Aumir eru þeir stjórnmálamenn.

 

Sem sjá höggstað í að vega að Ásthildi og samskipti hennar við Kristrúnu.

Að nýta sér fallega sögu um unga konu sem kom lífi til manns, í stað þess að eyða því í nafni þess Rétttrúnaðar sem segir, að ef líf er óþægilegt; dreptu það, þú ert jú kona.

 

Ekki að ég skilji að stundum var nauðsyn, og fyrir daga fósturmorða Rétttrúnaðarins, þá var um frumuklasa að ræða sem áttu eftir að mynda einstakling með vit og skyn.

Það er enginn dómur að dæma þær konur sem töldu sig knúna til að eyða fóstrum sínum, þeirra réttur er réttur sem á að virða og vernda.

 

En að ofsækja móðir sem kom fóstri sínu til lífs, fæddi það og klæddi, til manns og framtíðar, það gera aðeins ómenni. Ómennska.

Blessunarlega hefur enginn stjórnmálamaður í stjórnarandstöðunni slátrað æru sinni með upphafningu á eigin ágæti.

Gagnrýnin, sem að mínum dómi er ekki réttmæt, því rógur og níð á aldrei að njóta trúnaðar, snýst að meintum brotum Kristrúnar Frostadóttir á trúnaði við rógberann.

 

Þeir sem þekkja til skrifa minna vita að ég er ekki beint í uppklappningu á störfum Kristrúnar og ríkisstjórnar hennar, en þarna sýndi og sýnir Kristrún styrk sinn.

Hún hefur svarað og gert það vel.

Eftir standa hýenurnar.

 

Að vísa í þær er aðeins aumt.

Árás á siðferðiskennd þjóðarinnar.

 

Aumir stjórnmálamenn fá þar engu um breytt.

Hvort þeir þekki sinn vitjunartíma veit ég ekki, ég hef samt lesið viðtöl við bæði Sigurð Ingi og Guðrúnu, kjarninn er ekki fordæming, heldur spurning um meintan trúnaðarbrest.

 

Kannski, þrátt fyrir allt, þá eru alvöru stjórnmálamenn okkar ekki svo mjög aumir.

Að það eru fjölmiðlar okkar sem eru aumir, og þar með láta þeir stjórnmálamenn okkar lúkka auma.

 

Gagnvart þessum prófsteini mennsku og mannúðar er Mogginn hrak, smán svona líkt og þegar fréttaritstjóra blaðsins gaf grænt ljós á viðtal einfeldnings á útsendara morðingja Hamas.

Í knérum er höggið sem aðeins vekur viðbjóð.

 

Sigurður Ingi og Guðrún Hafsteins stóðust prófraun sem bæði Morgunblaðið og Rúv réttu að þeim.

Keik á eftir blasir við ný sýn, nýjar lendur, að baki eru galdraofsóknir Rétttrúnaðarins, fordæmingin, skinhelgin.

 

Megi þau halda haus, og megi þau skapa fordæmi.

Að nábítur og náriðill stjórni ekki Íslandi í dag.

 

Heldur fólk sem þorir að andæfa.

Kveðja að austan.


mbl.is Skiptir máli hvort konan hafi vitað að nafnið yrði gefið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nú endanlega búinn að missa það litla vit sem þú hafðir? Sá sem vekur athygli á níðngsverki er rógberi að þínu mati!!

Hefur þú enga siðferðiskennd?

Kveðja úr neðra

Bjarni (IP-tala skráð) 21.3.2025 kl. 20:17

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Bjarni, ég nenni ekki að munnhöggvast við þig, vona það þín vegna að barnabarn og alnafni sé að skrifa þessi orð.

Ég er sko fæddur uppúr miðri síðustu öld, og veit nákvæmlega hvernig tíðarandinn var þá.

Sé ekkert níð við náttúruna, hvorki í þessu tilviki, eða önnur sem ég þekki til.

Og Bjarni, ég hef siðferðiskennd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2025 kl. 20:52

3 identicon

Ég á sjálfur dóttir sem átti sitt fyrstabarn 15 ára gömul. Faðirinn var tveimur árum eldri. Það var enginn sem lýsti honum sem níðingi. Og hún ákvað að eiga þetta barn þó hart væri sóttað henni að eyða því af félagsmálastjóranum og meira að segja hótað að barnið yrði tekið af henni um leið og það væri komið í heiminn. Ég er stoltur af dóttur minni . 

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2025 kl. 21:19

4 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þann 10. október 2023 sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra vegna þess að Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi verið vanhæfur í sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka.

Aðeins fjórum dögum síðar var hann orðinn utanríkisráðherra.

Hann hafði einfaldlega stólaskipti við annan ráðherra.

Nú þykir mér sjálfsagt að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi stólaskipti við annan ráðherra Flokks fólksins. Hver er til þess best fallinn að standa upp fyrir þessari ágætu konu, hafa stólaskipti við hana, svo hún geti sest aftur. 

Kjósendur allra flokka myndu fagna.

Hvað sýnist, Kristrúnu, Þorgerði og Ingu? 

Guðmundur Örn Ragnarsson, 21.3.2025 kl. 21:36

5 identicon

Það er mikill þroskamunur á 15 ára og 22 ára. Öllum með snefil af siðferðiskennd myndu sjá að ábyrgðin er þess sem lengra er kominn á þroskabrautina.

Svo er níðingurinn á fullu að koma allri sökinni á fórnarlambið og vók-pakkið er hvert um annað þvert að verja gerðir níðingsins. Fór það framhjá þér að níðingurinn setti sig í samband við þann sem upplýsti um níðingsverkið í þeim tilgangi að þagga málið niður. Segir allt sem segja þarf um hversu hrein samviska nìðingsins er.

Þú hefur sýnt það í þessu máli að þú hefur enga siðferðiskennd.

Kveðja úr neðra.

Bjarni (IP-tala skráð) 21.3.2025 kl. 22:09

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef.

Skil vel að þú ert stoltur faðir og afi.  Í minni byggð eru nokkur svona dæmi um ungar mæður, en þá með jafnöldrum eftir því sem ég best veit. Börnin hafa komist til manns og mæðurnar orðið það sem þær vildu, hvort sem það var skólaganga eða stofna heimili ungar.

Kerfi sem hagar sér eins og þú lýsir er á villigötum, það á að hjálpa, styðja við, hver sem ákvörðun hinnar verðandi móður er.

Vitna í þjóðskáldið þegar hann þýddi Bertol Brecht; Sérhvert líf heimtar samhygð þína. 

Og það gildir líka um hin ófæddu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2025 kl. 11:24

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn.

Ég held að það sé kominn tími á hvíldina hjá Ásthildi, það kemur enginn heill frá svona máli og þeirri óvægni sem hefur fengið að grafa lengi um sig í samfélaginu.

Fyrir samfélag okkar er þetta prófsteinn og mér sýnist að allavega Morgunblaðið hafi hnotið um þann stein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2025 kl. 11:30

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Ég nenni ekki að tala við þig á meðan þú ert í bullinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2025 kl. 11:30

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ah, falleg saga barnaníðings og sósíópatískra frægðarverka hennar.

Kanntu annan?

Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2025 kl. 00:21

10 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Greinilega vantar dálítið uppá að sjáfskipaðir siðapostular í samræðismálum, sem una sér best með nef sitt á kafi ofaní nærbxum fólks, éti ofaní sig fullyrðingarnar um að drengurinn (Eiríkur farnsfaðirinn) hafi verið 15 ára barn þegar getnaðurinn átti sér stað.  Hið rétta er að drengurinn mun þá hafa verið orðinn 16 ára. Móðirinn hlýtur að vera ein til frásagnar um það hvenær hún varð ófrísk sem kemur fram í trúverðugri yfirlýsingu sem birtist fyrir skömmu í fjölmiðlum.  Nánar tiltekið orðið ófrísk í fyrsta samræði þeirra í september 1989.  Fram kemur í Þjóðskrá að barnsfaðirinn Eiríkur er fæddur 12. ágúst 1973 og er því mörgum vikum áður orðinn 16 ára sjálfráða eistaklingur.  Sem sagt ekki lengur barn, í lagalegum skilningi,  heldur fullorðinn einstaklingur.  Staðhæfingar móðurinnar eru í samræmi við þetta, því að um 9 mánuðum síðar, í júní 1990, fæðist barnið. 

Þessi orðavaðall um að drengurinn hafi verið 15 ára er upphaflega fram komin á fréttastofu Rúv eftir fremur ótrúverðugt viðtal við barnsfaðirinn.  Engu ere líkara en fréttastofan  telji a hann sé betra vitni um það frekar en móðirin hvenær getnaðurinn átti sér stað. Ja, þvílík forheimska þar á bæ.

Daníel Sigurðsson, 23.3.2025 kl. 12:34

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Ásgrímur, skammastu þín.

Samt með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2025 kl. 13:27

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Daníel.

Takk fyrir þetta innlegg þitt.

Það virðist auðveldara fyrir fréttamiðla að fara rangt með en að leiðrétta rangfærslur sínar.

Ég held hins vegar að barnsfaðirinn sé fórnarlamb í þessu máli, alveg eins og Ásthildur.  Spurning hvort þú sért að vísa í viðtal við tengdamóðurina fyrrverandi, það viðtal var mjög afhjúpandi.

En allavega, tek undir þetta með forheimskuna.

Og ég er glaður Daníel að við séum sammála í þessu máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2025 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 1438772

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband