24.3.2025 | 16:41
Hýenur og níðhöggvarar.
Hreykja sig á síðum Morgunblaðsins að hafa lagt heiðarlega manneskju að velli.
Án sóma og sæmdar, án mennsku eða mannúðar, birta þeir frétt um sigur sinn, að Ásthildur Lóa sinni ekki lengur þingstörfum.
Næg var ekki niðurlægingin sem Valkyrjurnar lögðu á hana að mæta á smánun Höllu Tómasdóttur, forsetans sem greip ekki inní, það skal bæta í níðhöggvið, og uppljóstra að fórnarlambið treysti sér ekki til að umgangast fólkið á þingi sem brást æru sinni og þjóðinni.
Við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki fyrsta frétt dagsins þessa níðhöggvara, hreyknir sögðu þeir frá því að Sigurður Guðjóns væri hissa á að barátta Ásthildar Lóu hefði skilað réttlæti í bankakerfinu henni til handa.
Látið var í það skína að venjuleg kona, kennari að starfi, hefðu þau heljartök á vinnumönnum hrægammanna eftir Hrun, að þeir hefðu lúffað og gerst mennskir.
Hjá níðhöggvörunum var ekki fréttin um að vinnumenn hrægammanna hefðu gerst mennskir, heldur að kennarinn hefði þau ítök að hún hefði fengið sem aðrir fengu ekki.
Eftir stendur spurningin, var Sigurði Guðjónssyni gert grein fyrir að hann gengi erinda rógbera og níðhöggvara, að ritstjórn Morgunblaðsins væri sori einn??
Í athugasemdum þessara síðu hefur verið vakið athygli á svikum, launráðum þess fólks sem átti að styðja, en flúði að hólmi þegar Rúv og Mogginn lögðust á eitt við að ljúga, við að rangfæra, að ótti þess hefði lagst á Ásthildi Lóu, og hún hefði kosið að fórna sér og réttlætinu, svo rógberar og níðhöggvarar fordæmingarinnar myndu ekki skemma fyrir núverandi ríkisstjórn.
Menn að meiri hefðu valkyrjurnar átt að styðja sína konu, sinn ráðherra, þær hefðu átt að mæta fordæmingunni, gert rétt en ekki beitt sér fyrir Órétti.
Það er reyndar rétt, en valkyrjurnar voru ekki þær einu sem brugðust, eiginlega þá trúðum við næstum því öll fyrstu rangfærslunum og lygunum sem rógberinn fóðraði fjölmiðla okkar á.
Valkyrjurnar brugðust, en við brugðumst líka sem þjóð.
Endurheimt æru okkar felst í að óréttlætið sé leiðrétt, ekki bara að Ásthildur Lóa endurheimti sitt embætti, heldur líka að við fordæmum fréttir níðhöggvara, og fyrir okkur hér á Moggablogginu, að við krefjum ritstjórn blaðsins um að setja bönd á þá og fréttaflutning þeirra.
Að ritstjórn blaðsins skilji að fyrir löngu sé komið nóg.
Frekari fréttaflutningur afhjúpar aðeins blaðafólk án æru og sóma, en ekki hvað síst, að svona nornaveiðar, í samhengi við fyrri fréttaumfjöllun blaðsins um þingmenn Flokks fólksins, afhjúpa djúptengsl við rakkarapakk í innsta hring Sjálfstæðisflokksins.
Minni á þess orð krónprinsessunnar sem tapaði fyrir fullorðnu fólki; "endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan".
Fólks sem þorir ekki í málefnalega umræðu en notar níðhöggvara til að ná fram markmiðum sínum.
Hver frétt, hver dagur án afsökunar og uppgjörs.
Smánar Davíð, lítillækkar hann, eyðileggur öll hans prinsipp um æru og sóma.
Kannski var leikurinn til þess gerður??
Augljóst er að Viðreisn gengur í takt við níðhöggvara, vitna þarf aðeins í orð Þorbjargar dómsmálaráðherra.
Gegn samruna Viðreisnar og þess arms sem Áslaug Arna leiðir, um einbeitta aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu, eru aðeins eldri íhaldsmenn, eldri sjálfstæðismenn.
Þó Davíð sé varla hálfur miðað við það sem hann var, þá er hann samt ógn, hann man út hvað sjálfstæðistefnan gekk, hann hefur áður vegið þá leiðtoga flokksins sem tóku upp stefnu Viðreisnar um að afsala sjálfstæði þjóðarinnar til Brussel.
Aumur Davíð sem getur ekki stöðvað níðhöggvarana, situr uppi með smánina.
Aumkunarverður, áður glæstur ferill aðeins minning ein.
Veit ekki, en hvað drífur þennan ömurleik Morgunblaðsins áfram, að blaðið sé á pari við Rúv??
Af hverju þessar síárásir á Flokk Fólksins??
Býr að baki ótti um að Inga og félagar svíki ekki þjóðina þegar á reynir.
Kyngi hvorki aðildarviðræðum eða bókun 35??
Að baki óeðli sem ræðst að mennskunni, er alltaf einhver skýring.
Þegar borgarlegur fjölmiðill eins og Morgunblaðið gerir slúðurmiðla að gegnheilum fréttamiðlum, fremur sitt eigið Hara Kari gegn lesendum blaðsins sem flestir eru í eldri kantinum, og fyrirlíta svona aðför ómennskunnar að lífinu, að sóma og sið.
Þá býr eitthvað að baki.
Kannski eigendaskipti hjá Morgunblaðinu og hinir nýju eigendur vilja inn í Evrópusambandið, fái þar skjól evrunnar til að verja ýktar fjárfestingar sína í innlendum hlutabréfum.
Hef ekki hugmynd.
Sá aldrei fyrir mér að á gamals aldri myndi ég upplifa aðför Morgunblaðsins að lífi og mennsku.
Svo frusteraður að ég móðga hýenur í fyrirsögn þessa pistils.
Trúi eiginlega ekki mínum eigin augum, eða orðunum sem ég les.
Sé aðeins gjaldþrot þess sem ég trúði.
Að borgarlegt íhald væri klettur sem léti ekki spilla sér.
Hrunin heimsmynd.
Já, ég trúi samt á að kletturinn sé til staðar.
Að innst inni líði borgarlegt fólk ekki svona aðför ómennskunnar að lífinu.
Það fyrirlíti fréttaflutning Morgunblaðsins í þessu máli.
Að þetta séu mistök sem verða leiðrétt.
Sjáum til.
Missum ekki trúna.
Kveðja að austan.
![]() |
Ásthildur Lóa sinnir ekki þingstörfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.3.): 831
- Sl. sólarhring: 945
- Sl. viku: 4776
- Frá upphafi: 1435994
Annað
- Innlit í dag: 691
- Innlit sl. viku: 4037
- Gestir í dag: 628
- IP-tölur í dag: 617
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi Orð Frelsarans eiga ágætlega við um þig Ómar:
Jesús sá, að hann svaraði viturlega, og sagði við hann: Þú ert ekki fjarri Guðs ríki. (Mk. 12:34).
Enn vísar þú til ritningarinnar og núna í Klettinn:
Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá Honum kemur von mín. Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín ég verð eigi valtur á fótum. Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og hæli mitt hefi ég í Guði. (Sálmur 62:6-8).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.3.2025 kl. 19:02
Takk fyrir innlitið Guðmundur Örn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.3.2025 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning