15.1.2025 | 11:32
Er ný forysta Sjálfstæðisflokksin uppsiglingu??
Svo ég setji spurningarmerki við fyrirsögn þeirrar fréttar sem ég tengi við.
Hvað er svona nýtt við þær Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu??
Ungar konur sem ná vart hálfum styrk þroskaðra forystukvenna Viðreisnar en tala um margt sama tungumál og þær.
Hefur til dæmis einhver heyrt blæbrigðamun á málflutningi og afstöðu núverandi utanríkisráðherra og þess fyrrverandi??
Þroski og aldur skiptir samt kannski ekki öllu hafi hið unga fólk eitthvað til málanna að leggja, sé hugmyndaríkt, tali jafnvel fyrir umvendingu á fyrri stefnu, líkt og Kristrún Frostadóttir gerði hjá Samfylkingunni og hlaut kosningu út á.
Slíkt verður hins vegar seint og líklegast aldrei sagt um þær Þórdísi og Áslaugu, þær hafa verið hluti af forystunni langalengi, og eru í raun birtingarmynd þeirra innanmeina sem hrjá Sjálfstæðisflokkinn og það má fullyrða að það var ekki þeirra styrk og forystu að þakka að flokkurinn þó hélt sjó í síðustu kosningum.
Hefði Bjarna Ben ekki notið við hefði afhroðið orðið algjört, og það íhaldsfólk sem þó hefði kosið sinn gamla flokk af tryggð og vana, hefði gert það með miklu óbragði í munn.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum.
Annars vegar er það feigðin horfist hann ekki í augun á innanmeinum sínum, hins vegar tilraun til upprisu með nýrri forystu sem leitar aftur í rætur hans og uppruna.
Súrt vín á gömlum belgjum er ekki það sem flokksmenn vilja.
En það þarf einhver að hafa kjarkinn til að benda á það.
Sá sem það gerir mun landið erfa.
Kveðja að austan.
Ný forysta í uppsiglingu: Hver tekur við taumunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 569
- Sl. sólarhring: 954
- Sl. viku: 3725
- Frá upphafi: 1412123
Annað
- Innlit í dag: 508
- Innlit sl. viku: 3149
- Gestir í dag: 490
- IP-tölur í dag: 479
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er það góðs viti þegar rafræna skráninginn virkar ekki
https://audkenning.umsja.is/?aud=xd.eydublod.is&returnurl=%2FLandsfundur_2025%3Fsub%3Dxd&authId=ed74809e-4615-4a1a-b73a-96f4b6b9de16
Grímur Kjartansson, 15.1.2025 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning