Vargur í véum

 

Mörg eru mistökin í pistlum mínum um hina fordæmalausu aðför hælbíta og niðhöggva að Ásthildi Lóu, í fyrstu taldi ég mig skilja ákvörðun hennar um að segja af sér til að skapa frið um störf ríkisstjórnarinnar, seinna fattaði ég að sú ákvörðun byggðist á lygum og rangfærslum fjölmiðla okkar, sannleikurinn var aukaatriði þegar níða skyldi ærlega manneskju.

Svona aðför lyga og blekkinga verður ekki til úr neinu, að baki liggur skipulagning einhverra hagsmuna sem beita fyrir sig fjölmiðla þjóðarinnar, smána hana og ljúga í hana.

 

Án nokkurra hugmynda um atburðarrásina, þá skar í eyru kaldrani Áslaugar Örnu eftir að uppum komst að hún var meðvituð um meintar ávirðingar á hendur Ásthildi Lóu.

Eiginlegs fannst mér kaldrani hennar staðfesta aðdróttanir gagnvart henni; ".. einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan".

Orð sem eru kjaftshögg á þann sem vildi trúa að Kristrún væri ekki gerandi málsins.

 

"Kristrún tók fram að það lægi fyr­ir og hún hefði áður sagt það sjálf op­in­ber­lega, og Ásthild­ur Lóa væri einnig meðvituð um það, að það hefðu ekki verið eðli­leg viðbrögð hjá henni að ákveða að banka upp á hjá kon­unni sem hratt mál­inu af stað.".

 

Án þess að ég geti alveg fullyrt það, þá hygg ég að ef um það bil 40.000 mæður, sem hefðu sætt þeirri aðför sem Ásthildur Lóa lennti í,  að lífið sem hún ól yrði smánað með rangfærslum, þá myndu þær allar reyna að leiðrétta rangindin, að koma í veg fyrir að barn þeirra yrði vettvangur rangfærsla hýena og níðhöggvara.

En vissulega myndi svona 3-7, með þjálfun úr stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, barnlausar, fullyrða eitthvað annað.

Þess vegna beindust grunsemdir að Áslaugu Örnu, að það væri ekki aðeins vanþroski sem skýrði orð hennar.

 

Svo reynist Kristrún vargur í véum.

Gjörsneydd mennsku og tilfinningum.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað eru menn að keppast um að vernda einhvern fjársvikara og barnanauðgara?

Andskotinn má hirða hana.  Og allt hennar hyski með.  Það myndi hún veita þér, athugaðu það.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.3.2025 kl. 18:55

2 identicon

Það er erfitt að hafa betur í deilum við þá sem standa þér jafnfætis í greind, en ekki ómögulegt.

Þú átt hinsvegar engan séns á að hafa betur í deilum við fávita.

Þú sigrar þessa lotu, til hamingju.

Kveðja úr neðra.

P.s, hvað er það sem fær illa gefinn austfirðing til að tapa allri virðingu yfir máli sem ekki snerta hann persónulega?

Bjarni (IP-tala skráð) 25.3.2025 kl. 00:48

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

I told you so

Magnús Sigurðsson, 25.3.2025 kl. 05:43

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Já, það má segja það.

Kveðja úr snjófölinni að neðan.

Ómar Geirsson, 25.3.2025 kl. 06:55

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Ómar.

Þú fangaðir málið fullkomlega í fyrsta pistlinum, Þjóð án sóma.

Hið skítuga fjármagn og falsfréttir keyptra fjölmiðla, er ekki fyrir hvítan mann að sjá í gegnum.

Ég brunaði út í Kirkjubæ í morgunn, fyrir allar aldir til að sjá sólarupprásina. En sólin á að koma upp tvisvar ári í dyrum Dyrfjalla séð frá Kirkjubæ. Segir stólræða séra Sigurjóns frá því 1951, að þetta gerist kl 7 að morgni þann 9. september og kl 7 að morgni 25. mars. Ég hafði sannreynt að þetta gerist ekki 9. september heldur 19.. Það er prentvilla í stólræðunni.

Því miður var of skýjað í kringum dyrfjöll í morgunn svo ekki tókst mér að sannreyna sólarupprásina þar nú rétt eftir jafndægur að vori. En það er svo að 19. september er 3 dögum fyrir jafndægur að hausti og 25. mars er 5 dögum eftir jafndægur að vori.

Ef þessi 25.mars dagsetning séra Sigurjóns reynist rétt, þá tel ég, -skýjaglópurinn, það vera nokkuð víst hversvegna vitringarnir voru þrír og hvers vegna haldið er upp á fæðingadag frelsarans 25. desember, -fyrr ekki.

Með kveðju í sólbráðina í neðra úr sólinni í efra.

Magnús Sigurðsson, 25.3.2025 kl. 16:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Eiginlega gerði ég það, og hann átti að vera sá fyrsti sem og hinn síðasti.

Svo vatt þetta bara uppá sig, á krítískum augnablikum ofsókna urðu einhverjir að koma til varna.

Gjör rétt átti síðan að vera síðasti pistilinn, svo varð ég reiður þegar smámenni veltu sér uppúr því að Ásthildur hefði ekki gengið svipugöngin eftir ríkisráðsfundinn.  Á milli bar ásýnd Ásthildar á fundinum, óendanleg er smán þeirra sem sátu þennan fund og risu ekki upp og sögðu; Vér mótmælum.

Í millitíðinni ræddum við eitthvað málin Magnús, ekki að ég hefði ekki skilið pointið hjá þér, taldi það samt aukaatriði í hinu stóra samhengi að þjóðin gerði upp við hælbíta og náriðla.

Svo, rétt áður en ég var að klára eldamennsku mína um hálfsjöleitið í gær, þá las ég þessa frétt, og orð þín fengu nýtt samhengi í mínum huga, og rétt er rétt, öll pistlaröðin var hjáróma ef ég gerði ekki upp við orð Kristrúnar.

Af þessu hef ég lært Magnús, í upphafi á maður að þegja, til vara að láta þann pistil sem varð að segjast, og var sagður, duga.

Ef maður vill stríða við vindmyllur, þá á ég ritsafnið um Don Kíkóti, hef glöggvað í það en aldrei lesið að fullu.

En hvað á maður að segja um þessa áráttu andans að leita sér að völlum sem hægt er að kenna við til að fara um víðan völl??

Kannski á ég einn daginn eftir að kanna áreiðanleika  séra Sigurjóns, hygg reyndar að hann hafi mælt fram visku kynslóðanna, en þess bévítaður alheimur er víst alltaf á ferðinni, líkt og hann sé Íslendingur sem þarf sí og æ að fara á Tene.

Veit ekkert um vitringana þrjá eða meintan fæðingardag frelsarans, met hins vegar arfleiðina, þá siði sem hún skóp, hef þróast og þroskast hvað það varðar, en finnst allataf siðurinn góður að líta til himins þann 24/25, upplifi alltaf að þá sé eins og eitthvað sé skrifað í skýin.

Til dæmis sögnin um kærleik og betri heim.

Takk fyrir innlit og orð Magnús.

Með kveðju úr blíðunni í neðra.

Ómar Geirsson, 25.3.2025 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 828
  • Sl. sólarhring: 964
  • Sl. viku: 4773
  • Frá upphafi: 1435991

Annað

  • Innlit í dag: 688
  • Innlit sl. viku: 4034
  • Gestir í dag: 626
  • IP-tölur í dag: 615

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband