14.6.2025 | 12:03
Verðir stjórnarskráarinnar!
Eru Verðir sjálfstæði þjóðar okkar, smáþjóðar sem taglhnýtingar Evrópusambandsins sækja nú grimmt að.
Frá því að Feður Bandaríkjanna sömdu stjórnarskrá fyrir hið nýja lýðveldi, skrá sem geirnegldi stjórnskipan og grundvallarlög, hafa allflest ríki heims sett sér stjórnarskrá í svipuðum tilgangi.
Og allflest ríki heims virða stjórnarskrá sína.
Jafnvel þeir sem vilja ráða einir, líkt og til dæmis Erdogan Tyrkjaforseti, hafði fyrir því að breyta stjórnarskránni áður en jók völd sín og einráð.
Flest lýðræðisríki verja stjórnarskrá sína þegar að henni er sótt, nýjasta dæmið er frá Suður Kóreu þegar fráverandi forseti setti herlög í trássi við lög og reglur, og þingmenn landsins brutust inní þinghús landsins og settu hinn valdagráðuga forseta af.
En stundum er ógnin of mikil og þá er ekki gott að vera Vörður stjórnarskráarinnar.
Þekktasta dæmi þar um er þegar þáverandi utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu, Jan Masaryk sagði kommúnistum að það gengi ekki að fella einhliða gömlu stjórnarskránna úr gildi, hún væri hornsteinn lýðveldisins. Þá var hann reyndar ekki ausinn auri að hætti götustráka, heldur var honum hjálpað út um gluggann á ráðuneyti sínu, fall hans var upphaf af 50 ára einræði kommúnista í landinu.
Í Ungverjalandi 1956 vitnuðu landsmenn í stjórnarskrá sína, sem og stofnsáttmála yfirríkisins; Varsjárbandalagsins, og sögðu að þeir mættu bæði ráða sínum málum sjálfir, og ganga úr yfirríkinu.
Réttmæt rök líkt og kæra Þjóðfrelsis á hendur utanríkisráðherra, og réttmætum rökum er oftast svarað með skítkast og eða valdi.
Innanlands kæfðu skriðdrekar hina réttmætu frelsiskröfu, utanlands rægðu taglhnýtingar Varsjárbandalagsins hina frelsisleitandi þjóð sem vitnaði aðeins í stjórnarskrá sína.
En jafnvel þó Þjóðviljinn verði lúslesinn þá finnst ekki þar annars eins skætingur eins og í skrifum þessa taglhnýtings, sem fjölmiðlar hafa kosið að vitna í.
Þó kölluðu kommarnir ekki allt ömmu sína í þessum fræðum.
Kostur þessara skrifa er samt sá að þau skýra víglínuna í þessari sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Annars vegar eru það Verðir stjórnarskráarinnar, hins vegar eru það taglhnýtingar Evrópusambandsins.
Annars vegar fólkið sem ver sjálfstæði þjóðarinnar, hins vegar þeir sem vilja kasta því fyrir ætternisstapa.
Og í þeirri skítaiðju virða taglhnýtingarnir hvorki lög eða rétt.
Telja stjórnarskrá lýðveldisins einskisvert plagg sem ekki þarf að taka tilliti til.
Meir að segja nasistarnir virtu lög, meir að segja kommúnistarnir virtu lög.
En ekki taglhnýtingarnir.
Það er fyrir neðan þeirra virðingu.
Verðirnir munu standa af sér þetta skítkast.
Dómstólar munu skera úr um hvort þeir séu sjálfstæðir og virði stjórnarskrána í útskurði sínum.
Eða hvort yfirvaldið sé þegar búið að samlaga þá.
Stjórnarskráin er allavega skýr.
Bókun 35 er skýr brot á henni.
Og hegningarlögin eru skýr að það sé landráð að koma innlendum lögum undir erlent yfirvald.
Það er þess vegna að einu mótrökin eru; "Þetta er aumkunarvert uppátæki".
Og grátnir þeir tímar þegar hægt var að hringja í yfirvaldið og biðja um aðstoð skriðdreka.
Gegn lögum og reglu.
Gegn sjálfstæði þjóðar.
Kveðja að austan.
![]() |
Segir kæru Þjóðfrelsis aumkunarvert uppátæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 101
- Sl. sólarhring: 689
- Sl. viku: 4656
- Frá upphafi: 1458146
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 4038
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður.
Arnar Þór Jónsson, 14.6.2025 kl. 13:09
Orð að sönnu.
Sigurður Kristján Hjaltested, 14.6.2025 kl. 16:17
Sæll Ómar og hafðu þakkir fyrir þessa færslu.
Mér ér það óskiljanlegt að þetta mál um bókun 35 sé komið inn í aðra umræðu inni á Alþingi íslendinga. Ég hef verið að hlusta á umræðuna langt eftir nóttu og nú í dag og það eru Miðflokksmenn sem raða sér í mælindaskrá til að verja að málið verði ekki tekið til atkvæðagreiðslu og megi þeir hafa miklar þakkir fyrir.
Það sem mér kemur mest á óvart að aðrir þingmenn í örðum flokkum skuli ekki koma upp í umræðuna og koma sínum rökum á framfæri og sannfæra okkur, sem heima sitjum, um þeirra málstað fyrir að samþykkja skuli þessa bókun 35, sem sannanlega snýr að eyð þeirra sem þeir sóru að verja Stjórnarskrá landsins.
Að mínu maati eru engin rök til hjá þeim,heldur sé þetta fylgisspekt um að ræða flokksræði.
Eggert Guðmundsson, 14.6.2025 kl. 16:31
Takk fyrir innlit og athugasemdir félagar.
Arna, þessi færsla var af gefnu tilefni.
Eggert, nákvæmlega, segir allt sem segja þarf um rökin, það er skortinn á þeim.
Þannig séð má segja að Þórdís Kolbrún reyni þó að rökstyðja það sem ekki er hægt að rökstyðja.
Reyndar með tungumáli götustrákanna sem vita ekki að til sé eitthvað sem heitir rökræða, það er debat ólíkra sjónarmiða, en þeir þegja þó ekki heldur brúka kjaft út í eitt, og sá kjaftforasti fær mesta blístrið og uppklappið.
Það ber allavega að virða þó innihaldið sé ekkert, aumastur er sá sem þegir vitandi uppá sig skömmina.
Skömm ranginda og svika gagnvart þjóð og sjálfstæði hennar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2025 kl. 20:26
Sæll Ómar. Hvað er það í frumvarpinu sem þú telur stangast á við stjórnarskrá? Geturðu nefnt eitthvað ákvæði í stjórnarskránni sem takmarkar vald Alþingis til lagasetningar?
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2025 kl. 22:23
Blessaður Guðmundur.
Ég nenni ekki að taka þessa umræðu við þig aftur. Finnst vegferð þín aðeins sorgleg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2025 kl. 10:14
Er Gðmundur með öðrum orðum að segja það að
Arnar Jónsson og félagar séu að fara með rangindi
og ljúga að þjóðinni?????
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.6.2025 kl. 13:00
Nei, það er ekki þannig Sigurður, hvað sem það svo býr að baki.
Landráðarnir þykjast hafa slegið þann varnagla að íslensk lög standi, ef alþingi hafi kveðið á um það í lagasetningu sinni.
Það mun reyna á þá hártogun fyrir dómi.
Og það er það sem ég á við með þessum orðum;"Dómstólar munu skera úr um hvort þeir séu sjálfstæðir og virði stjórnarskrána í útskurði sínum.
Eða hvort yfirvaldið sé þegar búið að samlaga þá.".
Sjálfstætt ríki setur löggjöf sinn aldrei þær skorður að það þurfi að taka það sérstaklega fram að innlend lög standi framar löggjöf erlends yfirvalds.
Við vorum ekki einu sinni svona aum þegar við vorum í konungssambandi við Dani.
Og eru það vonandi ekki í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2025 kl. 14:18
Ómar. Ég er ekki á neinni vegferð nema að hvetja til þess að umræða um málið byggist á réttum staðreyndum. Á Íslandi gilda engin lög nema þau sem Alþingi setur. Ekkert erlent yfirvald hefur löggjafavald á Íslandi.
Sigurður Kristján. Ég hef aldrei á neinum tímapunkti í umræðu um þetta mál "hjólað í manninn" heldur hef leitast við að leiðrétta misskilning eða rangfærslur sem ég hef séð og gert það með því að benda á réttar staðreyndir.
Enginn hefur sýnt fram á að ég hafi farið rangt með neinar staðreyndir um þetta mál og enginn hefur getað bent á neitt ákvæði í stjórnarskránni sem gæti bannað Alþingi að samþykkja umrætt frumvarp sem íslensk lög.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2025 kl. 17:50
Takk fyrir svarið Guðmundur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.6.2025 kl. 19:40
Takk fyrir góðan pistil að vanda Ómar!
Hvers vegna hika íslenskir þingmenn og ráðherrar ekki við að leggja fram og mæla með frumvarpi sem bersýnilega brýtur gegn stjórnarskrá Íslands og jafnvel hegningarlögum? Til hvaða varna geta hinir almennu borgarar landsins gripið til gegn slíkum landráðamönnum?
Þau eru ekki mörg.
Júlíus Valsson, 15.6.2025 kl. 20:15
Júlíus Valsson. Hvernig brýtur það gegn stjórnarskrá og jafnvel hegningarlögum? Hvers vegna gætu almennir borgarar viljað eða þurft að "grípa til varna" gegn því að réttindi þeirra samkvæmt EES samningnum verði betur tryggð en ella? Þið sem viljið finna þessu máli allt til foráttu getið að sjálfsögðu eftir að það verður samþykkt látið reyna á það fyrir dómstólum hvort lagasetningin samræmist stjórnarskrá. Þá væri fróðlegt að sjá hvaða einstaklingur fengist til að höfða dómsmál til að krefjast skerðingar á samningsbundnum réttindum sínum.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2025 kl. 00:28
Guðmundur, lestu bara andmæli þín hér að ofan, svona í rólegheitum. Þau segja bara allt sem segja þarf um þetta mál.
Lögin eru íslensk ef Alþingi er stimpilstofnun. Ef Alþingi verður það óvart á að setja lög sem ganga gegn lögum yfirvaldsins, sem eru ótal mörg og ekkert þjóðþing í alheimi hefur yfirsýn yfir þau öll,hugsanlega samt ráð skriffinna í Brussel, þá víkja lög Alþingis. Eldri lög sem eru í fullu gildi, víkja ef þau stangast á við lög yfirvaldsins.
Og það fyndnast er Guðmundur að þú rökstyður þetta með "að réttindi þeirra samkvæmt EES samningnum verði betur tryggð en ella?".
Af hverju sagðir þú ekki bara Gamla sáttmálans??, eða hnykktir á að einræði Danakonungs sem Alþingi samþykkti á sínum tíma undir byssukjöftum 1662, hafi aukið réttindi almennings gagnvart innlendri yfirstétt??
En svo ég skýri spurningu mína um vegferð þína þá er ég einfaldlega vísa í þann málflutning þinn að þú þykist vera á móti aðild að Evrópusambandinu.
Bein aðild er þó skömminni skárri, við höfum þó 0,2prómil áhrif þá, auk þess að losna við nokkrar landeyður í kokteilborð Brusselvaldsins.
Kápa á báðum herðum er ekki frýnilegur klæðnaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.6.2025 kl. 07:20
Blessaður Júlíus.
Þú ættir frekar að spyrja þá sem studdu Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannsvali Sjálfstæðisflokksins, og þá út í þessi orð hennar: "Sömuleiðis hafi verið vitað að Miðflokksmenn myndu vilja tjá sig mikið um málið.", í þeim felst að vitað væri að aðrir flokkar myndu ekki gera slíkt.
Þetta snýst ekki um ríkisstjórnina Júlíus, heldur svik samtryggingar flokkanna gagnvart þjóð sinni og sjálfstæði, þar er aðeins Miðflokkurinn undanskilinn.
Hvað er til ráða??, nú leið laga og réttar, og á hana hefur reynt, og þú sérð hvernig rökþrotið svarar henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.6.2025 kl. 07:24
Auðvitað snýst þetta mál að stórum hluta um svik Sjálfstæðisflokksins við allt og alla. Flokkurinn var lengi okkar sterkasta brjóstvörn gegn yfirgangi ESB og ESB-sinna. Þetta breyttist allt með BB sem eyðilagði flokkinn. Hræið af flokknum er nú til sýnis á ræðustóli Alþingis þar sem niðurlægingin er fullkomnuð. Minnir á þá gömlu hefð Parísarbúa að sýna almenningi dauða glæpamenn í sparifötum á sunnudögum.
Júlíus Valsson, 16.6.2025 kl. 09:02
Það er eitthvað svoleiðis já, en sem betur fer er ennþá eftir öflgur kjarni eldri sjálfstæðismanna, sem eru Sjálfstæðismenn.
Því megum við aldrei gleyma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.6.2025 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning