6.3.2025 | 17:54
Rekinn fyrir að segja sannleikann.
Um líkindi við staðreyndir sögunnar sem blasa við öllum.
Svo mikill er óttinn við stjórnina í Washington að menn eru reknir svona fyrirfram ef ske kynni að sannleikurinn myndi berast til hinna fáfróðu, og þeir krefjast afsökunar.
Svona just in case dæmi.
En þetta er bara svoleiðis og uppgjöfin sem Trump ætlar að knýja í gegn, er ekki friðarsamningur, ekki frekar en samningurinn í Munchen um uppgjöf Tékka og niðurbrot ríkis þeirra.
Og það er ekki Pútín sem gegnir hlutverki Hitlers, það eitt er víst.
En ég var að klára að horfa á skemmtilega þáttarröð núna rétt áðan þar sem vitur kona benti valdasjúkum manni á að það blasti við að hann vildi stjórna heiminum, en hann væri búinn að reka sig á að heimurinn vildi ekki láta stjórna sér.
Ég held að þessi viska sé ennþá í fullu gildi í dag.
Kveðja að austan.
![]() |
Rekinn fyrir líkingu við nasistasamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.3.): 437
- Sl. sólarhring: 499
- Sl. viku: 1554
- Frá upphafi: 1426487
Annað
- Innlit í dag: 396
- Innlit sl. viku: 1397
- Gestir í dag: 371
- IP-tölur í dag: 360
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem er að gerast núna í austri á ansi lítið sameiginlegt því sem var að gerast í Þýzkalandi uppúr 1938.
Það væri óskandi að fólk sem hefur greinilega verið að sniffa mikið lím hætti að draga það fram sem einhverskonar staðreynd.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2025 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning