31.1.2025 | 17:34
Kennarar með lægri laun en aðrir sérfræðingar á markað.
Er haft eftir Kristrúnu Frostadóttir, forsætisráðherra þjóðarinnar.
Upphefur þar með hinn eilífa spíral samanburðar sem knýr launahækkanir og verðbólgu upp til skýanna, svo sjálfur Karlinn í Tunglinu þarf að passa sig á að vera ekki skotinn niður.
Kristrún kemur samt úr ranni hins frjálsa markaðar, veit að þar heldur enginn sérfræðingur vinnu á sínu háu launum án þess að sína árangur, sem og að sinna sinni vinnu.
Enginn sérfræðingur héldi vinnu á markaðnum að ef hann eftir 10 ára starf, líkt og kennarar með nemendum sínum frá fyrsta til tíunda bekkjar, skilaði 50% árangri í engu, það er að hann væri ekki hæfari en það að helmingur starfa hans skilaði minni en engum árangri, þó hann hefði fengið 10 ár til þess.
Kennarar á ríkislaunum geta hins vegar stoltir sagt að það sé slökum launum þeirra að kenna að helmingur nemanda þeirra hafa ekki lært grundvallaratrið námsins, það er að lesa og skrifa, eftir 10 ár, þar sem milljörðum á milljörðum ofan er eitt í sérúrræði fyrir þá nemendur sem læra ekkert fyrstu 3-4 árin eða svo, nema kannski að föndra og leira, og hafa gaman, þó líklegast finnist viðkomandi nemendum ekkert gaman við það að verða strax annars flokks í upphafi námsferils síns.
Markaðurinn hefur nákvæmlega ekkert við slíka einstaklinga að gera, enda er markaðurinn ekki með sjálfkrafa áskrift á tekjur líkt og sveitarfélög okkar sem taka þátt í þessum skrípaleik vanhæfni og vankunnáttu.
Markaðurinn mynd einfaldlega aldrei líða svona hegðun og vanhæfni, ef hann gerði það þá blasti fjöldagjaldþrot við.
Forstjóri, sem ræður til sín sérfræðinga á góðum launum, myndi heldur síðan aldrei líða það að þegar hann gerði athugasemdir við stöðugar fjarvistir sérfræðinga sinna á góðu laununum, að hann yrði þá lagður í einelti líkt og kennarar gerðu við Einar Borgarstjóra, þegar hann benti á þau einföldu sannindi, að það væri líka launakostnaður að borga fólki laun í veikindum þess, og áður óþekktar fjarvistir kostuð pening, fjármuni sem færu þá ekki í að hækka laun og bæta kjör.
Allt þetta á Kristrún að vita, og hafa kjark til að segja.
Það er svo mikið undir, sjálf framtíð barna okkar.
Ógöngur skólakerfisins síðustu 15 ár eða svo, eru algjör.
Jafnvel strúturinn fyndi ekki nógu djúpa holu til að grafa haus afneitunarinnar í.
Það er allt svo heimskt við kjarabaráttu kennara svo leitun er að öðru eins.
Forsætisráðherra sem hefur ekki kjarkinn til að segja það, því enginn efast um vitsmuni Kristrúnar, er ekki hæfur á tímum þar sem þjóðin þarfnast leiðsagnar, að talað sé mannmál um það sem þarf að tala mannamál um.
Kristrún er ekki hæf ef hún getur ekki betur.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
![]() |
„Þetta er auðvitað í höndum kennara núna“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 1438648
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning