Þeirra er smánin.

 

Það er óhætt að segja að fátt hefur skekið  þjóðina eins mikið og aðför fjölmiðla að Ásthildi Lóu, fyrrverandi mennta og barnamálaráðherra.

Fólki ofbýður að áratugagamall getnaður ungs fólks sé dreginn fram til að níða niður ærlega manneskju vegna einhvers meints stjórnmálaávinnings, hver sem hann ætti svo sem að vera því vandséð er hver ætti að hagnast á þessari aðför ómennskunnar að samfélagi okkar.

Það er vægast sagt sérkennilegt að ætla sér að ná frama með því að afhjúpa sig sem ómenni.

 

Rangfærslur, ef ekki klárar lygar, voru í föruneyti þess fjölmiðlafólks sem hóf þessa aðför.

Þær rangfærslur hafa fjölmiðlar ekki leiðrétt, enda sjálfsagt ekki tilgangurinn að fara satt með.

Þeim til smánar ætla ég að gefa lífinu sem varð til fyrir 35 árum síðan orðið, orð sem segja allt.

"Fullyrðingar um að mamma mín hafi verið leiðtogi eða leiðbeinandi innan safnaðirns voru rangar. Aldur blóðföðurs míns var einnig námundaðar niður í aldurinn þegar þau hittust fyrst en ekki þegar þau áttu í “sambandi” og sérstaklega var tekið fram að ef þetta samræði hefði átt sér stað í dag væri það ólöglegt. Aldur mömmu hefur að sama skapi verið námundaður upp í aldurinn þegar hún eignaðist mig, þegar “sambandið” var fyrir löngu búið. Þess var einnig ekki gætt eða lögð á það nein sérstök áhersla að samkvæmt lögum landsins fyrir 36 árum þegar þetta samband átti sér stað var blóðfaðir minn löglega orðinn fullorðin og að sams konar sambönd voru ekki óalgeng þá og ekki álitin hneykslanleg eins og þau eru í dag.

... Að mínu mati er ósanngjarnt að ætla að styðjast við nútíma viðhorf og lög yfir atburði sem gerðust fyrir bráðum fjörutíu árum. ".

 

Við sem eldri erum vitum að þetta er satt og rétt, þó yfirleitt hafi ekki verið mikill aldursmunur í samböndum ungs fólks þá voru samt á því margar og heiðarlegar undantekningar, og það fyrir bæði kynin, og viðkomandi einstaklingar voru ekkert verri manneskjur fyrir vikið. Og þetta er fyrir þann tíma þegar Rétttrúnaðurinn fór að barnavæða ungt fólk, með þekktum afleiðingum.

Þess vegna er ákaflega sorglegt að lesa skrif eldri manna hérna á Moggabloginu, sem tala gegn betri samvisku um barnaníð.  Samfélagi okkar hérna til hrós þá er samt um undantekningar að ræða.

 

Smánin er þeirra sem ljúga og blekkja til að ná meintu höggi á pólitíska andstæðinga, og það er þeirra að þvo sinn smánarblett með því að leiðrétta rangfærslurnar og biðjast afsökunar.

Morgunblaðið er til dæmis minna á eftir ef ritstjóri blaðsins gerir það ekki í leiðara, hann má þó eiga að hann tók af skarið um meintan trúnaðarbrest úr forsætisráðuneytinu í nýliðnu Reykjavíkurbréfi.  "Ekki verður séð af opinberum málavöxtum að forsætisráðherrann hafi brugðist í einhverjum efnum í þessu tiltekna máli. Enda verður ekki annað séð en að hraði afgreiðslu forsætisráðherrans hafi verið eins og eðlilegt var og við mátti búast.".

 

Um Rúv þarf hins vegar ekki að ræða, sorinn virðist vera eðlilegt fréttastef hjá ríkisfjölmiðli okkar.

Stofnunin biðst ekki einu sinni afsökunar á að starfsmenn hennar skipuleggi banatilræði við borgara landsins, steli símum þeirra, afriti gögn úr stolnum símum og semji síðan falsfréttir uppúr hinum stolnu gögnum.

Ærulaust fólk kann ekki að biðjast afsökunar, til þess þarf jú æru.

 

Ég hef hrósað þeim Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Sigurð Inga fyrir hófstillt viðbrögð, þeirra spurningar snérust um hvort trúnaðar hefði verið gætt í forsætisráðuneytinu, þeim spurningum hefur verið svarað og málið ætti því að vera fullrætt.

Út af stendur aðeins spurningin um aðkomu fyrrverandi dómsmálaráðherra með meiru, Áslaugar Örnu, að málinu því upplýst hefur verið að af einhverjum ástæðum fékk hún tölvupóst svipuðum þeim sem barst til forsætisráðuneytisins.

Af hverju hún af öllum manneskjum, og hvað gerði hún við þessar upplýsingar??

 

Áslaug Arna sá ástæðu í gær til að svara meintum ávirðingum í sinn garð, eftir að það upplýstist að hún væri aðili málsins.

Dv hefur allavega greint frá svari hennar, sem og að ég las á feisbók áðan kostaða dreifingu á færslu Áslaugar á síðu sinni.

Þar var orðalag sem stakk mig og ég vil vekja athygli á: "Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan.".

 

Í ljósi staðreynda málsins og þeirrar fordæmalausu aðfarar fjölmiðla að Ásthildi Lóu, er mikill kaldrani í þessum orðum.

Kaldrani sem vekur upp spurningar.

Og þarna er himinn og haf á milli Áslaugar annars vegar og Guðrúnar hins vegar.

 

En það er mál að linni.

Hvort smánin situr eftir eða hvort hún verði þveginn burt með leiðréttingum á rangfærslum og síðan afsökunarbeiðnum í kjölfarið, veit tíminn einn.

 

Þetta er ekki það Ísland sem við viljum.

Og eins og einn góður maður sagði; er ekki tími til kominn að ræða stjórnmál.

Til dæmis að við ræðum þá spurningu sem ég las nýlega á bloggi Arnar Þórs Jónssonar; hvað er það sem við ætlum að verja með her, sem við erum ekki tilbúin að verja með lögum.

Vísar þar í fyrirhuguð svik íslensku stjórnmálastéttarinnar að afhenda Brussel æðsta vald í íslenskri löggjöf.

 

Látum ekki róginn og ómennskuna stýra okkur.

Losum okkur við þá stjórnmálamenn sem gera út á þau skítamið.

Fordæmum fjölmiðla sem haga sér svona.

 

Fyrirgefum samt ef bót og betrun er lofað.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Kemur móður sinni til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vel orðað Ómar, takk fyrir þennan pistil.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.3.2025 kl. 16:05

2 identicon

Ja já og wathever. Námunda aldur hlýtur að vera heimskulegra en flest annað sem ég hef heyrt. Þú ert 70 ára frá því þú varðst sjötugur þar til þú ver0u 71.  Það er eingin helvítis nálgun í þeim útreikningi.

Staðreyndirnar eru á borðinu, 22 ára kona hafði samfarir við 15 ára barn. Barnið fékk ekki umgenisrétt við afkomanda sinn vegna tálmunar móður en auðvitað krafinn um meðlag. Þegar upp komst um glæpinn reynir ráðhera í ríkisstjórn að setja sig í samband við þann sem þú af fullkomnu siðleysi kallar rógbera til að þagga niðu málið. Þegar það ekki gengur eftir gerir ráðherrann tilraun til að væla sig alhvíta með færslu á feisbúkk þar sem sökinni er varpað á fórnarlambið.

Það er hjákátlegt að þú og fleiri úrhrök séu nú að krefja heiðarlegt og sanngjarnt fólk um að það byðjist afsökunar á sinni siðferðislega réttri afstöðu.

Kveðja úr neðra

Bjarni (IP-tala skráð) 23.3.2025 kl. 18:45

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þú Bjarni virðist vera einn af þeim sjálfskipuðu siðapostulum sem endurtekur órökstuddan orðavaðalinn um að barnsfaðirinn hafi verið 15 ára barn þegar umræddur getnaður átti sér stað en ekki 16 ára fullorðinn einstaklingur sem hefur öðlast sjálfræði.  Þess vegan leyfi ég mér að copy-peista innlegg mit í umræðunni hér á undan ef það mætti verða til þess að þú kynnir þér betur máin áður en þú ryðst fram á ritvöllinn næst:

Greinilega vantar dálítið uppá að sjáfskipaðir siðapostular í samræðismálum, sem una sér best með nef sitt á kafi ofaní nærbxum fólks, éti ofaní sig fullyrðingarnar um að drengurinn (Eiríkur barnsfaðirinn) hafi verið 15 ára barn þegar getnaðurinn átti sér stað.  Hið rétta er að drengurinn mun þá hafa verið orðinn 16 ára. Móðirin hlýtur að vera ein til frásagnar um það hvenær hún varð ófrísk sem kemur fram í trúverðugri yfirlýsingu sem birtist fyrir skömmu í fjölmiðlum.  Nánar tiltekið orðið ófrísk í fyrsta samræði þeirra í september 1989.  Fram kemur í Þjóðskrá að barnsfaðirinn Eiríkur er fæddur 12. ágúst 1973 og er því mörgum vikum áður orðinn 16 ára sjálfráða eistaklingur.  Sem sagt ekki lengur barn, í lagalegum skilningi,  heldur fullorðinn einstaklingur.  Staðhæfingar móðurinnar eru í samræmi við þetta, því að um 9 mánuðum síðar, í júní 1990, fæðist barnið.

Þessi orðavaðall um að drengurinn hafi verið 15 ára er upphaflega fram komin á fréttastofu Rúv eftir fremur ótrúverðugt viðtal við barnsfaðirinn.  Engu ere líkara en fréttastofan  telji a hann sé betra vitni um það frekar en móðirin hvenær getnaðurinn átti sér stað. Ja, þvílík forheimska þar á bæ.

Daníel Sigurðsson, 23.3.2025 kl. 22:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni minn.

Leiðinlegt að þurfa að ítreka að ég nenni ekki að eyða orðum á þig á meðan þú ert í bullinu.

Engu að síður er það kveðjan að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2025 kl. 07:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar Tómas og Daníel.

Þetta er ljótt mál en sem betur fer eru æ fleiri farnir að sjá í gegnum moðreykinn sem var fullur af lygum og rangfærslum.

Aðeins smátt fólk leiðréttir ekki þær rangfærslur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2025 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 536
  • Sl. sólarhring: 1153
  • Sl. viku: 4481
  • Frá upphafi: 1435699

Annað

  • Innlit í dag: 457
  • Innlit sl. viku: 3803
  • Gestir í dag: 438
  • IP-tölur í dag: 429

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband