22.2.2025 | 09:52
Svik fyrir völd.
Það er óhætt að segja að þegar eindrægni hins nýja kvennameirihluta í Reykjavík kom í ljós að það þyrfti tvær kosningar til að Sanna Magdalena yrði kosin forseti borgarstjórnar, að þar hefðu svik mætt svikum.
Sanna sveik kjósendur sína með því að framlengja líf gjörspilltustu flokka íslensku stjórnmálasögunnar, borgarstjórnarflokka Samfylkingarinnar og Pírata.
Vanhæfni, spilling, óráðssía, getuleysi eru orðin sem gegnlýsa stjórn flokkanna á höfuðborg okkar síðasta áratug eða svo.
Sem og siðblinda, aðeins alvarlega brenglað fólk ógnar lífi náungans á þann hátt að nota trjágróður til að ná markmiðum sínum að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni.
Kjósendur Sönnu eru hluti af þeim breiðu bökum sem bara þungann af stefnunni um vanhæfni og spillingu, það eru þeir sem fá illa veitta þjónustu þar sem obbinn af fjármununum fer í yfirbyggingu og fjöldastörf hinnar menntuðu millistéttar við að gera lítið sem ekki neitt. Undir kjörorðinu; mikið inn, lítið út er of mikið.
Það eru þeir sem sitja uppi með okurleiguna eða uppsprengt húsnæðisverð, hvorutveggja sem vinnandi fólk hefur lítt eða ekki efni á.
Hvernig getur sósíalisti stutt þá græðgivæðingu að útboðinn byggingarréttur vegna þéttingar byggðar í kringum gæluverkefnið Borgarlínu sé skattur uppá rúmar 20 milljónir á óbyggðar blokkaríbúðir, og þá á eftir að leggja á raunverulega skatta, gatnagerðargjöld og annað sem leggst á úthlutaðar lóðir??
Það lýsir best falsinu á bak við þennan nýja meirihluta þegar oddviti Pírata sagði að lokum fyrsta fundi kvennanna 5 að núna ætluðu stelpurnar að taka til eftir strákana.
Sjálf búin að sitja í borgarstjórn í 7 ár, allan tíma í meirihluta, flokkur hennar í 11 ár.
Berandi beina ábyrgð á Græna skrímslinu í Álfabakka.
Þegar innleggið er fals, þá getur útkoman aðeins verið fals.
Fyrir völd með þessu fólki sveik Sanna Magdalena kjósendur sína.
Þegar á reyndi var hún alveg eins og hin.
Til sölu gegn réttu gjaldi.
Eftir sitja kjósendur hennar í sárum.
Eftir situr vinnandi fólk í sárum.
Atkvæði þeirra féllu dauð niður.
Sorglegt, mjög sorglegt, því Sanna lofaði góðu.
Var efnileg, virtist ærleg.
En svona eru stjórnmál á Íslandi í dag.
Engu uppá þau logið.
Kveðja að austan.
![]() |
Sanna náði ekki kjöri í fyrstu tilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman saman. Gott að kellingarnar átta sig á því að kominn er tími á þrif. En auðvitað er sóðaskapurinn eftir strákanna en ekki þær sjálfar þó þær hafi flestar verið í stjórn árum saman. Eitruð kvennmenska.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.2.2025 kl. 11:46
Já blessaður Bjarni.
Þetta er bara vel orðað hjá þér.
"Eitruð kvenmennska".
Það afsakar samt ekki þá sem láta glepjast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2025 kl. 19:17
Það má kannski bæta því við að sá sem er niðurlægður svona eins og Sanna var með því þegar Samfylkingin sýndi hver hefur valdið, hann má næstum segja allt, en ekki þetta: "... ég geri ráð fyrir því að þarna hafi einhver misskilningur átt sér stað. Þetta er eitthvað sem við höfðum sammælst um".
Við erum ekki að tala um nýliðamistök á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar, aðeins refjar skýra svona smánun. Og sá sem veður fyrir smánuninni verður má aldrei réttlæta hana, vissulega getur viðkomandi látið kjurt liggja, en ekki réttlæta smánun annarra þar sem hann er fórnarlamb hennar.
Reynsluleysi kannski, en þegar upphafið er fals og svik, þá vill seint verða endir á slíku.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2025 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning