22.2.2025 | 19:13
Við erum ekki lengur félagasamtök
Núna erum við orðin stjórnmálaflokkur sagði Inga Sæland landsfundi flokksins, og uppskar mikið lófatak.
Bætti samt efnislega við þó það væri ekki sagt í berum orðum, að hún ætti samt ennþá flokkinn, þar með réði hún öllu.
Það fylgdi svo ekki sögunni hvort þá hefði verið klappað.
Það efast enginn um baráttustyrk og baráttuvilja Ingu Sæland, og að hún mæli þessi orð af heilindum; "Málflutningur okkar og þrautseigja allt frá upphafi hefur í vaxandi mæli haft áhrif á umræðuna um börn sem búa við fátækt, um öryrkja og eldri borgara sem hafa verið hunsaðir áratugum saman og ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir".
Þess vegna er óskiljanlegt að hún hafi farið í ríkisstjórn undir forystu Viðreisnar, flokks Evrópu- og frjálshyggjudeildar Samtaka Atvinnulífsins.
Allt tal um réttlæti og umbætur á kjörum þeirra sem óhreinust eru af börnum Evu, steyta á skeri frjálshyggjunnar, vaxtastefnu Seðlabankans og kröfunnar um hallalaus fjárlög.
Því vaxtastefnan og hin hallalausu fjárlög er jafnvægi ójafnaðarins, jafnvægi sem er hannað til að auðlegðin vaxi og dafni í vösum hinna ríku, og þá sérstaklega hinna ofurríku sem eru hluti af, sem og samtengdir glóbalauðnum sem stefnir á eitt ríki, eina stétt, hina ofurríku, og svo við hin sem eru aðeins kostnaður sem miskunnarlaust á að skera niður.
Skera niður velmegun, innviði samfélaga, atvinnulífið í nærumhverfi, helsti óvinurinn, það er glóbalauðsins, er einstaklingurinn og fyrirtæki hans.
Fyrir þessa þjónkun, að mega setja á flot fley baráttumála Flokks fólksins, til þess eins að sjá það steyta á skeri Viðreisnar og frjálshyggju hennar, fórnar Inga varðstöðu sinni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Valdið í ríkisstjórninni ætlar með þjóðina í ESB, hefnt skal þess þegar ekki tókst að koma skuldum útrásarvíkinga á almenning með því að breyta froðukrónum í evru, auðn regluverksins sem skáldið orti um og kallaði Waste Land, skal vera hlutskipti þjóðarinnar á meðan henni, tungu hennar og menningu er skipt út fyrir flakkaralýð glóbalsins.
Og ef einhver sem hefur ekki ennþá kveikt á valdinu innan ríkisstjórnarinnar þá skal bent á að Stalín var aðeins ritari.
Inga er þó formaður, eigandi, og ræður öllu sem hún vill ráða innan Flokks fólksins.
Hvílíkur skrípaflokkur er sá flokkur orðinn að landsfundur hans skuli hlusta á orð Ingu um trén í Öskjuhlíðinni án þess að ganga út.
Flokkurinn kennir sig jú við fólk, og það er fólk, við hin venjulegu sem gjörspillingin í Reykjavík ógnar í firringu sinni og siðblindu.
Og Inga hefur líf okkar og limi í flimtingum til að réttlæt samstarf sitt við þá gjörspillingu.
Ég kaus Ingu og félagasamtök hennar þar síðast, ég hef líka tvisvar, jafnvel þrisvar kosið Vinstrigræna þegar ég trúði að þeir félagar Steingrímur og Ögmundur væri brimbrjóturinn gegn alþjóðahyggju frjálshyggjunnar sem virtist hafa einbeittan vilja til að láta auðmenn eignast allt, verðmæti, auðlindir, og sjálft stjórnkerfið.
Íhaldið gat ekki einu sinni varið Sparisjóð Reykjavíkur fyrir þeirri ásælni, auðmennirnir voru búnir að innlima Samfylkinguna, og þá var fátt um fína drætti í vörnum okkar hinna venjulega.
Okkur sem kallast almenningur og viljum aðeins fá að lifa í friði til að koma börnum okkar á legg í mannsæmandi samfélagi.
Í vissu skjóli fyrir ráni og rupli hinna sígráðugu sem fá aldrei nóg.
Jæja, ég viðurkenni þó, að ég kaus Steingrím Joð, og ég skammast mín ekkert fyrir stuðning minn við Ögmund.
En frekar skal ég hundrað sinnum játa að ég hafi kosið Steingrím en einu sinni Ingu, og þar eru ekki svik Ingu sem vega svo þungt að hlutfallið er einn á móti hundrað, svik hennar eru aðeins mini mini við hin algjöru svik Vinstrigrænna við hugsjónina um betri og réttlátari heim.
Nei, það er ræða Ingu um flugvöllinn, þá fyrirlitningu á lífi okkar limum sem gegnsýrir orð hennar.
Sjálfsagt ætlaði hún að vera fyndin, en það er ekkert fyndið við orð hennar.
En tökum upp léttara hjal.
United gerði jafntefli við Everton í dag, það sama gerði KFA á Fellarrvelli.
Auk þess að horfa á annað afkvæmi mitt, þá horfði ég á marga unga heimastráka í báðum liðum, suma það jafnvel unga, að þeir eru yngri en strákarnir í Hetti og Fjarðabyggð sem ég horfði á spila leik ánægjunnar frá því þeir voru litlu hærri í loftinu en boltinn, alveg þar til þeir eru núna um og yfir tvítugt.
Alltaf sama leikgleðin, alltaf sama leitnin að spila góðan fótbolta líkt og þjálfarar þeirra í yngri flokkum lögðu svo mikla áherslu á.
Spilandi núna í tveimur austfirskum félögum sem leggja áherslu á að halda í heimastráka sína.
Því lífið heldur áfram þó firringin og gjörspillingin hafi eitrað næstum því allt í borginni við Sundið.
Þannig að það er ekki lengur logið uppá þetta fólk sem stjórnar þar því jafnvel mannlegt ímyndunarafl á sín mörk.
Viðspyrnan byggist á því góða, á hinu fagra, mennskunni og mannúðinni.
Sem og að kunna lúta höfði í bæn þegar beðist er fyrirgefningar, eða horfa til himins og láta fögnuð og kærleik almættisins hríslast um hverja taug og hverja frumu, og trúa að þrátt fyrir allt sé baráttan þess virði.
Einn daginn mun United sigra og einn daginn eru börnin komin til manns, floginn af heiman og búa að arfleiðinni og þeim heimamundi að trúa á hið góða og fagra í manneskjunni sem og lífinu.
Því það er móteitrið gegn eitrinu, eitrinu sem ógnar tilvist okkar sem og framtíð barna okkar, þjóðar og þess að vera Íslendingur.
Stoltur af uppruna sínum, af arfleið áanna, og því góða samfélagi sem fóstraði okkur og kom okkur til manns og mennta.
Samfélagi sem við ætlum að verja en ekki glata.
Sú vörn er okkar en ekki þeirra sem sviku.
Kveðja að austan.
![]() |
Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 3391
- Frá upphafi: 1438554
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2731
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rýr uppskera hjá okkur í dag:
Guttagarður 2
Börnin í ólátagötu 2
Kristalhöllin 2
Skinkan 0
Skiljanlegt að stuðningsmenn biðji um hjálp frá almættinu, hvaðan ætti hjálpin annars að koma?
En vissir þú að FulHam er elsta liðið í London? Að skítaliðið Chelsea tróð sér óvelkomið í Fulham hverfið og Stamford Brigde stendur við Fulham road. Órettlætið heimsins er stundum slíkt að mönnum fallast hendur.
En Fulham er með flottasta liðslagið í deildini "London calling" með Clash - "we live by the river". Ekkert fökking "you never wank alone" með Jerry Springer eins og púllarar, sá aumi skítaklúbbur.
En hang on, þetta getur bara bestnað.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.2.2025 kl. 20:48
Blessaður Bjarni.
Já það eru ekki alltaf jólin og sumstaðar er svo langt í þau í fjarskanum að ég efa stórlega að almættið sé nógu öflugt til að gera eitthvað í því.
Skaðar samt ekki að reyna, stundum þurfa allar árar að vera úti til andæfa gegn straumnum.
En ég vissi ekki að Fulham sé með London Calling sem liðslag, það fóru bara hljómleikar á stað í hausnum þegar ég las þetta hér að ofan. Þeir eru vissulega nálægt ánni, óhætt að segja það, flottar loftmyndirnar þegar dróninn færist nær leikvanginum.
En hvað segir þú, heldurðu að strákurinn minn geti flogið suður í hádeginu fyrir hliðarvind?? Ég held satt að segja að ekkert geti bestnað í eiturfabrikunni þarna fyrir sunnan.
En dónt vorrí, be happy, City verður ekki meistari.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2025 kl. 08:48
Sæll, ég verð að viðukenna að mig skortir þekkingu þegar kemur að þörfum landsbyggðarinnar á flugsamgöngum við borg óttans. Flugvöllurinn hefur enga þýðingu fyrir mig en með aldrinum lærist fólki, sem á annað borð getur lært, að þínar þarfir fara ekki altaf saman við þarfir annara.
Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2025 kl. 12:11
Satt að segja hélt ég að þessir "styrkir " væru bara úr ríkiskassanum og var því hissa að lesa að sveitarstjórnir væru líka að ausa fé í allskonar samtök sem telja sig vera pólitísk
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-02-23-morg-sveitarfelog-styrktu-flokka-sem-uppfylltu-ekki-lagakrofur-436770
Grímur Kjartansson, 23.2.2025 kl. 12:57
Ég var nú bara að spyrja þig um veðrið Bjarni.
Hélt að vitneskja um það fylgdi aldrinum.
En strákurinn komst, allt í góðu með það, austanáttin náði sér ekki upp.
Síðan er það mikil meinloka hjá þér Bjarni minn að mennska snúist um þarfir.
Þess vegna átti fólk að ganga út undir ræðu Ingu.
Og fyrst að það gerði það ekki, þá er ljóst að eign hennar, sem núna kallast stjórnmálasamtök, hefur ekkert með fólk að gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2025 kl. 16:16
Blessaður Grímur.
Ég er jafn mikið á móti smáaletri lagatexta og smáaletri tryggingarfélaga.
Hjá mér eru lög einföld, þau segja um hvað þau eru, til hvers og svo framvegis.
Síðan vil ég banna lögfræðinga í dómarastétt, það myndi fara langt með að ganga af mafíunni dauðri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2025 kl. 16:18
Nú jæja, veðri ágætt sem stendur. Þú hefur væntanlega varað guttann við lausgyrtum glyðrum úr 101 sem sitja fyrir saklausum sveitalubbum í sauðsskinnskóm sem koma með flugi að austan.
Hin íslenska Lady Gaga átti áður félegasamtök en á nú stjórnmálaflokk sem er geymdur í skúffu undir hnífapörunum í eldhúsinu heim hjá henni sem hún fékk úthlutað frá féló.
Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2025 kl. 23:19
Góðan daginn Bjarni.
Þarf þess ekki, ef glyðrurnar eru ekki hringlaga og það sé hægt að sparka í þær, þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur. Verra með hinn, en þú veist hvernig það er með þessuð blessuð afkvæmi, þau verða heyrnarlaus um 14 ára aldurinn, og það heyrnarleysi varir langt fram eftir aldri, eða alveg þar til það þarf að biðja um pössun.
Íslenska Lady Gaga, flott nafn á Ingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2025 kl. 07:08
Auðvitað á að afnema alla ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Hef heyrt að það sé mál í gangi hjá samtökum skattgreiðenda og vonandi fer það á besta veg. En, Já. Nú ríkja konurnar í þjóðfélaginu. Valkyrjurnar- spice girls- Forsetinn-Grýla- Fjallkonan. Dagar karlrembusvínanna eru sennilega taldir í bili.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2025 kl. 16:14
Já Jósef, þeir enda eins og tröllin, uppí fjöllum, fjarri byggð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2025 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning