Skrattanum sem skemmtir sér eins og aldrei áður.

 

Samt vill það verja en fattar ekki flærðina.

Fattar ekki hvernig spilað er með það.

 

Vitna í Tolkien og Ráðstefnu hans í Rofadal.

Þar sem vitringurinn Elrond (ekki bjánabelgurinn í Hollywood kvikmyndinni) benti ráðstefnugestum á að ógnin sem þeir allir upplifðu, var að sama meiði.

Frá þeim í neðra, valdinu sem vill aðeins auðn og dauða.

 

Tolkien er vissulega dáinn.

En orð hans lifa enn.

 

Jafn sönn í dag og þau voru þá.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Segir Gunnar Smára hafa hafnað sátt um Samstöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 795
  • Sl. sólarhring: 846
  • Sl. viku: 4650
  • Frá upphafi: 1455565

Annað

  • Innlit í dag: 706
  • Innlit sl. viku: 4044
  • Gestir í dag: 624
  • IP-tölur í dag: 592

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband