22.6.2025 | 12:46
"Það er búið að kveikja í púðurtunnunni"
Er fyrirsögn á annarri frétt hér á Mbl.is og vitnað í skrif Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þar sem hún talar um "hugarheim vænisjúkra hefnigjarnra valdakarla".
Þá vitum við það, Churchill var sem sagt vænisjúkur hefnigjarn valdakarl þegar hann sagði að það þyrfti að mæta hernaðaruppbyggingu nasista áður en þeir hæfu árásir sínar. Fólkið sem dó, en hefði lifað ef einhver hefði hlustað á Churchill, er ekki sammála þessum orðum Ingibjargar, það er ef einhver miðill myndi spyrja það.
Hins vegar hefur Ingubjörg algjörlega rétt fyrir sér um að það sé búið að kveikja í púðurtunnunni, það var gert 7. október 2023, síðan þá hefur eftirleikurinn verið nokkuð ljós.
Svar kerlingarinnar sem hefur látið uppgang Íslamista í Mið-Austurlöndum viðgangast alltof lengi, er svar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir og lesa má um í viðtengdri frétt:
""Við höfum lagt áherslu á, eins og önnur Norðurlönd, að þetta verður ekki leyst með hernaði. Þetta verður að leysa með samningaviðræðum og öflugum diplómatískum leiðum", segir Þorgerður. "Það er knýjandi nauðsyn að fá Írana að samningsborðinu af því það væri stórslys ef þeir myndu eignast kjarnorkuvopn"."
Sem sagt Chamberlain var gáfumenni og leiðir hans að semja við ofbeldisfólk með undanlátsemi, eru ekki fullreyndar.
Íslamistar eiga ekki að eiga kjarnorkuvopn, þeir upphefja dauðann með sítali sínu um píslarvætti og píslarvotta, hika ekki við að fórna eigin fólki í tugþúsunda tali til að ná markmiðum sínum líkt og Hamas gerði með árásum sínum á Ísrael.
Talsmáti þeirra er sá sami og talsmáti Hitlers í neðanjarðarbyrgi sínu þegar Sovétmenn sátu um Berlín, nema að Hitler var þá firrtur öllu viti, en margt má segja um það mannlega ógeð sem Íslamistar eru, en vitfirrtir eru þeir ekki.
Þess vegna er það ekki stórslys að þeir eignist kjarnorkuvopn, þeir mega ekki eignast þau.
Korteri fyrir sprengingu er það gert sem átti að vera gera fyrir langa löngu síðan.
Átti að gerast um leið og ljóst var að Íran var að auðga úran til að koma sér upp kjarnorkusprengingu, átti að gerast áður en þeir fengu fjármagn frá Obama og öðrum víðáttuvitleysingum kerlingarinnar við grafa kjarnorkuuppbyggingu sína inní fjöll.
Þá hefði þessi púðurtunna aldrei orðið, því aðeins vitfirringur sækir að þar sem hann veit að honum er svarað af fullri hörku.
Og eins og áður sagði, þá eru Íslamistar margt, en vitfirrtir eru þeir ekki.
Þeir aðeins misreiknuðu sig þegar þeir öttu Hamas til að fremja þjóðarmorð á sínu eigin fólki með árásum sínum á Ísrael og gíslatökunni svo tryggt væri að Ísraelsher kæmi á eftir þeim, og hætti ekki árásum sínum fyrr en síðast gíslinn væri laus úr haldi, hvort sem hann væri lífs eða liðinn.
Þeir vita eins og er að stigmagni þeir átökin án þess að hafa til þess nokkra burði, þá er eina svar Bandaríkjamanna að sprengja Íran aftur í miðaldir, með fullum stuðningi olíuríkjanna við Persaflóann, og ekkert stórveldanna mun skipta sér að því.
En það veit enginn hvað sá gerir sem hefur engu að tapa.
Þar liggur efinn sem næstu dagar munu svara.
Sprengingarnar í nótt voru nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar.
Aðeins heimskur spilar þá plötu sem Góða fólkið spilar og vitnað er í í þessum pistli.
Það er ekki hægt að semja við þann sem ætlar sér aldrei að virða þá samninga.
Nú reynir á hvort Góða fólkið sé óendanlega heimskt eða girðir sig í brók og styður ístaðið gegn því óeðli sem Íslamistar eru og standa fyrir.
Hætti þessu væli og mynda þéttan stuðningsmúr að baki þeim sem gerðu það sem gera þurfti.
Því við eigum öll líf sem þarf að verja.
Og það líf er ekki varið með undanlátssemi við þá sem upphefja dauðann, telja sig hafa rétt til að drepa, til að útrýma öllum sem eru ekki eins og þeir sjálfir.
Í gær var það nasisminn.
Í dag er það Íslamistinn.
Staðreynd sem er ekki umflúinn.
Og þeim þarf að mæta.
Þar er ekkert val.
Kveðja að austan.
![]() |
Árásin mikið áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 422
- Sl. sólarhring: 780
- Sl. viku: 5558
- Frá upphafi: 1465344
Annað
- Innlit í dag: 386
- Innlit sl. viku: 4735
- Gestir í dag: 355
- IP-tölur í dag: 344
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilldarlega vel sagt Ómar og engvu við þetta að bæta.
Það er hægt að skrifa þetta allt á óvita eins ISG og ÞKG og fleiri
sem í einfeldni sinni skilja ekki hvað þarf til að stöðva
þennan uppgang sem Islamistar standa fyrir.
Hefði verið hægt að gera fyrir löngu síðan en óvitar komu í veg fyrir.
Vælukjóagangurinn er búinn og kominn tími á aðgerðir.
Öðruvísi verður þetta aldrei stoppað.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.6.2025 kl. 13:19
ISG er fábjáni og það er ÞKG líka, en þessi átök byrjuðu ekki 2023 heldur heilli öld fyrr. Útþensla og ofríki júðanna er upphafið að endalausum erjum í þessum heimhluta og bna mesti brennuvargurinn.
Ef orðið júðar fara eitthvað fyrir brjóstið á þér þá má upplýsa þig um að júðar eru nefndir eftir judeu.
Enska - jews
Þýska - jude
Danska/norska - jøde
Arabíska - al-yahūd
Portúgalska - juif
Franska - juive
Spænska - judio
Hollenska - jood o,sfrv.
Kveðja úr neðra
Bjarni (IP-tala skráð) 22.6.2025 kl. 13:57
Bjarni.
Enn og aftur; Böö.
Samt með engu síðri kveðjunni að austan.
Ómar Geirsson, 22.6.2025 kl. 14:21
Blessaður Sigurður og takk fyrir innlit og athugasemd.
Var að renna yfir umfjöllun BBC um málið og það eina sem er kristalskýrt er að Íran er komið upp við vegg, í einni skýringunni var sagt að geri þeir of lítið þá missa klerkarnir andlitið, geri þeir of mikið, þá missi þeir allt.
Og það held ég að sé kjarni málsins, heimsbyggðin mun ekki leyfa þeim að stöðva olíustreymið frá Persaflóa, og þó menn væli eitthvað í þessum heimshluta svona út á við, þá munu pósthólf Hvíta hússins yfirfyllast af einkaskilaboðum um að stöðva klerkana með öllum ráðum.
Það sjá það allir nema einhverjir apakettir að svona gat þetta ekki gengið lengur.
Öfgaöfl eiga ekki að komast upp með einhverja hótun um kverkatak á heimsbyggðinni.
Það erum við eða þeir og það vill svo til að þeir eru fátt annað en kjafturinn á smámennum sem geta svo fátt annað en níðast á helming þjóðar sinnar, konunum.
Og sá níðingsskapur er þeirra helsti útflutningur í boði Góða fólksins.
Þessu þarf að mæta, þessu þarf að linna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.6.2025 kl. 16:55
Bandaríkin eru jafn gyðingleg og Ísrael, eða hægriarmur þeirra að minnsta kosti, svo ekki kemur þessi árás mikið á óvart. Hann Jóhannes Loftsson sannfærði mig um það næstum því að þetta minnkaði hættuna á gereyðingarstríði. Þó liggur það ekki eins ljóst fyrir og margir halda.
En eitt þarf að ávarp og fjalla um, það er þetta:
1) Ingibjörg Sólrún og hennar líkar stjórna landinu. Íslandi er nú að mestu leyti stjórnað af femínistum og óvinum Ísraels þar með. Hvað segið þið um það?
2) Þessi árás Trumps breytir ekki einni staðreynd: Islamistar og múslimar eru að taka yfir Norðurlönd og Evrópu, hægt og rólega en nokkuð hratt þó, og Ísland með. Hvað segið þið um það?
3) Hvernig er hægt að gera Íslendinga eins hægrisinnaða og kristna og Bandaríkjamenn eru?
Ingólfur Sigurðsson, 22.6.2025 kl. 17:43
Það eru mörg öfugmælin
Sama fólk og segir að ekki sé hægt að semja við Pútín vill semja við æðstaklerkinn í Íran
Sama fólkið og talar fjálglega um friðsamlegar lausnir rær að því öllum árum að auka framlög úr ríkissjóði til hernaðaruppbygginga
"Stúdentanir" sem tóku ´bandarísku sendirráðsmennina í gíslingu á sínum tíma eru nú orðnir rígfullorðnir og horfa sjálfsagt í laumi á Eurovison með barnabörnunum
Grímur Kjartansson, 22.6.2025 kl. 19:06
Hvað getur háöldruð sagt um stríð hafandi 9-11 ára hlustað á Gufuna flytja fréttir frá 2. heimsstyrjöld,vildi vita þá hvað víglína þýddi ofl;átti ekki að spyrja! Ingólfur en heyrði þó fréttinar,þ.e.stríðsaðilar bombuðu á híbýli manna í heilu borgunum Berlín,London,Manchester, Hamborg,köln ofl.
þakka Ómari sem ég ætlaði í byrjun en hlóp í minninga bankan um fyrra stríðið.Þakka þér ÓMar.
Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2025 kl. 19:51
Enn ein snilldargreinin frá þér Ómar. Vert að endurtaka það sem Grímur Kjartansson bendir réttilega á, að það er annað hljóð í strokknum hjá Kristrúnu Frostadóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur en þegar Rússar eiga í hlut. Ingibjörg Sólrún leikur heldur dapurlega leiki, sem mér þykir miður að horfa upp á.
Jón Magnússon, 22.6.2025 kl. 20:58
Enginn ætti að eiga kjarnorkuvopn. Ef þessi árás hefur dugað til að stöðva kjarnorkuvopnavæðingu Írans ættu næstu rökréttu skref að felast í því að stöðva sambærilegar áætlanir annarra ríkja og afkjarnorkuvopnavæða þau öll. Það væri aðeins rökrétt og annað ekki. Ég myndi styðja það.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2025 kl. 23:53
Tek undir orð Guðmundar hér á undan. Varla þarfari eða réttari orð hafa komið fram á okkar hættulegu tímum.
Ingólfur Sigurðsson, 23.6.2025 kl. 00:22
Blessaður Ingólfur.
Ég er ekki hægrisinnaður og telst líklegast hundheiðinn því ég er alltaf að skammast út í guðina, sérstaklega út af veðurspánni og úrslitum fótboltaleikja þessi misserin.
Ég sé samt hvað þarf að gera eins og skrif mín í síðustu pistlum endurspeglar. Eins er ég spámannslega vaxinn og spái óumflýjanlegum borgarastríðum í Norður Evrópu við þau samfélög múslima sem lúta forræði annars vegar glæpagengja, en fyrst og síðast miðaldahugmyndafræði Íslamista.
Svo sé ég ekkert kvenlegt við þá Starmer og Macron, jafnvel þó þeir segðust á morgun vera konur.
Þetta snýst um hugmyndafræði, baráttu hugmyndanna, en ekki kyn, hvað þá hin ótalmörgu kyn.
Og þökk sé Pútín þá er Evrópa að vakna af sínum Þyrnirósarsvefni froðu og fáráða.
Öld kerlingarinnar steytti á skeri, hennar tími er liðinn, annað er ávísun á tortímingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2025 kl. 08:34
Segðu Grímur, segðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2025 kl. 08:34
Blessuð Helga.
Takk fyrir innlit og athugasemd.
Við lifum þá skrýtnu tíma að sá sem verður fyrir árás, sá sem á að útrýma, hann er útmálaður ljóti karlinn, ólíkt því sem var í þínu ungdæmi.
Það breytir því ekki að stríð eru ógeðsleg að öllu leiti, og dráp eru alltaf dráp, í algjöru tilgangsleysi, því stríðin áttu aldrei að verða var sagt eftir fyrsta stríðið.
Ég eyddi miklum tíma í gær að fylgjast með BBC, það er samantekt þeirra á atburðarrásinni. Mig óar við því sem koma skal, en það gerði ég strax að morgni 7. október 2023, og ég get sannað það, því ég pistlaði strax þar um.
Bæði hörmungarnar sem biðu íbúa Gasa sem og örugga stigmögnun átakanna.
Það eina sem gæti stöðvað komandi hörmungar væri einörð andstaða gegn árásaraðilanum, það er Íran i gegnum leppa sína í Hamas og víðar.
Fólki bar ekki gæfu til þess, Góða fólkið er hreinlega of heimskt, það lætur spila á sig eins og fölsk fiðla sem 8 ára gamall krakki misþyrmir í fyrstu tónlistartímum sínum.
Núna mun fólk deyja, saklaust fólk sem þráir það sama og við hin, að fá frið til að koma börnum sínum á legg, og fá að njóta barnabarna sinna.
Sökin er ekki öfgamannanna, heldur aumingjana sem láta þá komast upp með illvirki sín og þá ætlun að útrýma þeim sem eru ekki sömu trúar.
Þeirra er smánin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2025 kl. 08:47
Blessaður Jón, takk fyrir það.
Ef það væri bara Kristrún og Þorgerður þá væri það bara sök sér.
En alveg eins og heimsbyggðin brást íbúum Gasa, þá er hún líka núna að bregðast íbúum Íran sem og hugsanlega, ég óttast það allavega, öðrum íbúum Persaflóaríkjanna.
Að sjálfsögðu áttu menn að fordæma Íran fyrir að brjóta alla samninga, að ljúga til um kjarnorkuáætlun sína eins og engin væru takmörk á hve nefið á Gosa gæti lengst, og viðurkenna að árásir Ísraela og síðan Bandaríkjamanna væru nauðsynlegar.
Þá hefði Íran lyppast niður og látið af öllum árásum. En núna líkt og Hamas telja þeir sig geta spilað á almenningsálitið, gert sig, gerandann að fórnarlambi.
Enn og aftur, þá er það Góða fólkið og forheimska þess sem ber stærstu ábyrgðina á frekari stigmögnun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2025 kl. 08:53
Blessaður Guðmundur.
Þetta eru rök strámannsins, hugsuð til að kasta umræðu á dreif, þar með í það minnsta óbeinn stuðningur við kjarnorkuvopnavæðingu klerkanna í Teheran.
Og þú veist það Guðmundur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2025 kl. 09:06
Blessaður Ingólfur í annað sinn.
Nei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2025 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning