Trjágróður í forgang fram yfir líf

 

Nöturlegri lýsing á Íslandi í dag er vart fundin en þessi orð 9 bæjarstjóra landsbyggðarinnar, að "trjá­gróður í Öskju­hlíð njóti for­gangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða."

Segir allt um þá firringu sem hefur náð að grafa um sig í stjórn Reykjavíkur, firringu sem tveir meintir rebel flokkar ætla að framlengja fram að næstu kosningum.

 

En þau segja líka allt um vangetu þess fólks sem landsbyggðin hefur kostið á þing til að gæta hagsmuna sinna.

Ég er einn af þeim sem fagnaði þegar tveir fyrrum bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar hlutu örugg þingsæti hjá flokkum sínum hér í Norð-austur kjördæmi. En eftir að ljóst var að það þyrfti að loka Reykjavíkurflugvelli vegna þess að trjágróður ógnaði lágmarksflugöryggi, þá hvarflar að  mér að við hefðum alveg eins getað sent myndir héðan að austan til að fylla uppí þingsalina.

Fólk sem rís ekki upp og mótmælir þegar svona er komið, er einskis nýtt.

 

Flugöryggi, skert sjúkraflug, líf heilsa, dregið saman í eitt orð; mannslíf.

Skilja menn ekki alvarleik þessa orða??

 

Það virðist ekki vera, allavega ekki hjá okkar ágætu þingmönnum, eða hjá fjölmiðlum sem eru uppteknir af gallabuxum Jóns Gnarr eða styrkjamálum Ingu og félagasamtaka hennar.

Um hvað ræddu þingmenn í um 5 klukkutíma fyrir tveimur dögum eða svo??

Man það einhver, hvaða ómerkilega smámál var það sem tók allan þennan tíma??

Ekki hafa þeir rætt flugöryggi eða mannslíf í 5 klukkutíma, ekki hafa þeir barið hnefanum í borðið og krafist ábyrgðar þeirra sem hafa dregið lappirnar að fella tré svo hægt sé að tryggja lágmarksflugöryggi á þessum stærsta innanlandsflugvelli þjóðarinnar.

 

Og hvar er samgöngustofa??, forsenda rekstrarleyfis Isavia á Reykjavíkurflugvelli eru tvær flugbrautir, annars er flugvöllurinn ekki öruggur, flugvélar sem taka á loft, geta ekki treyst því að geta lent aftur ef vindátt breytist.

Þess vegna ef önnur flugbrautin uppfyllir ekki kröfur um lágmarksöryggi, þá á samgöngustofa að loka flugvellinum en ekki bara viðkomandi flugbraut.

Það gilda jú lög í landinu, og eftir þeim lögum á samgöngustofa að fara en ekki eftir einhverjum stjórnmálum út í bæ.

 

Það er ótrúlegt að málum skuli núna vera svona komið.

Að það gildi einu hvort landsbyggðin kjósi myndir á þing eða lifandi fólk, niðurstaða sú sama.

Og að flugvellinum skuli loka því tré eru ekki felld.

 

Það hefur verið lán í óláni að illviðrunum hefur slotað og vindar tiltölulega rólegir þessa daga sem austur/vestur flugbrautin hefur verið lokuð.

En það vindar alltaf aftur, og fólk á landsbyggðinni, sem þarf nauðsynleg að komast í bæinn, því þar er öll stjórnsýsla þjóðarinnar sem og megnið af heilbrigðisþjónustu hennar, það getur ekki lengur treyst á Reykjavíkurflugvöll.

Eins og þriðjaflokks fólk í eigin landi.

 

Það er mál að linni.

Í alvöru, það er mál að linni.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Mótmæla lokun flugbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.2.): 32
  • Sl. sólarhring: 657
  • Sl. viku: 4531
  • Frá upphafi: 1423325

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 4018
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband