14.2.2025 | 16:01
Bílar fólks verða óökufærir á vegunum.
Er haft eftir bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar.
Ef það er til betri lýsing á fjórða-heimsríki þá er það þessi staðhæfing trúnaðarmanns almennings fyrir vestan, þar sem hryðjuverk vegagerðarinnar í nafni umhverfisverndar, bitna einna harðast á almenning.
En sem hluti af samfélagi þar sem raunveruleikinn, staðreyndir lífsins hafa fyrir löngu lútið í gras fyrir almennu kjaftæði Rétthugsunarinnar, sem á útlensku er kennt við Vók, þá skortir bæjarstjóranum kjarkinn sem hinn venjulegi hefur, og ég vitnaði í síðasta pistli mínu;
"Það er eitthvað mjög sérstakt í gangi í þessum fræðum hjá Vegagerðinni. Það er ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við veðráttu og að efni sem áður voru í notkun white spirit séu ekki lengur í notkun. Það séu lífræn efni sem eru notuð núna í þessar klæðningar. Þetta veldur stórtjóni á stóru bílunum og eiginlega öllum bílum".
En gat engu að síður ekki þagað, orð sem segja eiginlega allt þegar haft er í huga að við lifum í samfélagi þar sem rugl og blaður, almenn vanhæfni og óskilvirkni er norm, ekki fáheyrð undantekning.
"Og það er alveg athugunarefni af hverju það er að gerast".
Já, það má alveg fara að spá í það, er það ekki???
Þessa athugasemd fékk ég við fyrri pistil minn þar sem ég spáði í af hverju er fólk út á landi yfir höfuð að hafa fyrir því að kjósa sér þingmenn, um leið og þeir eru komnir suður þá hverfa þeir í ginningargap forheimskunnar, dansa með vitleysunni sem ógnar tilveru okkar í stað þess að taka hana glímutökum af fornum sið afreksmanna og hetja sem einu sinni riðu um grundu.
"Keyrði nýja veginn um Teigskóg í fyrra og leið eins og væri á gömlum vegi sem var illa viðhaldið, svo margar voru holurnar. ".
Já nýi vegurinn var eins og eldgamall vegur, illa viðhaldið, sem stemmir alveg, þegar hann var nokkra vikna gamall þá þoldi hann ekki umferð gangandi vegfaranda á gönguskóm.
Það sama gildir um nýju klæðninguna sem lögð var á stóran hluta Öxnadalsheiði, ég keyrði hana nýlagða, og sá strax hvað hún var hál vegna matarolíunnar sem leitaði uppá yfirborðið. Ári seinna birti Rúv frétt um erlendan hjólreiðamann sem spændi upp þessa nýlögðu klæðningu á reiðhjóli sínu.
Og hann spurði hvort það væri ekki allt í lagi með okkur.
Hvernig er hægt að verða svona samdauna fávisku og forheimsku??
Að við Íslendingar séum eina þjóðin í heiminum sem getur ekki lagt nýja vegi, eða endurnýjað klæðningu á þeim eldri, án þess að þeir séu ónothæfir rétt á eftir??
Og ef matarolían þó heldur bindingunni, að þá eru þeir slepjuleg olíudrulla, hættulega hálir í bleytu, bílar okkar tjörusvartir á eftir.
Eru hvergi hitabreytingar annars staðar í heiminum nema á Íslandi??
Og afhverju skiptu þessar hitabreytingar ekki máli á árum áður, við sem eldri erum munum alveg eftir því að nýir vegir með nýlagðri klæðningu voru nýir vegir, samgöngubót, sem þoldi bæði bíla, reiðhjól og gönguskó.
Hvaða úrkynjun mannlegrar hugsunar er að afneita þeim staðreyndum??
Þetta er ekki fyrsti pistillinn sem ég skrifa um þessi ónýta vegi Rétthugsunarinnar.
Fyrir nokkrum árum fékk ég athugasemd sem mér þótti fyndin í kaldhæðni sinni. En sá sem hana sendi benti mér á að hann hefði nýverið á ferð um fjalllendi Ítalíu, og þar hefðu heimamenn sums staðar ennþá notað vegi sem hinir fornu Rómverjar lögðu fyrir um 2.000 árum síðan.
Og það sæist varla á þeim.
Eitthvað hefur greinlega farið úrskeiðis í verkkunnáttu síðan, allavega hér á Íslandi.
Það er umhugsunarefni.
Það umhugsunarefni að þetta snýst ekki um tækni, heldur hugarfar.
Hugarfar þeirra sem leggja vegina.
Og hugarfar þeirra sem kaupa vegina.
Kaupi menn ónýta vegi þá hljóta þeir að vera sáttir við þá.
Spurningin er hins vegar; Af hverju erum við sátt??
Við ónýta vegi Rétttrúnaðarins, við skemmdir á bílum okkar, við vanhæfa þingmenn sem gæta ekki hagsmuna okkar.
En ég segi bara eins og blaðamaðurinn sagði í annarri frétt hér á Mbl.is.
Jens, ertu að fara í varaformanninn??!!!
Firring sem segir allt sem segja þarf.
Kveðja að austan.
![]() |
Stórhættulegir vegir og fólk búið að fá nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 596
- Sl. sólarhring: 697
- Sl. viku: 5172
- Frá upphafi: 1423230
Annað
- Innlit í dag: 535
- Innlit sl. viku: 4565
- Gestir í dag: 498
- IP-tölur í dag: 483
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kellingarnar, Ómar, -kellingarnar, það er búið að kellingavæða þetta allt saman.
Kveðja að ofan.
Magnús Sigurðsson, 14.2.2025 kl. 16:26
Blessaður Magnús.
Ég var einu sinni, fyrir svona 2 árum eða svo, langt kominn með pistil í höfði mínum, og geymdi hann svo lengi í öruggri geymslu bak við eyrað, sem bar vinnuheitið; "Öld kellingarinnar".
Öld sem hófst með voðaverkum Breivík þar sem hann myrti tugi ungmenna í beinni útsendingu sjónvarpsmanna sem sveimuðu yfir í þyrlum. Engum datt í hug að nýta þessar þyrlur til að senda vopnaða lögreglumenn á svæðið, eða þá bara vopnaða heimamenn, herta af lífsbaráttu veiða, hvort sem það var fiskveiða eða skotveiða.
Protakolið eða verklagsreglurnar bannaði það.
Hinn rétti vinnugangur var víst að vopnuð sérsveit, sérþjálfuð til að takast á við hryðjuverk, átti að koma frá Ósló. Og verklagsreglurnar sögðu, að fyrst að Útey, væri eyja líkt og nafnið gæfi til kynna, þá yrðu sérsveitin að koma á bátum, annað væri brot á verklagi, og þeir sem ábyrgðina bæru á slíkri ósvinnu, gætu verið kærðir eða hlotið stöðu sakbornings, líkt og nýleg dæmi hér frá Íslandi.
Og hver vill fá kæru fyrir brot á réttum verklagsreglum, því voru þyrlur ekki notaðar til að flytja vopnaða menn til Úteyjar til að stöðva drápin. Meinið var síðan að bátur sérsveitarinnar var bilaður, og það tók víst einhvern tíma að útvega nýjan bát, á meðan drap Breivík ungt fólk í hrönnum í beinni útsendingu.
Svo firrtir voru þeir sem horfðu á að það hvarflaði ekki að neinum þeirra að grípa inní, það var jú ekki samkvæmt verklagsreglum.
Tugir dóu vegna þessarar firringar forheimskunnar, þessarar úrkynjunar sem hafði grafið um sig í stjórnkerfi Noregs. Það er aukaatriði málsins að lögreglustjóri Óslóar var kona, aðalatriðið var að hún var skrifræðisskrímsli úr ranni lögfræðingastéttarinnar, könnumst við ekki við eitthvað svoleiðis í Íslandi í dag??
Og ég ætlaði að taka það fram að flestar kellingar sem ég þekkti voru með typpi, en það kom aldrei tækifæri eða aðstæður að ég treysti mér í pistlaröð um þessa hugsun og kenningu.
En fyrst að þú segir það Magnús; Já, við lifum Öld kellingarinnar.
Tímanna tákn er fávitatalið í beinni útsendingu þegar ábyrgðarkona Græna skrímslisins við Álfabakka sagði að hún og stöllur hennar ætluðu að taka til eftir strákana.
Firringin er slík að fólk gleypir við svona tali.
En ég segi nú samt eins og fréttamaðurinn; Jens, ætlar þú í varaformanninn.
Kveðja að neðan úr áttleysunni.
Ómar Geirsson, 14.2.2025 kl. 16:53
Kellingar eru kellingar þó þær séu með typpi það er víst ábyggilegt.
Varðandi Úreyjuna, þá man ég þennan föstudag rétt eins og hann hafi verið í gær, fyrsta sumarið mitt í Noregi, -og drungann þessa júlí helgi á 69°N, varla sást hræða á ferli í sumarblíðunni mörgum breiddargráðum norðan við Útey.
Og við skulum ekki sleppa því að minnast ungmennanna sem var bjargað úr sjónum við Útey, -þeim var bjargað af sumarbústaðaeigendum sem áttu báta í nágreninu, og hundsuðu tilmæli lögreglu og verklagsreglur.
Norskum vinnufélaga mínum fannst þó merkilegast, varðandi allar verklagreglurnar, að í sjónvarpi hefði mátt sjá Breivik dubbaðan upp í björgunarvesti þegar hann var fluttur sjóleiðis í land úr Útey, -svona til öryggis.
Já kellingar eru og verða kellingar hvort sem þær eru með typpi eða ekki, -og við súpum seyðið af því hvort sem það er eldað upp úr matarolíu eða biki.
Kveðja úr rökkrinu í efra.
Magnús Sigurðsson, 14.2.2025 kl. 18:12
Hef nú svosem ekkert verið að athuga það hvort þær kellingar sem ég umgengst séu með typpi eða eitthvað annað. Yrði bara ávísun á disaster ef maður færi að gerast of fjölþreifin.
En allar þessar holur í malbiki og blæðingar!! Hvaðan kemur þessi fjandi? Í mínu ungdæmi þekktust ekki svon fyrirbrigði Þvottabretti og holur í malarvegum voru frekar reglan en undantekning, en götótt malbik, WTF.
Bjarni (IP-tala skráð) 15.2.2025 kl. 10:28
Blessaður Magnús, og takk fyrir að fylla inní þá mynd sem ég reyndi að teikna upp; "ungmennanna sem var bjargað úr sjónum við Útey, -þeim var bjargað af sumarbústaðaeigendum sem áttu báta í nágreninu, og hundsuðu tilmæli lögreglu og verklagsreglur."
Það er sök sér að vera orðinn svo gamall og skrýtin að muna eftir heilbrigðri skynsemi, og eitthvað sem við kölluðum að vera maður. Það bætir samt sökin að vera ekki einn um það.
Það vantar fjármuni sagði dýralæknirinn sem hinn dýralæknirinn skipað sem forstjóra Vegagerðarinnar. Nýi vegurinn yfir Hólmahálsinn var ekki lagður af vanefnum, og hann var nýr, enda nýlagður í vegastæði sem elti ekki hestaslóðir fortíðarinnar.
Nýlagður var eina svar þáverandi forstjóra Vegagerðarinnar, sem reyndar var ekki dýralæknir, þegar notendur vegarins fóru að kvarta yfir matarolíunni. Matarolían er svo umhverfisvæn sagði verkfræðingurinn, sem státaði sig af þeirri nýung sinni að skipta út árþúsunda reynslu verkmenningarinnar að leggja bik á vegi; svo er hún innlend framleiðsla og vísaði í repjuolíuakra KS.
Loks þegar Rúv-Aust sýndi myndir af drullunni var það viðurkennt að fyrir "mistök", eins og viljaverk væri mistök, þá hefði gleymst að setja bindingu í bikið. Nýr vegur lagður, vissulega hélt hann umferð, en sóðaði ökutæki út í eitt. En þetta var í gamla daga, í árdaga hinnar nýju umhverfisvænu matarolíuefna Vegagerðarinnar, svo taka 2 þoldi bæði gönguskó og reiðhjól.
Höldum því til haga, hin nýlagða klæðning í annað sinn þoldi þó bæði hjólandi sem og gangandi vegfarendur.
Í dag er nautheimskan slík að blaðamenn kaupa skýringar dýralæknisins sem dýralæknirinn skipaði, allt mannlegt vit, öll mannleg skynsemi víðsfjarri.
Og já Magnús, ég veit hvað þú hugsaði þegar þú last orð mín hér að ofan.
Naut eru ekki heimsk, ég á að geta tjáð mig um afmennsku Homo Sapiens án þess að vega að nautum.
En þetta er málið sem ég ólst upp við, það var ekki alltaf rökrétt.
Ég kýs samt, ef ég þarf að velja, mat úr biki og matarolíu en vegi úr biki og matarolíu.
Ég get þó sagt Nei-takk við matnum, en ég sit upp með matarolíuvegina.
Kveðja engu að síður úr logninu að neðan.
Ómar Geirsson, 15.2.2025 kl. 15:35
Blessaður Bjarni.
Þessi skilgreining er huglæg, og vissulegs kölluðu við strákarnir margar vígreifu eldri konurnar í minni heimabyggð kellingar, konur marghertar af því að sjá um heimili og börn á meðan karlinn var á vertíð eða fjarverandi á togurum, sjálfar oft vinnandi langan vinnudag í frystihúsin, en fyrir okkar litla líf hefðum við aldrei þorað að nota það orð í návist þeirra. Nógu hræddur var maður samt við þær, en þusandi karlar voru hins vegar aðeins skemmtiefni.
En Bjarni minn, þú hefur fyrr afhjúpað þig, ert FH-ingur, þekkir því aðeins matarolíu Rétttrúnaðarins af afspurn, þó ég efi ekki að mamma þín og pabbi hafi farið með þig 2-3 í tjaldútilegur í den, þegar vegir voru þvottabretti og holur í malarvegum.
Við Magnús ólumst hins vegar upp við þessa vegi, og við munum, því við reyndum það á eigin skinni, hvílík framför klæðningin, möl blönduð biki, var í vegum landsbyggðarinnar.
Vissulega komu hitar og þá blæddi, en vegirnir sátu samt ekki fastir á dekkjum okkar, og vegirnir entust.
Við munum líka þá tíð að þegar sparað var endurnýjunin klæðningarinnar, og aðeins sett möl með biki í hjólför, að þá voru þau hjólför örugg, þau héldu bílnum stöðugum, maður þurfti ekki að óttast viðgerðina, hún var til bóta en ekki skaða.
Í dag, í rigningu og lélegu skyggni, þá forðast maður slíkar bætur, þær eru svo hálar, hættan á að skauta sækir alltaf að manni, enda lærði maður að keyra þegar hálka var hálka, og þú passaðir þig á henni.
En Bjarni minn, áður en þú setur í brýrnar; hugsar að enn einu sinni er hann að snúa út úr, þá skildi ég þig alveg, bæði í andmælum mínum hér, sem og að ofan, þá er ég aðeins að hnykkja á, þökk sé athugasemdarkerfinu að gefa mér tækifæri til þess.
Tökum svo ofan fyrir öllum þessum sterku konum sem hafa haldið saman samfélagi okkar í gegnum tíðina, í gegnum aldirnar, án þeirra væri ekki byggð á Íslandi í dag.
Allavega ekki Íslendinga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2025 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning