26.6.2025 | 09:38
Atlagan að lýðræðinu.
Það er illa komið fyrir lýðræði einnar þjóðar að ráðherra komist upp með að ljúga í beinni útsendingu ríkisfjölmiðils líkt og atvinnuvegaráðherra gerði í kvöldfréttum Rúv í gær.
Slíkt hefur tíðkast í löndum eins og Íran og Norður Kóreu en á ekki að líðast í vestrænum lýðræðisríkjum, og ef það líðst, þá er eitthvað mikið að.
Atlaga atvinnuvegaráðherra að mannlífi og atvinnu á landsbyggðinni, atlaga sem ríkisstjórnin kallar "leiðréttingu" á veiðigjöldum, byggist ekkert á meintum mistökum í útreikningum og forsendum líkt og Morgunblaðið fer fínt í í viðtengdri frétt.
Auðvitað geta ráðherrar og ráðherrar gert mistök í útreikningum, en raðmistök, rangar forsendur, beinar lygar líkt og að einhver meintur norskur sérfræðingur hafi farið yfir forsendur frumvarpsins varðandi makrílveiðar, eða það var logið til í kynningum frumvarpsins um eitthvað samráð við hagsmunaaðila eða fórnarlömb frumvarpsins, eins og sveitarfélög og samtök vinnandi fólks, þá er ekki lengur hægt að tala um mistök.
Hin meintu mistök er þá vísvitandi vilji til að hafa rangt við, til að blekkja, það sem kallast á mannamáli að ljúga.
Það sem slíkt er atlaga að þingræðinu, að það sé beint logið að þinginu í stjórnarfrumvarpi og framlagningu þess.
En fáheyrðara er að þegar upp kemst um strákinn Tuma, lygarnar orðnar það miklar að nef hans komst ekki fyrir í þingsal, og hann varð að éta allar sínar rangfærslur ofaní sig, þá var gripið til ennþá alvarlegri aðfara að lýðræði okkar, staðreyndir voru kallaðar falsfréttir.
Og hin þotlausa vinna við að leiðrétta rangfærslurnar, kölluð upplýsingaóreiða.
Sárust er kannski fyrirlitningin á okkur íbúum landsbyggðarinnar, þegar fulltrúar okkar í sveitastjórn og hjá samtökum vinnandi fólks reyna að andæfa, benda á afleiðingarnar af þessari ofurskattlagningu, þá eru þessir fulltrúar okkar sakaðir um að vera undir hælnum á einhverju sem heitir "stórútgerð", sem er það næstmesta skammaryrði sem Góða fólkið hefur fundið upp, það versta er náttúrulega Donald Trump, og það að vera Trumpisti.
Í þessu eins og mörgu öðru hefur ríkisfjölmiðill okkar brugðist okkur, en þess ber að halda til haga að vitsmunirnir eru ekki miklir á fréttastofu Rúv, þannig að líklegast er bara um óviljaverk að ræða að láta ráðherra komast upp með beinar lygar og rangfærslur í fréttum og/eða fréttaskýringarþáttum Rúv.
Stjórnarandstaðan má eiga að hún hefur reynt að andæfa af fullum þunga, varla mikið betur gert í erfiðri undiröldu og straumi þegar dregið eru inn net eða lína.
En hún fattar ekki alvöru málsins, sjálfa atlöguna að lýðræðinu, að sum vinnubrögð framkvæmdarvaldsins eru hreinlega ekki í boði.
Og um þau gilda lög.
Landslög.
Þar veit ég að Landsdómur hefur verið kallaður saman af minna tilefni.
Lög eru til að fara eftir.
Kveðja að austan.
![]() |
Ráðuneytið vísar til mistaka í útreikningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 2
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2407
- Frá upphafi: 1466574
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2058
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ráðherrar og þingmenn virða hvorki stjórnarskrána né landslög. Það er því ekki tilviljun að utanríkisráðherra Íslands hefur nú verið kærð fyrir landráð vegna frumvarps hennar um Bókun 35, frumvarps sem reyndar á rót sína að rekja til f.v. varaformanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi utanríkisráðherra, sem í sjálfu sér verður að teljast til merkilegra tíðinda. Ekki er öll sagan sögð í því efni.
Til hvaða varna geta landsmenn gripið gegn alvarlegum glæpum lýðræðislega kosinna stjórnmálamanna? Þeir virðast margir hverjir ekki hafa snefil af siðferðiskennd eða virðingu fyrir stjórnarskrá landsins, hvað þá landslögum. Þetta er allt kjósendum sjálfum að kenna. Þeir eru asnar.
Júlíus Valsson, 26.6.2025 kl. 19:12
Blessaður Júlíus.
Ég held að menn verði ekki endilega að ösnum þó þeir kjósi asna á þing, sem og ég held að bæði kjósendur og þingmenn endurspegli þann tíðaranda sem hefur fengið að grafa um sig óáreittur, fyrst í háskólasamfélagi okkar, leitar síðan út í fjölmiðla, verður inn hjá fólkinu sem telur sig listrænt og framsækið.
Veltu því fyrir þér hvernig auðmenn fengu á sama tíma frítt spil til að móta regluverk Evrópusambandsins sem virðist hatast út í einstaklinginn og fyrirtæki hans, þekkt barrier aðferð í þágu stórfyrirtækja, sem og að flytja alla grunnframleiðslu úr landi, aðallega til Kína, þannig að í dag þyrftu Kínverjar aðeins að lýsa yfir viðskiptabanni á Vesturlönd, og þau féllu á nokkrum vikum.
Hverjir hafa kostað þennan ruglanda og hverjir hafa hagnast á honum??
Fólk ætti að velta þessu fyrir sér, það er ef það vill í alvöru andæfa.
En andóf innanlands er að halda sig við lög og reglur, sem betur fer eru þær í dag ennþá með þjóðinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.6.2025 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning