14.2.2025 | 07:48
Til hvers kýs fólk á landsbyggðinni þingmenn??
Til að gæta hagsmuna sinna??
Eða til þess að blaðra??
Um allt og ekkert, án innihalds og tilgangs.
Það er vegið að landsbyggðinni, alvarlegra nú en oftast áður.
Vanvit kemst upp með að þrengja að Reykjavíkurflugvell þannig að hann gegnir vart lengur hlutverki sínu, trén í Öskjuhlíðinni eru aðeins síðasti kaleikurinn í þeim beiska bikar.
Og loftslagstrúarbrögðin komast upp með sóa fjármunum almennings með því að leggja ónýt efni á nýja vegi þjóðarinnar.
Með þekktum afleiðingum, nýju vegirnir eru hálfónýtir þegar þeir eru teknir í notkun, endast svo ekkert.
Hvað þarf að segja þessa staðreynd oft, þú blandar ekki matvælum við bik, það er engin binding í repjuolíunni.
Hvað er á milli eyrnanna á fólkinu sem framkvæmdir þessa vitleysu, og heldur að það sé umhverfisvænt og hvað er á milli eyrnanna á fólki sem líður þessa vitleysu??
Morgunblaðið má eiga að það vitnar þó í orð venjulegs manns, lætur sér ekki duga að hringja í skaðvaldinn og fá sama staðlaða svarið; Nei, það er ekkert að vinnubrögðum okkar, og við erum svo umhverfisvæn.
Og þessi orð hins venjulega segja allt; "Það er eitthvað mjög sérstakt í gangi í þessum fræðum hjá Vegagerðinni. Það er ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við veðráttu og að efni sem áður voru í notkun white spirit séu ekki lengur í notkun. Það séu lífræn efni sem eru notuð núna í þessar klæðningar. Þetta veldur stórtjóni á stóru bílunum og eiginlega öllum bílum".
Þessi vinnubrögð vegagerðarinnar eru hryðjuverk gagnvart íbúum landsbyggðarinnar og þar með verðmætasköpun þjóðarinnar.
Það er þetta sem hryðjuverkamenn gera; eyðileggja innviði, valda tjóni, trufla samgöngur.
Og þingmenn okkar þegja, eins og hræddar kanínur, skjálfandi á beinunum af ótta við að gáfumennin fyrir sunnan hlæi að þeim, bendandi á þau og segi; hvílíkir sveitamenn, vilja hafa samgöngur í lagi.
Aðförin að flugvellinum okkar, aðför loftslagstrúarbragðanna að vegakerfi okkar.
Það eru ekki brýnni mál sem snerta hagsmuni landsbyggðarinnar, varðandi búsetu og öryggi.
Og menn þegja.
Steinþegja.
Nema jú það á víst að ræða trjágróðurinn í Öskjuhlíðinni á næsta nefndarfundi einhverjar nefndar.
Liðleskjur.
Kveðja að austan.
![]() |
Við komum ekki aflanum í burtu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 11
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 3399
- Frá upphafi: 1438562
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2738
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getur verið að dýralæknaskírteinið sé ad þvælast fyrir vegamálastjóra...??
Sigurður Kristján Hjaltested, 14.2.2025 kl. 08:15
Blessaður Sigurður.
Það má vera, en vandinn er miklu eldri en það en að dýralæknaskírteini sé skýring, það er því hryðjuverki að blanda matvælum við bikið.
Og ábyrgðin er þingsins, sem samþykkir fjárframlög í verk sem eru unnin ónýt.
Sem og á skollaeyrunum, að hlusta ekki á fólk sem glímir við ónýta vegi á hverjum degi.
Ég er samt ekki viss um að þetta fólk myndi þegja ef klístrandi kaldri malbiksdrullu yrði mökuð á dekk og undirvagna bíla við Alþingi, eða það sæist ekki í lakkið fyrir tjörudrullu.
Liðleskjur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2025 kl. 08:42
Keyrði nýja veginn um Teigskóg í fyrra og leið eins og væri á gömlum vegi sem var illa viðhaldið, svo margar voru holurnar. Nýjir vegir út frá höfuðborgasvæðinu og megnið að norðurleiðinni austur er sleppur en að keyra suðurland er bara krossa sig og vona verði gott veður.
Matur og malbik eiga ekki samleið.
Rúnar Már Bragason, 14.2.2025 kl. 10:16
Það er þetta með upplýsingar og gagnaöflun
Kryddpíurnar segjast nú vera afla gagna um stöðu Borgarinnar þó eru þær hluti af 23 starfandi borgarfulltrúum og hafa haft launaða varamenn og aðstoðarmenn meðal annars í formi 10 upplýsingafulltrúa/samskiptastjóra sem þiggja laun hjá Borginni
Svipað virðist vera upp á teningunum hjá Alþingi því það hafa undanfarið birst fjöldi frétta um að þessi og hinn hafi verið ráðin sem aðstoðarmaður fyrir hinn og þennan á Alþingi. Það eru 63 alþingismenn svo þetta er örugglega orðið yfir 100 manns sem hægt er að vísa erindum um holufyllingu á vegum landsins til - og þeir vísa hver á annan líkt og Bakkabræður forðum
Grímur Kjartansson, 14.2.2025 kl. 10:30
Takk fyrir innlit og athugasemdir félagar.
Það er rétt, matur og malbik er hvorki matur eða klæðning á vegi, og Grímur, kannski er þetta skýring á firringu nútímastjórnmálamannsins, það eru of margir í kringum þá, þeir hafa ekki lengur tötstið fyrir lífi og kjörum okkar venjulegu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2025 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning