12.1.2025 | 14:18
Hin algjöra vanhæfni.
Myndirnar sem berast frá Los Angeles myndu sóma sér vel í hvaða sagfræðibók þar sem fjallað er um borgarbruna á miðöldum og uppúr því á meðan borgir voru þéttbyggðar timburhúsum og slökkvitólin fata og kústar.
Myndir af eldunum miklu í London á 17. öld eða þegar Kaupmannahöfn og handritin okkar næstum líka, um 1720, eru allar teiknaðar lýsingar sjónarvotta.
Núna er hægt að setja inn litmyndir og fólk getur ímyndað sér skelfingu og ógn eldsins.
Slökkvitækin reyndar ekki fata og kústur, núna má sjá myndir af einmanalegum slökkviliðsmönnum sprauta bunu úr mjórri slöngu sem hefði sómt sér vel á forngripnum sem var einu sinni Slökkvibíll okkar Norðfirðinga, og svo sést jú ein og ein einmanaleg þyrla tæma úr skjólu sinni, svona nútímaútgáfan af fötunni.
Það eina sem vantar til að ramma inn fáránleik vanhæfninnar er að hin svarta kona sem er borgastjóri Los Angeles bæði almenning að mæta og pissa á eldana, það myndi örugglega hjálpa eitthvað
Nú er það ekki svo að það sé eitthvað ríkisleyndarmál að jörðin sé að hlýna og aukin hlýnun jarðar þýðir meiri bruni á heitum svæðum þar sem eitthvað er til að brenna.
Aðvaranirnar hafa verið fjölmargar og vitað að aðeins um tímaspursmál væri að ræða þar til svona brunar myndu herja á þéttbýl svæði.
Það tók bæinn Paradís aðeins hálftíma að fuðra upp, og þeir sem voru ekki búnir að forða sér, áttu enga möguleika að sleppa undan eldinum.
Einhvern lærdóm hefðu menn mátt draga af því, og jafnvel útbúa neyðaráætlanir svo menn yrðu tilbúnir fyrir svona bruna eins og herja á Los Angeles í dag.
Nei menn skera niður til slökkviliða, það þarf jú að hagræða, hafið þið ekki heyrt það áður??
Og þau tæki sem menn þó hafa eru úrelt og ráða engan veginn við svona stórelda.
Álíka gagnleg eins og að pissa á eldinn, vonin liggur í að það lægi vindar, sem þeir ætla ekki að gera.
Það mætti halda að Bandaríkin væru eitthvað vanþróað þriðja heims land en ekki ríkasta land í heimi.
Land sem getur teppalagt heilu borgirnar með sprengjuregni, á ekki flugvélar til sömu verka við að slökkva elda í þéttbýli.
Þó eru menn búnir að vita þetta í fjölda fjölda ára en hafa ekkert gert til að undirbúa sig fyrir hamfarirnar.
Íslendingar geta pantað öflugar dælur til að kæla hraun, en þeir sem ráða þarna vestra hafa ekki frétt af neinum slíkum tækjum og tólum, þó bíður Kyrrahafið eftir því að verða dælt yfir eldana næst því.
Hlálegast er svo, að tæknin frá þriðja áratug síðustu aldar, gömlu góðu brunahanarnir, eru vatnslausir af stórum hluta.
Það er sko niðurskurður.
Vanhæfnin er slík að það liggur við að í samanburði sé Reykjavík stjórnað af hæfu fólki.
Sem er náttúrulega ekki, þessi vanhæfni er orðin landlæg um allan hinn vestræna heim.
Pólitíski rétttrúnaðurinn hefur alið af sér heila kynslóð vanhæfra stjórnenda.
Enda hvernig er hægt að búast við öðru af fólki sem veit ekki lengur hvernig börnin verða til og kallar konur legbera.
Tjónið vegna þessara vanhæfni slagar núna hátt í 100 milljarða dollara vegna sparnaðar upp á einhverja milljóna dollara.
Eða menn ráðast ekki í fjárfestingar uppá einhverja milljarða dollara til að útvega slökkviliðum nógu öflug tæki og tól til að kæfa svona elda í fæðingu.
Slökkviflugvélar kosta örugglega eitthvað, en þó er öruggt að það er hægt kaupa nokkrar fyrir andvirði einnar herþotu.
Fyrir andvirði hundrað herþotna er hægt að útbúa nógu stóran flugflota til að kæfa jafnvel hina stærstu elda, og tækni til að teppaleggja er þegar til staðar hjá flughernum.
Af hverju var þetta ekki gert??
Af hverju er blaðrað og blaðrað, og svo aftur blaðrað.
Af hverju snúast varnir mannsins gegn hlýnun jarða um eitthvað kvótabrask og losunarheimildir, um græna skatta sem sjúga þrótt úr atvinnulífinu og skaða þar með tekjur samfélaga til lengri tíma??
Í stað þess að tækla vandann með þeim tækum og tólum sem við þó höfum hannað og þróað??
Af hverju er ekkert gert annað en að láta loftslagsbraskara gera almenning að féþúfu???
Af hverju föttum við svo ekki að fólk sem veit ekki einu sinni hvernig börnin verða til, veit heldur ekki neitt annað því það er heimskt, og ekki hæft til nokkurrar forystu??
Hvað þurfum við að reka okkur oft á??
Hve margar borgir brenna eða hve mörg græn gámaskrímsli rísa inní miðri íbúðabyggð til að við finnum aftur bak við hægra eyrað þá skynsemi að segja Nei við þetta lið.
Nei við pólitíska Rétttrúnaðinum og vitleysingana sem hann hefur alið af sér.
Segjum Nei eins og Kristrún Frostadóttir gerði við Dag B. Eggertsson.
Spyr sá sem ekki veit.
En það mætti samt fleiri spyrja.
Kveðja að austan.
![]() |
Tala látinna hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 48
- Sl. sólarhring: 863
- Sl. viku: 4650
- Frá upphafi: 1424192
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4090
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar
Kalifornía er ríki í niðurníðslu. Stjórnendur ríkisins eru allir vók og þar með verða atriði á borð við löggæslu, slökkvilið og þess háttar að aukaatriði. Skipulag varna á borð við grisjun gróðurs o.s.frv. er líkt og að láta Pírata sjá um borgarskipulag. Útkoman verður í samræmi við uppleggið.
Sjö ára bið er fyrir ungan hraustan karlmann að fá starf hjá slökkviliðinu. Á hinn bóginn er vel fyrir því séð að öll kynin eigi jafnan rétt til starfs hjá slökkviliðinu (viku bið eftir starfi). Hjá þessum viðfangsefnum er næglilegt vatn til slökkvistarfa hjóm eitt.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 12.1.2025 kl. 22:42
Þessi halli í átt að woke er víst staðreynd í Los Angeles og Hollywood. Ég á ættingja þarna sem ég hef móðgað og styggt með því að fylgja ekki Biden heldur Trump og það bara á Íslandi þar sem hvorugan er hægt að kjósa. En þegar maður sér vitleysuna smitast til Íslands er manni nóg boðið.
Eins og ég hef bloggað um sjálfur hafa menn tjáð sig um þetta sem búa þarna. Bandaríkin eru land öfganna. Þar er langt farið til hægri og vinstri, ekki nema skrýtið að átök verði. Þetta er mjög góður pistill eins og margt, eða flest frá þér núna uppá síðkastið.
Þó gleymdi ég að hrósa þér fyrir pistilinn um Bjarna Benediktsson hér fyrir nokkrum dögum og hvernig hann hefur þrátt fyrir allt verið vonarstjarna, og hvernig ekki virðist neinn annar leiðtogi í augsýn.
En hér ert þú að fjalla um svo mikilvægt mál að maður má ekki þegja eða láta sitt eftir liggja.
Það fáránlegasta í þessu öllu að það er nóg af fólki sem STYÐUR ÓVERJANLEGAN málstað, eins og wók, að láta ekki hæfileika ráða heldur skrýtna pólitík, hvort sem það er að afneita mengun og hamfarahlýnun eða fordóma í gervi fordómaleysis! Að segja upp fólki sem er orðið miðaldra og ekki með útlit sem hæfir pólitískri rétthugsun, eða af réttu kyni, það eru fordómar. Þeir fara bara í allar áttir.
En aftur að Bjarna Benediktssyni. Nú þarf að skrifa aftur pistla eins og þinn eðalpistil fyrir nokkrum dögum, reyna að vekja sjálfstæðismenn af eftirgjöfinni við vitleysuna. Það er til hæft fólk, það þarf bara að finna það. Bezta fólkið er ekki það sem gerir öllum til hæfis, heldur tekur sénsa.
Beztu kveðjur að sunnan.
Ingólfur Sigurðsson, 13.1.2025 kl. 00:12
Gróðureldar eru ekkert einsdæmi í Kaliforníu eða Bandaríkjunum og við svipaðar aðstæður, mikla þurrka, mikinn og stöðugann vind og mikinn eldmat, þá er ekkert einfalt mál að ráða við svona elda. Menn geta bullað út í eitt um þetta, en það kemur staðreyndum ekkert við.
Campfire eldurinn í Paradise, sem þú nefnir, kviknaði vegna útleiðslu í gömlum rafmagnslínum í eigu PG&E (sem urðu frægir að endemum eftir kvikmyndina um Erin Brockovich) og þeir sáu ekki um að viðhalda - sumar þessar línur eru meira en aldargamlar! Campfire eldurinn kom upp við svipaðar aðstæður. Eftir mikla og langvarandi þurrka og svonkallaða katabatic vinda, sem verða til í dölum í vestanverðum Sierra Nevada fjöllunum og svipar til hnúkaþeys, samskonar og Santa Ana vindarnir í suður Kaliforníu. Þessir vindar eru mjög þurrir og ef eldur kviknar þá er nær ógerlegt að slökkva hann, því hann breiðist svo hratt út. Kom fyrir á Íslandi, á Mýrunum fyrir nokkrum árum að hundruð hektara fuðruðu upp á stuttum tíma.
Hvað lærðu menn af Campfire eldinum? Það sem allir vissu og vita: Mikill þurkur, þurr, heitur og stöðugur vindur og eldur er uppskrift fyrir slæma útkomu ef hann kemur upp nálægt bæjum og borgum. Skeði í Ástralíu fyrir nokkrum árum. Örugglega verið einhver pólitíkus þar líka viðriðinn. Skeði í Fort McMUrry í Alberta í Kanada í maí 2016 í rúmlega 32 stiga hita, 12% raka (já 12%!) og 70km/klst vindi. Það verður einfaldlega ekki við neitt ráðið í slíku veðri. Því miður þá fer hvaða slökkvilið sem er halloka fyrir slíku eldhafi. Svona eldar loga yfirleitt þar til náttúrulegir tálmar verða fyrir þeim. 2016 var sérlega slæmt ár í Kanada. Vorið var fyrst blautt og svo kom heitt og þurrt veður. Vegna hagstæðra skilyrða gréri undirgróður í skógum gífurlega og þegar skógareldar fóru að brjótast út í apríl og maí varð ekki við neitt ráðið. Mikill hiti, allt skraufaþurrt og undirgróðurinn eins og púðurtunna.
Upptök skógar- og gróðureldar eru mjög oft út frá rafmagni - línum eða eldingum. Eldingar eru algengasti orsakavaldur skógarelda í Kanada. Járnbrautir og eldstupptök af manna völdum koma næst á eftir. Það er talað um að alla vega einhverjir af þessum eldum í Los Angels hafi kviknað af mannavöldum og því miður alveg eins víst að einhverjir hafi verið kveiktir viljandi.
Hvað Los Angeles varða þá er það alveg rétt að þar hefur ekki verið haldið vel á málum. En hvar er ekki verið að skera niður og hagræða? En það hefði ekki breytt miklu í þessu hvort það voru einhverjir brunahanar óvirkir eða ekki. Venjulega er það herinn og sérstakar skógareldasveitir sem taka að sér svona hluti, en í borgum þá kemur þetta meira í hlut almenns slökkviliðs, sem hefur hvergi nógu mikil tæki til að ráða við eitthvað af þessari stærðargráðu. Kanada sendi strax flugvélar á vegvang sem unnu að slökkvistörfum, en það er ekki auðvelt að koma þeim við í þéttbýli. Sérstaklega þegar margir eldar brenna á sama tíma. Ein þeirra skemmdist og var úr leik síðast þegar ég frétti vegna þess að hún flaug á dróna og vængbörð skemmdust við áreksturinn.
Ég þekki svolítið á þetta því ég bjó í 14 ár í Washington fylki þar sem alltaf er hætta á skógareldum á sumrin og haustin. Þau ár sem ég bjó þar kom aðeins einu sinni upp eldur stutt frá þar sem ég bjó, en strandgæslan var komin með þyrlu þangað nokkrum mínútum eftir að eldurinn kom upp og herinn var kominn með Chinook þyrlur um klukkutíma seinna enda stutt í næstu herstöð og þetta var í hlíð við stöðuvatn og stutt að sækja og var búið að slökkva þetta á nokkrum klukkutímum.
Ég þekki Campfire eldinn svolítið líka, því mágkona mín bjó í Paradise og hún og sonur hennar rétt komust út og af stað áður en húsið þeirra byrjaði að brenna. Þau misstu allt sem þau áttu nema náttfötin sem þau voru í og bílinn sem kom þeim í gegnum eldhafið.
Það er aldrei nægur undirbúningur fyrir hið óþekkta og óhuganlega. Hvar var undirbúningurinn þegar byrjaði að gjósa í Eyjum? Hvar var undirbúningurinn þegar byrjaði að gjósa við Grindavík. Hvað lærðu menn á Eyjagosinu, sem nýttist í Grindavík? Ég hef ekki séð að menn hafi lært neitt þar frekar en annarsstaðar þar sem óútreiknanlegar náttúruhamfarir hafa komið upp nánast án nokkurs fyrirvara. Hvernig var farið með Grindvíkinga eftir að bærinn var rýmdur? Hvað læru menn af snjóflóðunum hræðilgu á Neskaupssstað 1974? Hvernig gátu snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri rúmum 20 árum seinna valdið eins skelfilegum harmleik eins og raun bar vitni? Hvað lærðu menn á þessu?
Arnór Baldvinsson, 13.1.2025 kl. 04:42
Blessaður Einar.
Það er mikið til í þessu, en eins ljóst má vera þegar tengt er um víðan völl í pistli mínum og endað á frægu Nei-i Kristrúnar, þá er þessi vandi ekki bundinn við Kaliforníu, langt í frá.
Pólitískur rétttrúnaður Góða fólksins er meinsemd sem virðir ekki landamæri, sem og hagfræði þess í neðra og var kennd við frjálshyggju til skamms tíma, niðurskurður andskotans. Til dæmis má rekja mestu dýrustu hamfarir Bandaríkjanna, eyðingu New Orleans og nærsveita til bjána, frjálshyggjubjána sem hóf ríkisstjóra tíð sína með því að afleggja framlög til viðhalds og endurnýjunar flóðvarnagarða.
Þess vegna eigum við sem eldri eru, og eigum líklegast fáar óskir eftir aðrar en velferð barna og barnabarna, að hefja okkur uppúr flokkadráttum sem hvort sem er eru allir kostaðir af ofurauðnum, sem hefur ekkert með hægri, markað eða frjálsa samkeppni að gera.
Hér á Íslandi er nærtækast verkefni hægra fólks að sjá til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái aftur rödd sem íhaldsfólk skilur, prófsteinn gæti verið einstaklingur sem fordæmir Gulla fyrir kynlausu klóset hans.
En annars er ég bara alveg sammála þér Einar, ég þarf bara stundum svo mörg orð til að segja það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2025 kl. 08:15
Blessaður Ingólfur.
Já, það er ekki öll vitleysan eins, og það er alltaf miður þegar fólk virðir ekki skoðanir annarra þó það sé ósammála þeim. Skoðanir eru jú til að hafa skoðanir á og hvernig væri lífið ef allir hefðu sömu skoðunina? Eins og ég hef stundum fært í stílinn út frá æskuminningum föður míns úr Vaðlavíkinni, sem og hinni sérstöku umræðutækni hans sem samferðamönnum hans þótti mjög vænt um, að hann passaði sig alltaf á því að vera ósammála viðmælanda sínum þegar um stjórnmál eða bæjarmál var að ræða. Að þá sagði ég um Vaðlvíkinga, sem voru mjög ósammála um margt, að ef þeir hefðu engan til að rífast við, þá rifust þeir bara við sjálfan sig til að hafa eitthvað fútt í umræðunni.
Skoðanakúgun er eitt af stóru vandamálum nútímans og þá er bara að hafa kjarkinn til að mæta henni.
Varðandi pistil minn sem þú ert að vitna í þá var hann eiginlega ekki um Bjarna Ben, þó ég að leiðarlokum hafi reynt að draga fram hlutverk hans á erfiðum tímum í stjórnmálasögu þjóðarinnar, ég var meira undir áhrifum af skrifum Jóns Magnússonar, okkar Grand old man hér á Moggablogginu í dag. Það er þörfina á rödd sem þorir að vera hægri manneskja, þorir að mæta vitleysunni.
Við skulum bara trúa því og treysta að Jón skrifi fleiri pistla um málið, sem og aðrir góðir hægri menn sem vilja endurreisn flokks síns.
Ég er eins langt frá því að vera sjálfstæðismaður eins og hægt er, er af ranni Hriflunga en á sínum tíma var Jónas frá Hriflu mikill sjálfstæðisskelfir, en samt allan tímann skildi hann mikilvægi flokksins fyrir íslensk stjórnmál, og það mikilvægi jókst eftir því sem áhrif kommúnista jukust hér á Íslandi
Það sama gildir í dag, mikilvægi Sjálfstæðisflokksins sem klettur gegn allir vitleysunni, að vera flaggskip íhaldsmennsku, verður seint ofmetið og því skrifaði ég pistil minn.
Það er ekki þörf á enn einni Samfylkingunni í það minnsta.
Allavega Ingólfur, takk fyrir innlitið með;
Kveðju að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2025 kl. 08:32
Blessaður Arnór og takk fyrir innlegg þitt sem ég hafði mjög gaman að lesa, mikil vinna að baki og fyrir hana ber að þakka.
Ég ætla samt að biðja þig að lesa það aftur sem þú skrifaðir og lestu svo pistill minn, á ný hafir þú gert það, sem ég efa, annars bara lestu hann.
Ég kem víða við og það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að skrifa langa ritgerð um hvert atriði sem ég vísa í, ég treysti á ákveðna þekkingu lesandans, bæði varðandi sögu sem og samtímaumræðu. Til dæmis af hinni frægu mynd af London brenna, aðstæður sem voru óviðráðanlegar þá, en menn brugðust við með að hætta að byggja úr spýtum, breikka götur, tóku upp ný vinnubrögð eins og til dæmis að rjúfa óbrunnin hús til að hindra óhefta útbreiðslu elda.
Það hefur ekki verið gert í Kaliforníu eða yfirhöfuð í Bandaríkjunum, það er enginn er lærdómurinn. Og það er ekki rétt hjá þér, í annarri annars ágætri færslu, að bruninn mikli í borg englanna sé dæmi um "hið óþekkta og óhugsanlega".
Í það vísa ég í þessum orðum mínum;
"Nú er það ekki svo að það sé eitthvað ríkisleyndarmál að jörðin sé að hlýna og aukin hlýnun jarðar þýðir meiri bruni á heitum svæðum þar sem eitthvað er til að brenna.Aðvaranirnar hafa verið fjölmargar og vitað að aðeins um tímaspursmál væri að ræða þar til svona brunar myndu herja á þéttbýl svæði.Það tók bæinn Paradís aðeins hálftíma að fuðra upp, og þeir sem voru ekki búnir að forða sér, áttu enga möguleika að sleppa undan eldinum.
Einhvern lærdóm hefðu menn mátt draga af því, og jafnvel útbúa neyðaráætlanir svo menn yrðu tilbúnir fyrir svona bruna eins og herja á Los Angeles í dag.".
Það var vitað að þetta myndi gerast fyrr eða síðar, alveg eins og það er vitað að það er aðeins tímaspursmál að úthverfi Aþenu muni fuðra upp, spurningin er bara hvernig menn bregðast við.
Sem og það er röng fullyrðing hjá þér Arnór að það verði ekki ráðið við svona elda fyrr en þeir mæta náttúrulegum hindrunum, það hefur bara ekki reynt á það því menn hafa ekki nýtt þekkta tækni, sem og þróað nýja, til að stöðva svona elda.
Þú slekkur ekki svona elda með gamaldags brunaslöngum, brunahönum eða öðru sem er meira en aldagömul tækni. Hvað þá örfáum þyrlum sem geta ekki athafnað sig í miklum vindum.
Það er staðreynd, eða ég treysti því að Rúv fari rétt með, að aðeins tvær slökkviflugvélar hafi verið tiltækar í ríkinu, en þær eru einu tækin sem gætu athafnað sig við svona aðstæður.
Lámarks vitglóra hefði haft tugir, ef ekki hundruð tiltækar í Kaliforníu einni, og hún hefði stefnt öllum flota þessa stóra lands til hjálpar, það tekur ekki daga að fljúga til Kaliforníu.
Ég hef séð heimildarmynd um slökkviflugvélar, hvernig þær taka vatn eiginlega án þess að þurfa lenda, og hvernig floti þeirra, man ekki töluna, 5-10??, vann saman við að kæfa eldvegg í svona skógareldum sem þú lýsir. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til sjá fyrir sér áhrif á "teppalagningu" tuga ef ekki hundruð flugvéla sem vinna saman við að slökkva svona eld.
Sem og það þarf ekkert ímyndunarafl til að sjá og skilja að þegar ein og ein þyrla tæmir yfir opið eldhaf, þá er áhrifin minni en engin. Svona ýkt mynd af því að reyna slökkva elda með því að pissa á þá.
Varðandi dælurnar sem ég minntist á Arnór, þá benti góður vinur minn á, en hann hafði unnið við húsaviðgerðir í þessu hverfi við sjóinn sem núna er brunnið, að þarna væri gil sem skæri hverfið, þar hefði verið auðvelt að hafa tilbúið öflugt dælukerfi sem hefði dælt sjó í átt að eldhafinu, bleytt gróður og hús, og síðan mætt eldtungunni, og þá í samvinnu við flugvélar og þyrlur.
Bara sem dæmi, og slíkar dælustöðvar hefðu getað verið víðar, náð langt uppí hæðirnar því þessi tækni er þekkt, aðeins spurning um framkvæmd.
En þú rammar inn kjarna málsins, um þá forheimsku og vanhæfni sem ég var að pistla gegn; og ég ætla að ramma inn þau orð þín hér; "En hvar er ekki verið að skera niður og hagræða?".
Heimskan er algjör, þetta fólk á sér enga afsökun.
Varðandi lærdóm af harminum sem snjóflóð okkar voru 1974, að þá er það rétt að hann var enginn fyrr en eftir harmleikina fyrir vestan, en þá sagði maður að nafni Davíð Oddsson; þetta gengur ekki strákar, við verðum að gera eitthvað í þessu. Minni spámenn töfðu framkvæmdir, drógu fé úr snjóflóðavörnum. Þess vegna var fjölbýlið sem fékk á sig snjóflóð hérna í bæ, óvarið en forsjónin kom í veg fyrir manntjón.
Hins vegar, sem minna hefur verið minnst á, er að þegar reistir garðar björguðu mannslífum, það er byggðin hefði ekki verið rýmd ef þeir hefðu ekki verið til staðar. Elsti varnargarðurinn tók snjóflóð sem hefði allavega lagt hluta af tveimur götum í rúst, hús sem tugir manna eiga heima í.
Jú, menn lærðu Arnór, það er í eðli mannskepnunnar að læra, þó það sé ekki í eðli Góða fólksins og hins pólitíska Rétttrúnaðar þess.
Og þú átt að verja lærdóm Arnór, ekki tala gegn honum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2025 kl. 09:16
Mér verður nú hugsað til hvernig íslendingar bregðast við nú nýlega í Grindavík og við Svartsengi
Það er bara allt tiltækt lið kallað til nema fangarnir á Litla Hrauni
Grímur Kjartansson, 13.1.2025 kl. 09:21
Já Grímur, alveg sammála þér.
Og það sem er sagt ómögulegt, er ekki ómögulegt fyrr en það er búið að fullreyna. Og jafnvel þó það takist ekki þá búa menn af reynslunni og þekkingunni, reyna svo aftur.
Blaðrið hins vegar blaðrar bara.
Og þéttir byggð með grænum skemmuskrímslum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2025 kl. 09:29
Sá í Morgunblaðinu í dag að Úkraínuforseti ætlar að senda menn og tæki til að hjálpa Kananum
svo þeir hljóta því að ná tökum á þessum eldi fljótlega
"Selenskí býður fram aðstoð Úkraínumanna í slökkvistarfi"
Grímur Kjartansson, 14.1.2025 kl. 15:19
Blessaður Grímur.
Heitir þetta ekki sýndarmennska áróðursins???
Held að það sé þarfara fyrir þarlenda að slökkva elda sprengjuárása Rússa.
Svona rugl finnst mér á pari við niðurlægingu Amnesty sem þáði pening fyrir að vinna með Hamas og Íslamistum, fjármagnaða með olíuauð Persaflóans.
Svona rugl við raunveruleikann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.1.2025 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning