Yfir 400 morð á einni nóttu

 

Eru skilaboð ríkisstjórnar Ísraels til heimsbyggðarinnar, frelsun gísla var víst yfirskin eftir allt saman.

Tilgangurinn er að drepa og eyðileggja, ekki frelsa, ekki ná fram réttlæti.

Því réttlæti saklausra næst ekki með drápum á öðrum saklausum.

 

Eftir voðaverk Hamas í Ísrael þann 7. október 2023 var Ísrael í fullum rétti að herja á Gasa, Hamas var árásaraðili og sjálfstæð ríki hafa fullan rétt til að knýja árásaraðila til uppgjafar, hvort sem það er stjórnin í Jerúsalem eða stjórnin í Kiev.

Ef heimsbyggðin vildi stöðva þann hernað þá bar henni að sjá til þess að Hamas legði niður vopn sín og skilaði því fólki sem samtökin rændu í Ísrael.

 

Uppgjöf er eini valkostur þess sem getur ekki varið borgara sína og vill stöðva blóðbað og eyðileggingu. 

Þess vegna lögðu Danir niður vopn sín 1940, þess vegna gáfust Pólverjar upp þegar þeir gátu ekki varið borgir landsins fyrir loftárásum Þjóðverja, þess vegna gáfu Frakkar París eftir án bardaga, þess vegna reyndu þýskir hershöfðingjar ítrekað að bana Hitler svo hægt væri að stöðva hið tapaða stríð við Bandamenn.

Og þess vegna voru allar ásakanir hins keypta alþjóðasamfélags, keypta af olíuauðnum við Persaflóa líkt og fótboltahreyfingin, um þjóðarmorð Ísraela á Gasa rangar.  Það var Hamas að gefast upp, en ekki Ísraela, rétturinn til árása samkvæmt alþjóðalögum var þeirra meginn.

 

Í dag er þessi réttur ekki til staðar, og því er fyrirsögn þessa pistils eins og hún er.

Hamas gafst ekki upp, Ísraelsher gat ekki brotið samtökin á bak aftur og frelsað hið hertekna fólk.

Þess vegna var samið um vopnahlé og það vopnahlé fól í sér fyrsta áfanga þar sem hernaði var hætt og skipst á föngum í haldi Ísraela og herteknu fólki í haldi Hamas.

Í þessu vopnahléi fólst einnig skuldbindin beggja aðila um að taka upp viðræður um varanlegt vopnahlé, öllum gíslum yrði sleppt og öllum hernaði hætt á Gasa og við tæki uppbygging svæðisins.

 

Hamas hefur staðið við sinn hluta vopnahléssamkomulagsins, en öfgamennirnir í ríkisstjórn Ísraels hins vegar ekki.

Það átti að semja um lausn síðustu gíslanna, ekki að neita að semja fyrr en öllum gíslum hefði verið sleppt.

Að skrúfa fyrir mat og rafmagn er kúgun sem er skýlaust brot á undirrituðu vopnahléssamkomulagi, árásirnar í kjölfarið er síðan bein svik á því samkomulagi, yfirlýsing um að aldrei hafi staðið til að virða það.

 

Öfgamennirnir hafa ekki bara vanvirt ríkisstjórn sína, þeir hafa vanvirt ríki sitt og alla þá baráttu sem gegnir hafa háð til að tryggja tilverurétt þess innan um nágranna sem hafa það eina markmið að útrýma því.

Allt það fólk var fólk orða sinna, samningar sem það gerði stóðust.

Ekki svik og prettir.

 

Vopnahléssamningurinn er samt í fullu gildi þótt ofstækisfólk kjósi að svíkja hann.

Þess vegna eru árásirnar á Gasa sama eðlis og árásir Hamas á Ísrael 7. október 2023, morðárásir sem þjóna þeim eina tilgangi að drepa og eyða.

Morðárásir vitfirrtra manna sem réttlæta voðaverk sín með vísan í eitthvað sem þeim hefur verið gert, en tilgangurinn sá sami, dauði, eyðilegging, auðn.

Vitfirringa sem halda löndum sínum í gíslingu síátaka, þannig tryggja þeir völd sín og áhrif, skítt með þjáningar hins venjulega.

Stærsti glæpurinn samt að neita börnunum um framtíð, um frið, um mannsæmandi líf.

 

Voðaverkin, morðin eru sögð vera með samþykki ríkisstjórnar Donalds Trump.

Ómögulegt að segja hvort satt er.

 

En ef þetta er vegvísir friðarsamninga Donald Trumps, þá eru þau samningar ekki pappírsins virði, ef það á aðeins að framfylgja þeim þegar það hentar.

Það er nefnilega mikil ábyrgð að þrýsta á frið, og þeirri ábyrgð fylgir að fordæma brot ásamt því að knýja á að báðir deiluaðilar virði hinn undirritaðan friðarsamning.

Bregðist Trump núna þá lítur hann einfaldlega ekki lengur trausts.

 

Það er því mikið undir að voðaverkin á Gasa verði stöðvuð.

Því heimurinn þráir frið, en ekki frið ofbeldisseggjanna

Ekki Breiðholtsfriðinn.

 

Núna reynir á manninn.

Kveðja að austan.


mbl.is Árásir á Gasa héldu áfram í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bófaforinginn Inga Sæland veit hvernig á að tækla þetta meðan börnin, mæður þeirra og feður afar ömmur frænkur og frændur eru grafin lifandi og lífið murkað úr þeim sundursprengdum í rústunum á Gaza. Bara senda þeim bros ást og kærleik af ríkisstjórnarfundi og málið er bókstaflega dautt. Mynd úr frétt Mannlífs í gær. 

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2025 kl. 12:48

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta eru hræðileg dráp

en afhverju lætur Hamas ekki þessa gísla lausa?

Grímur Kjartansson, 19.3.2025 kl. 16:11

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar ég var krakki þá fór ég með foreldrunum í Þjóðleikhúsið og horfði á Gísl

Varla leikverk fyrir börn en mjög minnistætt

Var nokkuð viss um að Arnar Jónson hefði farið  með aðalhlutverkið en fylltist svo efasemdum þar sem maðurinn er jú bara 10 árum eldri en ég og útskrifaðist úr leiklistarskólanum  1964

„Fyrsta stóra hlutverk Arnar var titilhlutverkiö í Gísl í Þjóðleikhús- inu 1963“
og þá hef ég verið 9 ára

Sálfræðingar gætu eflaust fundið út hvers vegna samúð mín liggur hjá þeim gíslum sem Hamas heldur enn í gíslingu

 

A newspaper with text on it
</p><br />
<p>
</p><br />
<p>AI-generated content may be incorrect.

Grímur Kjartansson, 19.3.2025 kl. 16:29

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Ef heimsbyggðin vildi stöðva þann hernað þá bar henni að sjá til þess að Hamas legði niður vopn sín og skilaði því fólki sem samtökin rændu í Ísrael."

Góður brandari.

Heimsbyggðin.  Hehehe...

"Þess vegna lögðu Danir niður vopn sín 1940"

Þeir eru heppnir að hafa ekki verið júðar, þá væru engir Danir núna.

"Það er því mikið undir að voðaverkin á Gasa verði stöðvuð."

Nei, svo er ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2025 kl. 16:32

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Líklegast vegna þess að þeir eru eina haldreipi þeirra í þeirri helför sem þeir hófu með voðaverkum sínum í Ísrael, án þeirra er samningsstaða samtakanna engin.

En þau eru hvort sem er búin að vera, það hljóta allir skynsamir menn að sjá það.  Gasa er rústir einar og til hvers???  Að sanna heiminum hversu mikil ítök olíuauðsins við Persaflóa í alþjóðastofnunum eru??  Héldu þeir í mínútu að Ísraelsmenn myndu hlusta á almenningsálitið??, þjóð sem þú ætlar að útrýma gerir það ekki, því þá er hún feig.

Íbúar Gasa hugsa sitt þó þeir mjálmi sama sönginn fyrir framan myndavélarnar, aðeins heimskt veruleikafirrt fólk trúir orðum þeirra.  Það vill enginn láta fara svona með sig í algjöru tilgangsleysi.

Síðan setur enginn krónu í uppbyggingu Gasa á meðan Hamas er þar við völd, ekki einu sinni Arabaríkin, þú eyðir ekki milljörðum dala í uppbyggingu  sem fávitar geta svo eyðilagt á einni nóttu með nýjum árásum á Ísrael.

Þess vegna er svo sorglegt Grímur að sjá morðin í dag, það neyddi enginn Ísraelsmenn til að semja, en fyrst þeir sömdu, þá binda samningarnir stjórnvöld þar, líkt og aðrir samningar.

Digurbarkalegar yfirlýsingar um að núna eigi að eyða öllu eru hlægilegar í ljósi þess að það hefur þegar verið gert að mestu, árangurinn enginn varðandi lausn gísla, eða fullnaðarsigur á Hamas.  Það sem tókst ekki á rúmu ári, tekst ekki þó bætt sé í stóryrðin.

Eini ávinningurinn er að draga bandaríkjastjórn með sér í svaðið, ómerkja Trump, einangra Ísrael frá siðmenningunni.

Ömurlegt allt saman.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2025 kl. 16:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ásgrímur.

Það er ekkert fyndið við það að Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þess, til dæmis alþjóðaglæpadómstóllinn, skulu ganga erinda olíuauðsins við Persaflóa.

Skil ekki júðatengingu þína í samhengi orða minna.

Og jú, það er mikið undir hjá Trump að þessi voðaverk verði stöðvuð, maðurinn gefur sig jú út fyrir að vera Maðurinn sem kemur á friði.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2025 kl. 16:41

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Því má bæta við Grímur að ef samúð þín er hjá hinu hertekna fólki, þá skilur þú betur illskuna sem býr að baki voðaverkum Netanjahú og félaga á Gasa eftir að Ísrael rauf vopnahléið.

Í marga, marga mánuði hélt hann áfram tilgangslausu stríði í stað þess að semja um lausn gíslanna og láta svo íbúa Gasa um Hamas. Og loksins þegar hann semur, þá rýfur hann vopnahléið áður en restin af gíslunum fær frelsi sitt.

Hann leikur sér að lífi þeirra, og þar með er ljóst að frelsun þeirra var alltaf yfirskin hjá kaldrifjuðum djöfli, af sama kyni og leiðtogar Hamas eru.

Og það er tími til kominn að feisa það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2025 kl. 16:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Pointið sem maður vill koma til skila virkar alltaf betur ef maður sleppur orðum eins og bófaforingi, lætur sig duga að hugsa það.

Inga er flottur söngvari, það verður ekki af henni tekið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2025 kl. 16:49

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Skil ekki júðatengingu þína í samhengi orða minna."

Ef Danir hefðu allir verið júðar hefðu þeir farið í ofninn og verið breytt í sápu.

Einfalt.

Sögulegt, sjáðu til. Það sem Þýzkarinn var frægur fyrir í denn.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.3.2025 kl. 20:54

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég fatta þetta alveg Ásgrímur, en ég er engu nær þessari tengingu miðað við samhengi orða minna.  Sem var að ef þú gefst ekki upp fyrir ofurefli þá ertu einfaldlega lagður í rúst.  Að ábyrgðin á eyðileggingunni sé hjá þeim sem gefst ekki upp.  Svo geta vissulega verið margar ástæður fyrir að menn leggja ekki niður vopn, það er bara önnur saga, og ekki til umræðu hér að ofan.

Eigum við svo bara ekki að þakka fyrir að Frakkar voru ekki júðar, þá hefði verið svo mikil yfirtíð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2025 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 1438772

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband