7.3.2025 | 15:09
Ennþá halda brandararnir áfram.
Og ennþá á Trump alla athygli fjölmiðla.
Verst að hann skuli ekki geta auglýst eitthvað vörumerki sitt í leiðinni, til dæmis með stóru barmerki, þá þjónaði þessi skrípaleikur einhverjum tilgangi.
En Trump á miklar þakkir.
Honum hefur tekist það sem engum öðrum hefur tekist frá stríðslokum, að sameina Evrópu, enn slíkt gerðist síðast í nokkrar mínútur eftir fall Berlínar, áður en hjól hins svarta fjármagns þurfti nýjan óvin, nýtt stríð og úr varð Kalda stríðið.
Evrópa veit núna að hún þarf að standa á eigin fótum, eða falla ella.
Ókei, kannski á Pútín smá þakkir skyldir fyrir sinn hlut.
Úti er um froðuna, kjaftæðið og vitleysuna sem náði lágpunkti þegar það varð saknæmt að hafa orð á hvernig börnin yrðu til, að til þess þyrfti konu og karl.
Gegn óvini sem ert öflugri en þú sjálfur, hefur þú ekki efni á einhverju kjaftæði, það þarf að hervæðast og neyða þjóðirnar til að horfast í augun á raunveruleikanum.
Það er reyndar ekki alveg komið að því að leiðtogar Evrópu sé búnir að átta sig á því að núna séu þeir orðnir fullorðnir, þurfi að standa á eigin fótum.
Ennþá minna þeir á grámávinn unga sem vældi utan í móður sinn fyrir utan Hornið, hún átti að gefa honum lifrarskammt sinn, í stað þess að hann taki slaginn við hina fuglana við bátshliðina.
Eða hvernig á að túlka það að eftir neyðarfundinn mikla sem blásið var til daginn eftir að uppákomuna í Hvíta húsinu, þá var datt einhverjum það í hug að núna þyrfti að hafa tvo dvega næst þegar Zelinsky færi á fund Trump, það myndi duga til að Trump myndi hætta við að hætta við eitthvað sem hann sagðist ætla hætta við þann daginn.
Samt held ég að þetta séu aðeins vaxtaverkir unglingsins sem er að komast á fullorðinsár.
Unglingsins sem veit að núna er karlmennskan ein í boði, hann þarf að læra að verja sjálfan sig og sína.
Verða það öflugur að aðrir leggi ekki í hann, en ef þeir gera það, þá hafi hann burði til að taka á móti.
Hvað Trump segir í dag, eða Trump segir á morgun, kemur því dæmi ekkert við.
Nató í dag er ekki starfandi, hvort það verði það í framtíðinni má guð einn vita.
En Bandaríkjamenn eiga ekki neina bandamenn lengur, því þeir vilja ekki eiga þá.
Því fyrr sem menn feisa þá staðreynd, því fyrr fullorðnast þeir.
Okkar fullorðnun hér á Íslandi gæti til dæmis verið sú að stöðva réttarhöldin yfir lögreglunni fyrir að verja fullveldi þjóðarinnar þegar Hamasskríll veittist að ríkisstjórn landsins.
Næsta skref væri síðan að vísa þessum skríl úr landi, jafnvel líka þeim sem hafa nýtt sér handónýtt kerfi froðunnar og kjaftæðisins til að fá hér landvistarleyfi.
Það er stríðástand í heiminum og það er ekki í boði að líða árás á fullveldið.
Annars getum bara gefist upp strax.
Kveðja að austan.
![]() |
Íhugar að verja ekki NATO-ríki undir viðmiðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 766
- Sl. sólarhring: 912
- Sl. viku: 4105
- Frá upphafi: 1429089
Annað
- Innlit í dag: 687
- Innlit sl. viku: 3690
- Gestir í dag: 606
- IP-tölur í dag: 593
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo eru þeir sem telja sig heilagri en andskotinn
og komast í fréttir fyrir að hætta að bjóða upp á amerískar vörur - vilja hafa vit fyrir heimskum sótsvörtum almúganum og ekki leyfa honum að hafa "frelsið" til að velja nema það sem elítunni hugnast
Minnir mann á þegar Borgarráð pissaði skóinn sinn hér um árið með að samþykkja að hætta að kaupa vörur frá Ísrael
Grímur Kjartansson, 7.3.2025 kl. 15:39
Ég held nú að vók-vitleysan hafi að mestu gengið sér til húðar. Í síðustu kosningum var mestu vók-flokkunum bent út af þingi, vg og pítötum. Það sama er að gerast víðar í hinum vestræna heimi. Jafnvel kratar eru að segja skilið við þessa þvælu..
En kannski er það rétt hjá þér. Kannski er nýfundin samheldni Evrópu órangútanum að þakka. En gleymum því ekki að bna var ekki að spá í varnir Evrópu með herliði sínu þar. Eini tilgangur með veru sinni þar var að tryggja að vígöllurinn, ef til kæmi, yrði í Evrópu en ekki í bna.
Bjarni (IP-tala skráð) 7.3.2025 kl. 22:18
Blessaður Grímur.
Ég held að viðkomandi séu aðeins séðir og nýta sér augljósa slagsíðu fjölmiðla til að fá ókeypis auglýsingu. Af hverju fjölmiðlar geti bara ekki bara verið fjölmiðlar án þess að vera með slagsíðu er svo annað mál.
Hver hefði til dæmis trúað því fyrir nokkrum árum síðan, eða kannski rúmlega áratug síðan, að það væri augljósir þræðir frá áróðursdeild Hamas inná fréttastjórn Morgunblaðsins og að stærsta hluta gengi blaðið erinda Hamas í áróðurstríði samtakanna sem þau hófu með voðaverkum sínum 7. október 2023???
Blaðið sem var klettur í borgarlegri skynsemi og íhaldsmennsku.
En á meðan svona slagsíður eru þá er eðlilegt að fisknir geri út á hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2025 kl. 12:01
Blessaður Bjarni minn.
Þú veist að ég hef alltaf rétt fyrir mér, þú ert bara misfljótur að fatta það, setur það jafnvel stundum fyrir þig að það sé hægt að hafa réttara fyrir sér, eins og það skipti einhverju máli í pistlum sem snúast ekkert um að hafa rétt fyrir sér heldur um sjónarmið, skoðanir, viðhorf, og þegar er verið að stríða; áróður og átök. Enda minnir mig að ég hafi í átökum fyrri ára nokkrum sinn neyðst til að taka það fram að ég skrifaði áróðurs og átakapistla, það væri ekki eins og guð sjálfur hefði skrifað þá og þeir væru því ekki sannleikurinn eini.
Staðreyndir reyni ég hins vegar að fara rétt með, þó ég geti með mínum einstökum hæfileikum teygt þær og togað í ýmsar áttir, og hafi mér ekki tekist það, þá reyni ég að leiðrétta það sem rangt var með farið.
Mér finnst augljóst að Trump sé að gera Evrópu mikinn greiða, nauðsynlegan greiða. Eins finnst mér það augljóst að þegar leiðtogar Evrópu tala í örvæntingu sinni um að Bandaríkin séu ennþá mikilvægur bandamaður, að þá séu þeir eins og grámávurinn sem ég lýsti hér að ofan, neita að fullorðnast.
Það haga sér enginn svona við bandamenn sína líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert frá kjöri Trump, kannski við þjóna eða þræla, en ekki bandamenn.
Evrópa er ekki í góðum málum í dag, hún hefur leyft glóbalauðnum að flytja megnið af grunnframleiðslunni í þrælabúðir sínar, hún hefur þróað menntakerfi sem er að verða óstarfhæft vegna kjaftæðis ýmiskonar, hún hefur leyft glæpalýð, sem líklegast eru í þjónustu glóbalsins, að senda innrásarbylgjur flótta og farandfólks til álfunnar svo stórfellt menningarstríð er í uppsiglingu, hún lét leppa jarðeldsneytisiðnaðarins loka á framtíðarorkuöflun í álfunni sem var nýting kjarnorkunnar, hún hefur þróað regluverk, sem allt gæti verið skrifað á skrifstofu glóbalauðsins, sem er hannað til að kæfa einstaklinginn og fyrirtæki hans í frumskógi óskiljanlegra reglna og skriffinnsku, og hún hefur hafið stríð gegn almenning í álfunni með tilbúnum orkuskorti.
Evrópa er veik og hol að innan, en það er allt vegna mannanna verka, og þeim verkum er hægt að snúa við.
Já, ég held að Trump sé kraftaverkamaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2025 kl. 12:29
Trump sýndi það og sannaði hversu Evrópa er hol að innan.
Nýju fötin keisarans opinberuð og það þolir elítan ekki.
Það er ekki hægt að lýsa betur ástandinu í Evrópu eins og
þú gerir. Og þetta er bara sannleikur.
Tek undir að senda þennan hamas skríl heim hið fyrsta.
Ekkert að gera með þetta öfgalið.
Það þarf ekkert að halda, hann Trump er kraftaverkamaður.
Sigurður Kristján Hjaltested, 8.3.2025 kl. 14:58
Takk fyrir það Sigurður.
Já, gat ekki stillt mig um að hnýta því við pistilinn, nýt þess að vera í umhverfi að það sé hægt að segja satt um þetta fólk án þess að allar línur logi, svívirðingum og hótunum rigni yfir og svo framvegis.
Það verður seint þakkað fyrir Moggabloggið þó ritstjórn blaðsins mætti alveg slíta tengsl fréttaritstjórnarinnar við Hamas og áróðursdeild samtakanna.
En við höfum Spursmál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2025 kl. 15:09
Þó við séum sammála að einhvrju leit þýðir það ekki að við séum samherjar.
Það að kalla órangútan kraftaverkamann er ótvírætt það heimskulegasta sem frá þér hefur komið. Við getum verið sammála um að órangútinn sameinaði Evrópu. Þú lætur eins og þetta hafi verið einhver snilldarstjórnviska órangútans þegar allir með greindarvísitölu yfir stofuhita vita að Evrópa sameinaðist gegn nýrri ógn sem kom úr óvæntri átt.
Takk fyrir góða skemmtun síðustu helgi þegar skinkan sparkaði börnunum í ólátagötu úr bikarnum.
Kveðja úr neðra.
Bjarni (IP-tala skráð) 8.3.2025 kl. 23:33
Bjarni, þetta var högg undir beltisstað.
Varðandi samherja þá dugar mér ágætlega að vita að við Viskan séum það, sem er afrek út af fyrir sig hjá manni af ættkvísl Bjarna frá Sumarhúsum, það er að eiga einhvern samherja.
Síðan geta menn verið sammála án þess að vera samherjar eða það þýði að þeir hafi verið sammála í gær eða þurfi að vera sammála á morgun.
Svo geta menn verið snillingar þó það sé kannski ekki alveg tilgangur þeirra. En mér skilst samt á stefnuræðu Trump að hann sé sammála mér, það er um að hann sé snillingur.
Og svo það komi annað svo, sem og allavega eitt og, þá finnst mér það skrýtin skilgreining að tala um óvin úr nýrri átt, þegar hinn meinti óvinur úr nýrri átt, er aðeins aðili sem bað viðkomandi um að fullorðnast.
Að standa á eigin fótum.
En forsenda þess að ég komi en-innu að er ein setning í viðbót, og hún sé nýtt til að byrja á en, er forsenda þess að geta staðið á eigin fótum, er endilok kjaftæðisins í víðustu merkingu.
Vókið er aðeins lítið hlutmengi þess.
Þegar Bretar er til dæmis búnir að átta sig á því, þá er næst náð í skyttu en ekki kranabíl þegar berfættur maður með palentíska fánann klifrar uppí Big Ben.
Eigðu góðan dag Bjarni.
Ég er hins vegar þegar farinn að klæðast svörtu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2025 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning