1.7.2025 | 08:22
Eins og í svörtustu Afríku.
"Þetta eru meiri andskotans vitleysingar þessir svertingjar" sagði ágætur maður í góðum hóp spjallara einhvern tímann í byrjun þessara aldar, og ummælin féllu eftir að í fréttatíma sjónvarpsins var sögð frétt frá ástandinu í Harare höfuðborg Zimbabwe þar sem algjör skortur var á lyfjum og öðrum nauðsynjum.
Ástand sem átti sér forsögu og var algjörlega mannanna verk.
Ástand sem fólk tengdi við spillingu og vanhæfni leiðtoga hinna nýfrjálsu ríkja Afríku, og var tilefni margra athugasemda líkt og þeirri sem ég vitna í hér að ofan.
Núna þegar fáráðin vega að atvinnuvegum landsbyggðarinnar er hollt og gott að rifja upp ófarir Zimbömbwsku þjóðarinnar og hinar manngerðu efnahagslegu hörmungar því aðferðafræðin er um margt svipuð, og hún tengist húðlit eða kynþætti ekkert, heldur tærri mannanna heimsku þar sem fólk lætur ómerkilega lýðskrumara spila með sig út í eitt.
Eftir um 10 ára frelsisstríð fengu svörtu íbúar Zimbabwe völdin 1980, og frelsishetjan Mugabe tók við völdum.
Þá var landið með einn öflugasta efnahag sunnan Afríku þar sem námugröftur og landbúnaður voru meginstoðirnar, talað var um landið sem brauðkistu Afríku.
Að kunna að skjóta úr byssu og halda tilfinningaþrungnar ræður er ekki endilega nóg til að stýra efnahagslífi heillar þjóðar og þrátt fyrir Mugabe hefði plan um bjarta framtíð þá gekk það ekki eftir og 20 árum seinna var svo komið að vinsældir hans höfðu dvínað mjög, fólk var farið að mótmæla sjálfri frelsishetjunni.
Þá fékk Mugabe brilljant hugmynd, hann snéri lýðnum gegn landbúnaðinum sem var hryggjarstykkið í atvinnulífinu, sem skapaði mestu auðlegðina.
Það var auðvelt, landbúnaðinum var reyndar ekki stjórnað af 4-5 fjölskyldum heldur um 6.000 bændum, hvítum, og þá átti að hrekja af jörðum sínum.
Sem var gert, og í sjónvarpinu mátti sjá borgarbúana streyma út í sveitirnar, brjótast inní húsakynni, ræna og rupla, halda svo sigurhreifir til borganna með ránsfeng sinn.
Sú gleði entist alveg þangað til að ekkert fékkst í búðunum, hvorki lyf eða aðrar nauðsynjar.
Wikipedía hélt utan um hvað gerðist og það er gott að vitna í hana:
"In 2000, Zimbabwe launched a controversial land reform that, over the next decade, would seize about 6,000 large, white-owned farms and convert them into over 168,000 black-owned farms. Many of the new occupants, mainly consisting of landless black citizens and several prominent members of the ruling ZANU-PF administration, were inexperienced or uninterested in farming, thereby failing to retain the labour-intensive, highly efficient management of previous landowners, triggering severe export losses.
In this time, between 19992008, Zimbabwe's GDP shrunk by nearly half the most severe downturn in a country not at war in recorded history.".
Aðeins stríðstímar gátu toppað þessa mannanna heimsku.
Fyrstu fórnarlömbin var fólkið á landsbyggðinni, landbúnaðarverkafólkið, svo smáfyrirtækin sem skiptu við hin vel reknu býli, rekstrargrundvöllurinn hvarf, allir misstu vinnuna.
En öllum í 101 Harare var sama enda fyrirlitu þeir sveitalýðinn, þetta fólk mátti alveg missa sig.
Og veislan úr ránsfegnum stóð ennþá yfir.
Það var ekki fyrr en kom að þeim, þegar enginn peningur var til að kaupa inn lífsnauðsynjar, að mótmælin hófust í höfuðborginni.
Mótmæli, sem voru barin niður, því stóri ránsfengurinn, hin raunverulegu verðmæti runnu í vasa flokksklíkunnar sem bakkaði Mugabe upp, og tryggði honum stuðningi í rúman áratug á eftir.
Það er hollt að rifja upp þessa sögu þegar svipaðar aðfarir eiga sér stað á Íslandi núna 25 árum seinna.
Annar kynþáttur, annar húðlitur en sama sammannlega heimskan, fólk lætur spilast með lýðskrumurum sem ásælast eigur annarra.
Nema núna eru ekki heykvíslarnar notaðar til að rústa og ræna, heldur ofurskattlagning.
Afleiðingarnar þær sömu, fólk og fyrirtæki missa vinnuna, eftir stendur rúin landsbyggð undir ægivaldi örfárra fyrirtækja.
Sem þurfa ekki að sýna neina samfélagslega ábyrgð, aðeins að borga ofurskattinn.
Ég hef áður spurt hvort eitthvað leikrit sé í gangi, því andóf stjórnarandstöðunnar, allavega Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, virðist snúast um leiðréttingar á ofurskattinum, að hann verði eitthvað lægri.
En hugmyndafræðin sú sama, að skattleggja atvinnuvegi landsbyggðarinnar umfram atvinnugreinar höfuðborgarinnar.
Hvernig á til dæmis að túlka þessi orð Sigurðar Inga??? "Sigurður segir að framsóknarmenn telji það vel koma til greina að hækka þessa gjaldtöku með skynsamlegum hætti. "Til dæmis væri gáfulegra að vera með þrepaskiptan tekjuskatt og taka þar af leiðandi hærri hlut af þeim fyrirtækjum sem vel ganga," segir hann.".
Er hann almennt að tala um hærri tekjuskatt eða er hann bara að tala um sjávarútveginn??
Og er maðurinn virkilega svo heimskur að halda að velmegun byggist á því að hirða allan umfram arð af vel reknum fyrirtækjum í stað þess að arðurinn leiti út í samfélagið í frekari fjárfestingum og veltu.
Eru Marx og Lénin ennþá meðal vor???
Eða er þetta lýðskrum úr ranni Roberts Mugabe??
Alvöru fólk, alvöru stjórnmálamenn, berjast gegn ofurskattheimtu, sama í hvaða búning hún er sett, sama af hvaða atvinnugrein hún beinist.
Það gerir aldrei málamiðlun við lýðskrum sósíalisma dauðans.
Það er allavega hinn bitri lærdómur nýfrjálsra ríkja Afríku, að segja skilið við þetta lýðskrum, og þá hefur efnahagurinn farið að dafna því álfan er auðug, bæði að fólki og hráefnum.
Þá eigum við ekki að fara í hina áttina.
Frá velmegun til fátæktar.
Til upplausnar og stjórnleysis.
Höfum það bak við eyrað.
Kveðja að austan.
![]() |
Mun hafa alvarlegar afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 465
- Sl. sólarhring: 843
- Sl. viku: 4320
- Frá upphafi: 1455235
Annað
- Innlit í dag: 422
- Innlit sl. viku: 3760
- Gestir í dag: 399
- IP-tölur í dag: 386
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning