17.2.2025 | 08:39
Frumvarp til landráða.
Það vakti mikla eftirtekt í byrjun þings síðastliðið haust að eina þingmál þáverandi utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar, var frumvarp um bókun 35, sem kveður á um forgang Evrópulöggjafar umfram íslensk lög.
Frumvarp, sem virtasti lagaprófessor landsins, Stefán Már Stefánsson, bendir á að sé beint brot á stjórnarskrá þjóðarinnar.
Virðingu sína hlaut Stefán Már þegar hann einn innlendra háskólamanna þorði gegn ægivaldi fjármagns og keyptra pótintáta Evrópusambandsins, þorði gegn ICEsave samningnum, og hafði að lokum sigur fyrir EFTA dómnum, lögfræði hans var rétt.
Lögfræði hins keypta leiguþýs var röng.
Niðurstaða Stefáns Más er eins afdráttarlaus og hægt er að ætlast til af fræðimanni í grein þar sem fjárhagslegir og aðrir hagsmunir dómara og dómsstóla vega allavega til jafns á við staðreyndir laga þegar dómar eru kveðnir upp.
"Stefán Már Stefánsson, prófessor emeritus í lögfræði, segir .. að frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 feli í sér talsverða breytingu á því hvernig EES-reglur hafa verið innleiddar í íslenskan landsrétt. Þær reglur myndu þar með fá svonefnd forgangsáhrif gagnvart öðrum íslenskum lögum, sem aftur gæti leitt til réttaróvissu. Stefán Már segir enn fremur að ef veita eigi lögum sem stafi frá erlendu réttarkerfi forgang í umtalsverðum mæli, kynni slíkt að fela í sér framsal löggjafarvaldsins, en það væri aftur andstætt 2. grein stjórnarskrárinnar."
Enda augljóst mál að stjórnarskrá sem leyfir slíkt valdaafsal, að erlent ríki eða erlent ríkjasamband setji lög sem eru æðri innlendum lögum, er ekki stjórnarskrá sjálfstæðs ríkis.
Og öll sjálfstæð ríki hafa í löggjöf sinni ákvæði um slíkan gjörning, og þau lög alls staðar í heiminum er kennd við landráð.
Líka hérna á Íslandi.
Það er því ljóst að ráðherra í þáverandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ætlaði að leggja fram frumvarp um bein landráð.
Sem og að þau landráð voru framin þegar núverandi utanríkisráðherra, ráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, lagði fram frumvarpið um bókun 35.
Það þarf ekki að rífast um þetta, stjórnarskráin er skýr hvað þetta varðar, við erum sjálfstæð þjóð.
Ennþá, allavega að nafninu til.
Það er ótrúleg árátta stjórnmálamanna að telja sig ekki þurfa að lúta lögum, lögin sem þeir setja séu fyrir alla aðra en þá sjálfa.
Man einhver eftir styrkjamálinu??, eða eru einhverjir nýir skandalar búnir að yfirtaka umræðuna??
Eða trjánum í Öskjuhlíðinni sem var leyft að ógna flugöryggi og enginn gerði neitt
Svo nýleg dæmi séu nefnd.
En að telja sig umkomna að þurfa ekki að lúta stjórnarskránni er eitthvað óeðli eða innanmein í stjórnsýslu þjóðarinnar, eitthvað svona á pari við þá félaga sem telja sig eiga Rússlöndin, það hvíta og það stóra.
Sem sjálfstæð þjóð á ekki að líða.
Og hefur til þess réttarkerfi, verkfæri þess, lögreglu og dómsstóla.
Núna reynir á ríkissaksóknara; ha ha.
Á dómsstóla; spurning.
Á almenning; Já.
Sem og fjölmiðla, blaðamenn og aðra.
Sá skuggi hvílir yfir frjálsum fjölmiðlum að þeir eru ekki frjálsari en það að þeir hafa þegið mútugreiðslur frá bandarísku þróunarstofnunni gegn ákveðnum fréttaflutningi.
Sambærilegar mútugreiðslur hafa verið afhjúpaðar úr sjóðum Evrópusambandsins, frelsið var sem sagt til sölu.
Og hvort það hafi verið selt á Íslandi á eftir að koma í ljós.
Lögin og stjórnarskráin eru skýr.
Virtur fræðimaður hefur kveðið upp sinn dóm; frumvarp um bókun 35 er bein landráð.
Og mun vera svo nema stjórnarskráin sé breytt að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Staðreyndir sem eru ekki umflúnar.
Sem ekki er hægt að rífast við.
Landráðafólk mun vissulega rífast við þessar staðreyndir, treysta á jákvæða umfjöllun mútuþega og eiturbyrlara í fjölmiðlastétt, sem og að pólitíski Rétttrúnaðurinn á skrifstofu Ríkissaksóknara grípi ekki inní.
Það mun bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins til að múlbinda þann flokk í samsekt.
Samspillingin, samsektin, á að tryggja að Alþingi samþykki að leggja sjálft sig niður sem löggjafarvald.
Og það treystir á að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands vinni það sér til vanhelgi að samþykkja landráðin.
Eftir standa sjálfstæðir dómsstólfar, sem eru kannski ekki svo sjálfstæðir.
Og þjóðin, sem er kannski ekki svo sjálfstæð heldur.
Fróðlegt að sjá hvað úr verður.
Hvort Fjallkonan lúti í gras.
Hvort hetjur ríði ennþá um héruð.
Kveðja að austan.
![]() |
Frumvarp gæti leitt til réttaróvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 227
- Sl. sólarhring: 1132
- Sl. viku: 4803
- Frá upphafi: 1422861
Annað
- Innlit í dag: 203
- Innlit sl. viku: 4233
- Gestir í dag: 199
- IP-tölur í dag: 198
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu bestu þakkir fyrir þennan pistil, meistari Ómar.
Maður á erfitt með að skilja hversu forhert íslensk valdastétt er orðin í lydduhætti sínum, hvað forsmánun íslensku Stjórnarskrárinnar varðar og jafnframt í lævíslegum svikum sjálfskammtandi valdastéttarinnar við lýðræðislegan grundvöll þjóðarinnar, sjálfstæði hennar til að ráða sér og landi og miðum með eigin lögum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.2.2025 kl. 11:52
Já Pétur Örn, það er margt sem bendir til að nú þurfi gamlir menn að hökta uppí Þjóðminjasafn og sækja þar gömlu framhlaðningana sem voru notaðir í ICEsave stríðinu, þar sem í upphafi voru fáir gegn elítunni því sem næst öll var í vasa útrásarvíkinganna.
Þá skrifaði Stefán Már ásamt Lárusi Blöndal grein í Morgunblaðið þar sem ráðamönnum var bent á að Ísland hefði uppfyllt tilskipun ESB um innistæðutryggingar á fullkomlega löglegan hátt, þann hátt sem ESB sjálft lagði til. Krafa breta og Hollendinga væri því bein fjárkúgun, tilraun til þjófnaðar.
Þeim félögum var ekki vandaðar kveðjurnar af leiguþýi Evrópusambandsins, kallaðir sveitalögfræðingar af til dæmis Össuri Skarphéðinssyni.
Það var ekki fyrr en Sigurður heitinn Líndal ljáði orðum þeirra vigt með svipuðu sjónarmiðum, að greinar þeirra fengu einhverja umfjöllun, til dæmis hér í Morgunblaðinu, svo kom Nei-ið hans Ólafs og síðan stóra Nei þjóðarinnar og síðan það litla.
Svo kom dómurinn sem staðfesti að það giltu lög í Evrópu, ekki hagsmunir.
Þess vegna á strax að láta reyna á þetta frumvarp fyrir dómstólum, og ef það verður samþykkt, þá ber þeim þingmönnum sem eru á móti á þeim forsendum að frumvarpið sé landráð, að yfirgefa þingsal, erlent ríkjabandalag hafi yfirtekið löggjafarvald þjóðarinnar og þeim er þá ekki stætt að starfa áfram sem þingmenn þjóðarinnar sem hafa svarið stjórnarskránni eið.
Sitji þeir hins vegar áfram þá er Nei-ið aðeins sýndarmennskan ein.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2025 kl. 13:26
Frumvarp um bókun 35 kveður ekki á um forgang Evrópulöggjafar umfram íslensk lög. Frumvarp um bókun 35 kveður á um að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum sem hafa verið innleiddar í lög á Íslandi, gerðar að Íslenskum lögum af Alþingi og Forseta eins og 2.grein Stjórnarskrárinnar kveður á um, fái svonefnd forgangsáhrif gagnvart öðrum íslenskum lögum mæli Alþingi ekki fyrir um annað. Ein Íslensk lög með forgang gagnvart öðrum Íslenskum lögum eftir því sem Alþingi ákveður. En það er ekki óalgengt.
Landráð er vel skilgreint í lögum og sú skilgreining er önnur en það sem þú ímyndar þér vera landráð. Frá hruni, ef ekki lengur, hafa nær öll upphróp um landráð verið því marki brennd að eiga ekkert skylt við landráð. Sem er allt í lagi. Það er ekkert verra að sjá strax hverjir vita eitthvað um það sem þeir tala um og hverjir stjórnast af pólitískum eldmóði og telja sig ekki þurfa að vita neitt.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35). Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.
Vagn (IP-tala skráð) 17.2.2025 kl. 19:35
Góðan daginn Vagn minn.
Ræddu þetta um bókun 35 við Stefán Má, þú finnur símanúmerið hans í símaskránni, og þetta með landráðin við stjórnarskrána, þú gætir kannski breytt henni í leiðinni, það er ef þú og stjórnarskráin telji það ótækt að hafa kafla um landráð í henni.
Á meðan láttu raunveruleikann í friði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2025 kl. 07:15
Það er ekki orð um landráð í stjórnarskránni. Þú ættir kannski að lesa hana og það sem lögin segja um landráð. Það ætti að vera aðgengilegt með smá lægni þarna í afdölum ævintýraheims.
Vagn (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 08:22
Hvað segir þú Vagn, kannaðist stjórnarskráin ekkert við landráð þegar þú spjallaðir við hana. Jæja, það er kannski eitthvað til í því, þeir sem sömdu hana höfðu ekki ímyndunarafl til að ætla komandi kynslóðum að vilja afsala þjóðinni sjálfstæði sínu eða löggjafaravaldi.
Spjallaðu þá við hegningarlögin, það ætti að vera auðvelt fyrir ykkur rafeindirnar, hægagangur dauðlegra sjón og heilafruma flækist ekkert fyrir ykkur.
Láttu mig svo vita um niðurstöðuna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2025 kl. 08:37
Eins og ég sagði; Landráð er vel skilgreint í lögum og sú skilgreining er önnur en það sem þú ímyndar þér vera landráð. Frá hruni, ef ekki lengur, hafa nær öll upphróp um landráð verið því marki brennd að eiga ekkert skylt við landráð. Sem er allt í lagi. Það er ekkert verra að sjá strax hverjir vita eitthvað um það sem þeir tala um og hverjir stjórnast af pólitískum eldmóði og telja sig ekki þurfa að vita neitt.
Vagn (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 09:28
Blessaður Vagn minn.
Ég benti þér á að spjalla við hegningarlögin, ekki að taka eintal við þau.
Þá getur þú alveg eins talað við sjálfan þig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2025 kl. 09:49
Spjallaði við þau, en gat ekki með nokkru móti fengið þau til að sjá landráð þar sem þú sérð landráð. Það hljóta að vera einhver önnur og persónulegri lög sem þú lest þarna í afdölum ævintýraheims.
Vagn (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 11:34
Ja Vagn minn góður, ég held að það spjall þitt sé svona frekar afhjúpandi fyrir þróun íslensku gervigreindarinnar, eða réttara sagt vanþróun.
Þú ert sem sagt að reyna telja mér í trú um að hegningarlögin hafi tjáð þér að ef Quisling hefði verið íslenskur, að þá hafi hann verið afhengdur, rykið dustað af síðfrakka hans og hann beðinn afsökunar á öllum sínum kárínum. Síðan beðinn að finna sér nýtt ríki til að vinna fyrir, til dæmis Evrópusambandið.
Ég skal ekki rengja þig félagi Vagn, en það hvarflar að mér að hegningarlögin hafi verið að stríða þér.
En þau verða að svara fyrir það, ekki get ég talað við þau, enda aðeins dauðlegur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2025 kl. 12:52
Það að vera dauðlegur ætti ekki að hefta lesfærni svona illilega. Og það er nokkuð langt síðan við fórum að Norskum lögum.
Vagn (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 13:02
Góður reyndar þessi með norsku lögin Vagn, en það er þín lesfærni en ekki mín sem er undir.
Hallast enn að því að hegningarlögin hafi verið að stríða þér.
En því getum við dauðlegir vissulega ekki svarað, enda ekki beintengdir heimi rafeindanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2025 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning