18.2.2025 | 08:30
Sænska ástandið.
Það er ótrúlega sorglegt að horfa uppá hvernig við Íslendingar höfum flotið steinsofandi að feigðarósi varðandi víti frændþjóða okkar á Norðurlöndum á óheftum innflutningi á fólki frá fjarlægum slóðum, þar sem þessu fólki er komið fyrir í afmörkuðum hverfum meðal fátækari hluta samfélagsins, látin einangrast þar og eina krafan sem til þess er gerð að það sé til taks að vinna skítastörfin fyrir okkur hina ríku velmenntuðu heimamenn.
Eitthvað svona litað pakk (í augun hinnar ríku vel menntuðu elítu) sem sjái um skúringarnar, ræstingarnar, umönnun sjúkra og aldraða, ofurseld grimmd og græðgi þess markaðar sem býður út störf þeirra til lægstbjóðanda.
Orð eins og réttindabrot, mannsal, fylgja störfum þess.
Í von um betra líf lætur megnið af innflytjendum frá fjarskaistan þetta yfir sig ganga, en ekki allir.
Þeir snúast til varnar, glæpavæða nærsamfélög sín, herja síðan á hina ríku innfæddu, breyta áður friðsömum samfélögum í ófriðarsvæði þriðja heimsins líkt og Svíar hafa reynt á eigin skinni undanfarin ár.
Allt vegna þess að hin menntaða yfirstétt lítur niður á ræstingar og ræstingarfólk, tímir ekki að borga því laun, og telur helst ekki þrifið nema einhver litaður sjái um það.
Síðan aðlagast börnin ekki, litarháttur þeirra, léleg tök á tungumáli heimamanna, ólíkur menningargrunnur, allt leggst á eitt að reisa um þau girðingar frá samfélagi heimamanna, enda þeim ætlað að taka við hinum illa launuðu störfum foreldra sinna í fyllingu tímans.
Það þarf sko að þrífa segir Góða fólkið.
Umber þar með varnarviðbrögð þessara krakka, gengjamyndunina, ofbeldið og annað, börnin þurfa að fá að rasa út áður en þau kúst og fæjó í hendurnar.
Þessi tala mín hér að ofan er einföldun á grafalvarlegu ástandi, sem vissulega er miklu flóknara en þetta, en kjarninn er sá að sá glæpaiðnaður sem kenndur er við Flótta og mannssalsiðnaðinn, í samstarfi vinn innlend atvinnugóðmenni sem hafa góðar tekjur og örugga atvinnu af meintri gæsku sinni og góðmennsku, flytur inn fólk til að vinna meint skítastörf samfélagsins, heldur þar með niður launum og öllum starfsaðbúnaði, og innviðir samfélaganna sem fá alla þessa holskeflu fólks, ráða ekki við að aðlaga hana samfélaginu sem er fyrir.
Atburðirnir í Breiðholtsskóla eru ekki tilfallandi, þeir eru afleiðing.
Og vont á aðeins eftir að versna þar til það verður óviðráðanlegt.
Það breytir samt ekki brotalömunum sem ofbeldið í Breiðholtsskóla hefur afhjúpað.
Hvað er að kerfi sem hefur aðstoðarskólastjóra sem lætur þetta út úr sér; "Það er mjög flókið ferli að vísa nemanda úr skóla og sveitarfélagið ber ávallt ábyrgð á því að viðkomandi fái skólavist. Þetta eru nemendur á þeim aldri að við myndum aldrei fara út í slík úrræði."
Svona í ljósi þess að það var ekkert vandamál að láta fórnarlömbin hætta að mæta í skólann því ekki var hægt að tryggja öryggi þeirra í skólanum eða skólalóð.
Aumingja gerendurnir, aumingja ofbeldisseggirnir, það þarf að passa uppá skólagöngu þeirra, tryggja að þeir geti áfram fengi frá núll til einn í einkunn.
Skítt með öll hin börnin sem koma í skólann til að læra.
Fórnarlambsvæðing ofbeldis og eineltisseggja í sinni tærustu mynd og henni þarf að linna.
Síðan í ljósi þess að foreldri kvartað strax 2019 yfir líkamlegu ofbeldi sem ung dóttir hans varð fyrir, og hefur síðan síkvartað og reynt að fá þetta kerfi sem fórnarlambsvæðir gerendur eineltis og ofbeldis, til að takast á við vandann og hindra þetta ofbeldi og einelti, með mjög takmörkuðum árangri, þá er ótrúlegt að lesa að stjórnsýsla Reykjavíkurborgar þykist koma að fjöllum varðandi þetta grófa ofbeldi og einelti.
"Í svari skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar (SFS) við fyrirspurn Morgunblaðsins segist SFS ekki kannast við viðvarandi eineltis- og ofbeldisvanda í Breiðholtsskóla. Í þessu tilfelli sem er vísað til hefur margt verið gert til að greiða úr vanda í nemendahópi og til að tryggja vinnufrið en eins og gefur að skilja er oft um flókin mál að ræða, segir enn fremur í svarinu. Segist SFS ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna persónuverndarlaga."
Og já, það litla sem stjórnsýslan veit má hún ekki tjá sig um vegna persónuverndarlaga.
Það er skálkaskjólið en eftir stendur spurningin, hvað er þetta blessað fólk að gera í vinnunni sinni??
Lýsingarnar á ofbeldinu eru átakanlegar og maður spyr sig; Er þetta virkilega Ísland í dag.
Mig langar að vitna í orð einnar móður og spyr síðan hvað er að kerfisfólki sem notar orðið vandi yfir svona ofbeldi og þá óttastjórnun sem er markmið þess;
"Nema hvað að nú eru strákarnir farnir að beita ofbeldi eins og fullorðnir menn. Það er verið að sparka í andlit, sparka í höfuð, sparka í maga. Þetta er orðið ofboðslega ljótt ofbeldi núna.".
En þetta eflir víst þroskann segir aðstoðarskólastjórinn; "Já, varðandi það að hafa misst úr vegna þess að nám og kennsla voru ekki í lagi vegna skorts á vinnufriði, þá er nám nemenda á þessum aldri samtengt þroskanum það er ekki eins og þetta sé pakki sem þau missi úr. Þau hafa á þessu tímabili bætt við sig miklum þroska og í rauninni er meginverkefni okkar að koma þeim til manns og hjálpa þeim að tileinka sér námshæfni, þannig að þau verði bara betri nemendur. Smám saman munu þau ná betri tökum á þessu.".
Þegar maður les þess orð eftir allar lýsingar blaðamanns á ofbeldinu og ógnarástandinu sem ríkt hefur í þessum bekk, og látum ekki okkur detta í hug í eina mínútu að um einsdæmi sé að ræða, þá hvarflar sú hugsun að manni að kannski séu ofbeldisseggirnir ekki vandamálið.
Það liggi annars staðar.
Í firringu og afneitun.
Þeirra sem ábyrgðina bera og við treystum fyrir börnum okkar.
Eitthvað sem við ættum að íhuga.
Kveðja að austan.
![]() |
Foreldrar lýsa ofbeldinu: Börn eru lamin í frímínútum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 251
- Sl. sólarhring: 1119
- Sl. viku: 4827
- Frá upphafi: 1422885
Annað
- Innlit í dag: 225
- Innlit sl. viku: 4255
- Gestir í dag: 219
- IP-tölur í dag: 217
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar eru barnaverndaryfirvöld. Ef eitthvað er að í uppeldi barna á að grípa inn í. Þarna er börnunum greinilega upplagt af foreldrunum að þessi hegðun sé bara allt í lagi. Það á hiklaust að svifta foreldrana forræði yfir börnunum, taka þau af heimilinu og senda þau í fóstur. Það ætti að kenna þeim sem koma frá löndum þar sem menningin segir að konur séu annars flokks( múslima og kaþólskum) að þeir verða að fara eftir íslenskum lögum og reglum og fara eftir okkar menningu.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 12:44
Já það eru margar spurningar sem vakna þegar maður les svona sannar hryllingssögur úr nútímanum Jósef.
Ég hefði nú bara vísað gerendunum úr landi, ásamt öllum hinum ofbeldisgengjunum sem halda samfélaginu í gíslingu, það er snöggur lærdómur.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2025 kl. 12:55
Sammála því að vísa þessu fólki úr landi en það er ívið flóknara.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 13:29
Reyndar, en virkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2025 kl. 13:33
Það vill stundum gerast, reyndar mjög oft, að ekki er gerður greinarmunur á innflytjendum og hælisleytendum.
Innflytjendur eru þeir sem rétt hafa til aðseturs á Ísland og hafa hér atvinnuréttindi. Engra leyfa er þörf fyrir búsetu og atvinnu. Mest eru þetta fólk frá a-evrópu, pólverjar að stórum hluta. Þetta er fólk sem ákveður sjálft að setjast hér að. Sér fyrir sér sjálft frá fyrsta degi, útvegar sér sjálft húesnæði og vinnu. Hef ekki orðið var við annað en að þetta sé harðduglegt fólk. Sjálfsagt eru kjörin ekki merkileg en af einhverri ástæðu ákvað þetta fólk að setjast að á Íslandi og svo mikið er víst að ekki er það veðrið.
Hælisleytendur er svo allt annar handleggur. Koma til landsin án heimildar til búsetu eða atvinnu, jafnvel með ólögmætum hætti. Ríkið þarf að útvega þeim fæði, klæði og húsnæði. Sem er einmitt uppleggið með hingaðkomunni, það er hingað komið til að lifa á almenningi. Sýrlendingurinn Khourani fékk hér dvalarleyfi 2016 og hefur aldrei verið í vinnu. Allan tíman á framfæri hins opinbera. Þessa gestrisni íslendinga launaði hann með andfélagslegri framkomu og ofbeldi. Áfram er hann á Íslandi á kostnað hins opinbera, nú bak við lás og slá. Svona skíthælum á að snúa við á landamærunum strax við kom6na.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 14:55
Æ Bjarni minn, hættu að vera svona djúpur.
Þjóðarskiptin, frá innlendum til erlendra, eru vissulega oftar vegna EES samningsins.
Og ekki hvarflar að mér að hnýta í allt þetta yndislega fólk sem kom, og kemur frá Póllandi, og heldur samfélagi mínu gangandi.
En svo er það með börnin, lesist drengir, sem ná ekki tökum á íslenskunni, þeir búa samt að samfélagi sem er ekki síðra en okkar sem teljast innlendir.
Samt eru flestar glæpaklíkur kenndar við Pólland, Litháen, og seinna meir við hina augljósu misnotkun albönsku mafíunnar á meintri góðsemi Góða fólksins, höldum því til haga, að þessi meinta góðmennska var mjög arðbær.
Þetta er allt svo mjög flókið, og láttu ekki hvarfla að þér í eina mínútu að ég viti það ekki Bjarni.
Sem og ég tel ábendingar þínar réttmætar.
En þrátt fyrir allt þá var ég að senda sneið að góða fólkinu, sem í forheimsku sinni og fávitahætti telur að kökunni sé of misskipt, að þetta litaða pakk fái of há laun miðað við hið gagnmenntaða Góða fólk með öll sín réttindi.
Ókey Bjarni, ég var að fíflast hér að ofan.
Hygg samt að ég hafi næstum því náð að orða kjarnann hér að ofan; "Í firringu og afneitun."
En Bjarni minn, það er ekki okkar að kljást við þessa afneitun, við getum hins vegar notið þess að vera til, að sjá brosið, og að þora að tjá okkur.
Stundum ósammála, stundum ekki.
Brosum samt báðir af Hafnfirðingabröndurum, báðir sammála um smásálina sem hefur grafið um sig í Hafnarfirði, svo ég vitni í annan tvíbura minn; FH lagði til peninga, Haukar gerðu ekki neitt, fyrir utan að kvarta.
Og fengu svo allt sem FH byggði upp.
Það er bara svo, en höldum áfram að segja skoðanir okkar, stundum ósammála, stundum ekki.
Báðir gamlir og gráir, ekki verri fyrir það, en þar með á ekki að vera vík milli vina.
Við erum jú báðir gráir, í vöngum sem og hári.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2025 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning