Morgunblaðið er byrjað að sauma að Samfylkingunni.

 

Fyrst með hógværri spurningu til Loga Einarssonar menningarmálaráðherra hvort hann ætli að rannsaka þátt Rúv í að skipuleggja glæp til að falsa fréttir.

 

Svar Loga ber þess öll merki að hann óttast jafn mikið viðkomandi mafíu og Lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra, hann vísar í rök eiturbyrlaranna, málið var látið niður falla.

Svona svipað eins og þekkt vinnubrögð mafíunnar út í hinum stóra heimi, að hóta eða ógna vitnum í alvarlegum glæpamálum, jafnvel drepa þau ef þau láta sér ekki segjast, segir síðan kokhraust; það var ekkert morð, málið var látið niður falla.

Eftir liggja fórnarlömbin óbætt hjá garði vegna réttarkerfis sem er ófært um að takast á við glæpi mafíunnar.

 

Blaðamaður Morgunblaðsins spurði þá Loga hvort hann teldi það í lagi að ríkisstofnun skipulegði banatilræði við borgara landsins; "Á brotaþol­inn í mál­inu, sem lá um hríð milli heims og helju, ekki að fá nokkra úr­lausn sinna mála?".

Í svari sínu sýndi Logi þó vott af manndóm og mennsku, þrátt fyrir hræðslu sína; "Ég ætla ekki að gera lítið úr al­var­leika þess og ekki held­ur al­var­leika máls­ins í sjálfu sér.".

Nær getur óttasleginn maður ekki komist að játa að það sé ekkert eðlilegt við glæpi eiturbyrlara, að þeir ógni lífi og limum fólks.

 

Lengra komst blaðamaður Morgunblaðsins ekki með Loga, hann hefði nú samt getað sungið fyrir hann piparkökusönginn úr Dýrunum í Hálsaskógi.

Róað hann þannig og nýtt sér þá ró til að benda Loga á að það væri ekki flókið fyrir hann að afla sér upplýsinga um þessa byrlun, sem hann telur mjög alvarlega, vitna þar í hans eigin orð, og spurt framkvæmdarstjóra þingflokks Samfylkingarinnar um málavexti á næsta þingflokksfundi Samfylkingarinnar.

Hvað er betra en upplýsingar frá fyrstu hendi??

 

Það er svo margt sem Logi getur gert, annað en að gera ekki neitt, eins og hann gaf í skyn í viðtalinu við Morgunblaðið.

En jú, jú, dauðhræddir menn gera aldrei neitt.

Nema í mesta lagi að væta buxurnar.

Og hver vill menningarráðherra með síblautar buxur??

 

Svo líklegast hætti blaðamaður Morgunblaðsins á réttum tíma.

Piparkökusöngurinn fyrir Héra þessa lands getur beðið betri tíma.

Til dæmis fram í næstu viku.

 

Morgunblaðið er ekki stekkur eins og Snorrabúð forðum.

Njótum fjölmiðlunar og blaðamennsku á meðan hún býðst.

Kveðja að austan.


mbl.is Mun fara yfir byrlunarmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 3391
  • Frá upphafi: 1438554

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2731
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband