2.2.2025 | 09:45
Stríðið sem aldrei átti að verða.
Og átti fyrir löngu að vera búið að enda með vopnahléi, er loksins að renna sitt skeið á enda.
Að því virðist, gíslum er sleppt, fangar látnir lausir.
Eftir standa spurningarnar; Af hverju??? Til hvers??
Hvað gekk Hamas til með voðaverkum sínum??
Þetta var ekki stríð eða hernaðaraðgerð á nokkurn hátt.
Eina sambærilegt í hinum siðmenntaða heimi eru voðaverk Ríki Íslams í Írak og Sýrlandi.
Önnur hryðjuverkasamtök Íslamista, hvort sem það er Al Kaida, Heilagt stríð eða hvað sem þessi lýður kennir sig við, hafa ekki svona voðaverk á ferliskrá sinni.
Oft er talað um Hizbollah í sömu andrá og Hamas, og þá líklega vegna þess að bæði samtökin njóta stuðnings Írana.
En þegar árásir Hizbollah á Ísrael eða ísraelska herinn í Líbanon, eru skoðaðar þá hafa þær alltaf yfirbragð hernaðarárása, tilgangurinn er að ráðast á hermenn eða hernaðarmannvirki. Auðvita geta óbreyttir borgarar fallið í slíkum árásum, en dráp þeirra er ekki markmiðið sem slíkt. Hvað þá að þeir séu sértaklega teknir fyrir og drepnir á hinn hroðalegasta hátt.
Flugskeytaárásir Hisbollah yfir landamærin á Ísrael höfðu hernaðarlegan tilgang, og svo þegar Ísraelar réðust á víg samtakanna í Líbanon, og samtökin sáu að þau gátu ekki staðist árásir ísraelska hersins, þá sömdu þau um vopnahlé.
Mannfall óbreyttra borgara í stríðsátökum var ekki tæki í áróðursstríði þeirra.
Hamas verður að svara þessum spurningum; Af hverju?, til hvers?, áður en alþjóðlega samfélagið, lesist Vesturlönd, setur fjármuni í endurbyggingu Gasa.
Annars geta menn bara kveikt í peningunum strax, eða það sem er táknrænna, fengið einhverja sprengjusveit til að sprengja þá í loft upp eins og tundurduflin sem reka á fjörur.
Samtökin hafa þjást, misst þúsundir liðsmanna en þegar myndir birtust af sigurhrósandi liðsmönnum samtakanna á montútifundi í Gasa borg þegar þeir ætluðu að gera einhverja gripasýningu úr frelsun 4 ísraelskra herkvenna 4 female soldiers return to Israel, þá er ljóst að samtökin hafa ekkert lært.
Sláandi er montið þegar horft er á myndir af rjúkandi rústum Gasa strandarinnar eða hugsað til allra mannfórnanna sem samtökin bera ábyrgð á.
Bæði í Ísrael sem og hjá sinni eigin þjóð.
Af hverju??
Til hvers??
Jafnvel vitfirringar vissu að voðaverkin myndu framkalla heiftarviðbrögð Ísraela, og samtökin yrðu skoruð á hólm, og jafnvel vitfirringar vissu að í þeim átökum ætti Hamas ekki möguleika, sama hvað margar holur þeir höfðu grafið til að fela sig í.
Nema að vitfirringin hafi verið þess eðlis að veðjað var á að holurnar héldu nógu lengi til að ríkisstjórn Ísraels neyddist til að semja um vopnahlé, vegna þrýstings inna og utanlands.
Ef svo er þá gekk sú taktík eftir.
En þá verður maður aftur að spyrja.
Til hvers??
Af hverju??
Jafnvel sá vitfirrtasti hefur ástæður að baki gjörðum sínum.
Þessu verður Hamas að svara.
Alveg eins og Góða fólkið verður að svara af hverju það tók stöðu með Hamas gegn íbúum Gasa.
Dró þannig þjáningar á langinn í stað þess að krefja Hamas frá fyrsta degi að leggja niður vopn sín og sleppa gíslum sínum.
Stjórnmálafólk úr röðum Góða fólksins verður að svara af hverju það tók stöðu með rangri ákvörðun Alþjóða glæpadómsstólsins sem tók stöðu með Hamas og gíslatöku samtakanna.
Ákvörðun sem aðeins afhjúpaði múslimavæðingu Evrópu og ítök olíuauðsins við Persaflóa í samtökum Sameinuðu þjóðanna.
Það sama gildir um Amnesty og fleiri samtök sem tóku stöðu með Hamas gegn íbúum Gasa.
Af hverju var ekki hægt að krefja Hamas um að sleppa gíslum og hætta að berjast sem og fela sig innan um óbreytta borgara.
Af hverju fordæmdu þessi samtök ekki Hamasliða fyrir að vera fyrstir að mæta á svæðið þegar einhver skiki var lýstur öruggur af ísraelska hernum??
Hamas hefur þó tilgang með gjörðum sínum sem er að útrýma 9 milljón manna nágranna þjóð sinni.
En hver er tilgangur meintra atvinnugóðmenna að styðja slíkt morðæði, og hjálpa til við þetta viðbjóðslega markmið?
Til dæmis á þann hátt að reyna ekkert til að stöðva þjáningar íbúa Gasa.
Nei þetta stríð átti aldrei að verða og það átti fyrir löngu að vera búið að stöðva það.
Á því seinna bar ríkisstjórn Bidens mikla ábyrgð, þegar ljóst var að komin var pattstaða á Gasa, hvorugur gat útrýmt hinum, þá átti hún að knýja Ísraelsmenn til að semja um vopnahlé, ekki láta öfgamennina komast upp með að halda áfram þessum tilgangslausum drápum og eyðileggingu.
Eftir stendur lærdómurinn.
Vonandi verður hann einhver.
Því miður óttast ég að svo verði ekki.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 1440117
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og svo oft áður ertu ekki með söguna á hreinu. Hefur þú kynnt þér Sabra og Shatila 1982?
Bjarni (IP-tala skráð) 2.2.2025 kl. 12:13
Blessaður Bjarni minn, það mætti ætla að þú vildir forða mér frá þeim innri sársauka að horfa á mína menn í United spila núna eftir, en þó ég sjái ekki alveg samhengið, við skrif mín, þá já, ég er svo gamall að ég var lifandi 1982, og þá lásu allir Moggann og horfðu á fréttir á Rúv.
Eftir því sem ég best man þá kom Hizbollah ekki nálægt þeim fjöldamorðum svo ég ætla að standa við þá fullyrðingu mína að hernaður Hizbollah ólíkt Hamas og Ríki Íslams, tengist hernaðarlegum markmiðum, en ekki sem slíkum viðbjóðslegum drápum og morðum á óbreyttum borgurum.
En ef þú veist betur, láttu mig þá endilega vita. Ég kíki samt ekki á það fyrr en um seint og síður, því eftir að sjálfspíningunni líkur ætla ég inní afdali til að horfa á Arsenal-City, með miklum Arsenal manni, það verður gaman.
Svo er það bara amstur dagsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.2.2025 kl. 13:58
Júnætet maður, skýrir hvers vegna þú ert alla jafnan afundin og þversum. Þú ert velkominn í FulHam fjölskylduna. Engar væntigar = engin vonbrigði. Hvít treyja og svartar brækur og þú ert kominn í FH og FulHam fjölskylduna. Hlýtur að vera eitthvað félag þarna í a-evrópu sem þú getur tengt við. FH till æ dæ.
Kevðja úr Kaplakrika
Bjarni (IP-tala skráð) 2.2.2025 kl. 14:55
Hversu sterka hugsjón þyrftum við íslendingar að hafa til að hefja vopnaða baráttu líkt og t.d. VietCong
Svo er það spurning hvaðan kemur fjármagnið til að kaupa vopn og "kenna" ungviðinu nægt hatur til að drepa
Langflestar þjóðir heims hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær hafi verið að ala nörðu við brjóst sér með fjárframlögum til UNRWA og hafa nú loks skrúfað fyrir þennan sjálfvirka leka úr ríkissjóði á skattfé almennings til öfgasamtaka
Grímur Kjartansson, 2.2.2025 kl. 16:34
Blessaður Bjarni.
Það eru tilfinningar, jafnt gleði og sorg, harmur sem hamingja, sem upphefja mann frá vananum, frá hinu daglega amstri til skýanna.
En þetta eru ekki vonbrigði, þetta er sársauki, ásamt djúpum leiðindum frá því í haust.
KFA er mitt félag, það ól upp strákana mína og ennþá spilar annar þeirra með félaginu, hinn þurfti að hætta því hann var alltaf að hrista í sér heilann.
Ég mæti á alla leiki sem ég kemst á, upplifi þar bæði gleðina og sorgina, vonbrigðin sem og ánægjuna, sérstaklega þá ánægju að sjá polla sem maður hefur fylgst með frá unga aldri, fá tækifæri, og verða æ stærri hluti af liðinu.
En það er þessi fjandans skólaganga sem sýgur allt suður, þess vegna er svo erfitt að halda úti liði heimamanna á landsbyggðinni, svo er ferðakostnaðurinn allt að drepa.
Er samt á meðan það er, og vonandi fatta hinir ferköntuðu bæjarfulltrúar ykkar Hafnfirðinga mikilvægi FH fyrir samfélagið áður en það er um seinan.
Hvílíkar smásálir.
Kveðja að austan.
Ps. Arsenal bætti aðeins gleðistigið, reyndar svo að í heildina var dagurinn góður.
Ómar Geirsson, 2.2.2025 kl. 18:50
Blessaður Grímur.
Spurning þín er fljótsvöruð, við höfum hvorki þá hugsjón eða ástríðu, enda er íslensk þjóð og íslensk tunga að hverfa í hagsjó minninganna, á innan við 20 árum eða svo.
Varðandi UNRWA, þá blasir við ábyrgð þeirra á núverandi ástandi. Og það er fyrsta hugsun þegar maður horfir á fréttina sem ég linka á hér að ofan, hvaðan koma þessi vopn?, hvaðan kom þessi matur?, sem hélt þessum vígamönnum feitum og pattaralegum á meðan fólkið þeirra leið ómældar þjáningar og á köflum hungur.
Það er auðvelt að nýta tekjurnar til að vopnvæðast á meðan aðrir sjá um að fæða og klæða þjóðina.
Pistill minn er um ábyrgð, hina raunverulegu ábyrgð á hörmungum íbúa GASA.
Skrifaður til að fara út í cosmóið, svo ég allavega viti að ég gerði mitt, það sem ég gat.
Það mættu fleiri gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.2.2025 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.